Færslur: Rif

Ekki hægt að bjarga dýpkunarpramma sem sekkur á Rifi
Dýpkunarprammi sekkur nú í Rifshöfn á Snæfellsnesi. Engan hefur sakað en á prammanum er grafa og vinnuskúrar. 
19.09.2022 - 12:54
Bátur alelda skammt undan Rifi á Snæfellsnesi
Eldur kviknaði í strandveiðibáti eina til tvær sjómílur undan Rifi á Snæfellsnesi fyrir skömmu. Einn maður var um borð í bátnum. Honum tókst að komast frá borði og í björgunarbát. Björgunarskipið Björg kom að bátnum rétt rúmlega tíu í morgun og var hann þá orðinn alelda.
06.07.2022 - 10:28
Einkaþota sökk ofan í slitlag á Rifi og festist
Einkaþota sem lenti á flugvellinum á Rifi á Snæfellsnesi í gær festist skammt frá flugbrautinni þegar flugmaðurinn ætlaði að koma henni í stæði. Hjól þotunnar sukku ofan í slitlagið. Þotan er enn föst og stefnt er að því að lyfta henni upp á miðvikudag. Þetta staðfestir Grettir Gautason, staðgengill upplýsingafulltrúa Isavia.
02.08.2021 - 17:16
„Auðvitað eiga allir staðir að vera á kortinu“
Nokkur kurr er meðal bæjarbúa í Snæfellsbæ vegna þess að Rif, þéttbýli á norðanverðu Snæfellsnesi, fékk ekki að vera með á ferðaþjónustukorti Markaðsstofu Vesturlands sem gefið er út fyrir sumarið. Margrét Björk Björnsdóttir, forstöðumaður markaðsstofunnar, segir málið á misskilningi byggt.
18.06.2019 - 15:04
Lærdómsríkasta ferli sem ég hef upplifað
Kári Viðarson og Gréta Kristín Ómarsdóttir hafa unnið nýtt leikverk í samstarfi við Kvennaathvarfið, þar sem sem fjallað um ofbeldi innan náinna sambanda, sem á að varpa ljósi á ýmsar hliðar samfélagsins og samskipti fólks. Þau hafa eytt undanförnu ári í rannsóknarvinnu og Kári segir að þetta hafi verið lærdómsríkasta ferli sem hann hefur tekið þátt í.
03.06.2019 - 16:22
„Farnir að kalla okkur hvalreka“
Björgunarsveitin Lífsbjörg er orðin langþreytt á útköllum sem tengjast grindhvölum, enda var útkallið í dag ekki það fyrsta. Sumir ganga svo langt að kalla meðlimi sveitarinnar „hvalreka“. Þetta segir Helgi Már Bjarnason, formaður Lífsbjargar, sem var meðal þeirra sem ráku grindhvali frá höfninni í Rifi á Snæfellsnesi á haf út í dag.
18.08.2018 - 19:25
Tugir grindhvala heimsækja höfnina í Rifi
Nokkuð stór grindhvalavaða gerði sig heimakomna í hafn­argarðinum við Rif á Snæ­fellsnesi í dag. Mbl.is greindi fyrst frá, en fréttaritari miðilsins telur ólík­legt að þarna séu sömu hvalir á ferð og urðu inn­lyksa í Kolgrafaf­irði fyrr í mánuðinum, þar sem nú séu kálfar með í för.
18.08.2018 - 16:14
Sumar í Frystiklefanum
Sjávarþorpið Rif er ef til vill ekki fyrsti staðurinn sem margir hugsa sér að heimsækja en þar iðar allt af listum og menningu yfir sumarið, að hluta til vegna Frystiklefans, leikhúss og gistiheimilis staðarins.
07.06.2018 - 15:20
Yfir djúpin dagur skín
Andri Ásgrímsson og Haraldur Þorsteinsson skipa hljómsveitina Rif sem nýverið gaf út Yfir Djúpin dagur skín. Platan er plata vikunnar á Rás 2.
23.10.2017 - 07:59