Færslur: riðuveiki

Riða greindist í sauðfé á Vatnsnesi
Matvælastofnun barst nýlega tilkynning frá Tilraunastöð Háskóla Íslands að Keldum um að riða hafi greinst við sýnatöku á sauðfé af bænum Sporði á Vatnsnesi við Húnaflóa. Sýni voru einnig tekin af öllu sauðfé sem sent var til slátrunar af bænum, auk bæja í nágrenninu. Ekkert greindist á nágrannabæjum.
25.01.2022 - 10:44
Leggur til víðtækan niðurskurð í Skaga- og Húnahólfi
Halldór Runólfsson, fyrr­verandi yfirdýralæknir og skrifstofustjóri í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, leggur til í grein sem hann ritar í Bændablaðinu, að ráðist verði í niðurskurð á sauðfé á öllum bæjum sem eru með sauðfé í Húna- og Skagahólfi.
23.09.2021 - 18:21
Rannsaka aðferðir til að útrýma riðuveiki í sauðfé
Riðusérfræðingar frá fjórum löndum hafa frá því í vor leitað nýrra arfgerða í íslenska sauðfjárstofninum sem eiga að vernda sauðkindina fyrir riðusmiti. Þetta er fyrsta rannsóknin af þessu tagi sem gerð er hér á landi í tuttugu ár. Meðal annars verða tekin sýni úr 2.500 kindum á Íslandi og Grænlandi.
20.09.2021 - 15:35
Sjónvarpsfrétt
„Það bara vantar meira fjármagn og mannskap“
Héraðsdýralæknir á Norðurlandi vestra tekur undir gagnrýni bónda sem neyðist nú til að farga allri sinni hjörð eftir riðusmit. Hann segir að með meiri mannskap mætti hugsanlega koma í veg fyrir slíkt.
Sjónvarpsfrétt
„Alltaf með það á herðunum að þetta myndi koma"
Bóndi í Skagafirði sem neyðist nú til að farga um fimmtán hundruðum fjár segir tími til komin að hugsa meðhöndlun á riðuveiki upp á nýtt. Auka ætti sýnatöku til að fyrirbyggja sársaukafullar aðgerðir eins og niðurskurð.
12.09.2021 - 21:10
Trúir að hægt verði að komast fyrir útbreiðslu riðu
Fé af bænum Syðra-Skörðugili í Skagafirði, þar sem riða kom upp, verður eftir fremsta megni haldið frá öðru fé í réttum á morgun og það keyrt rakleiðis heim, þar sem það dvelur þar til niðurskurður hefst. Sigríður Björnsdóttir, starfandi yfirdýralæknir, hefur trú á að hægt verði að ná utan um smitið.
11.09.2021 - 18:16
Riða í Skagafirði: „Þetta kemur á versta tíma“
Héraðsdýralæknir á Norðurlandi-vestra segir að riða sem greindist í kvöld á bænum Syðra-Skörðugili í Skagafirði komi á versta tíma. Öllu fé á bænum verði lógað og bændur á svæðinu verði að vera vakandi.
10.09.2021 - 22:14
Sjónvarpsfrétt
Upplifa virðingarleysi ráðamanna eftir niðurskurð
Bændur í Skagafirði sem neyddust til að farga öllu sínu fé eftir riðusmit upplifa virðingarleysi af hálfu stjórnvalda. Þeir hafa nú beðið í um fjóra mánuði eftir bótum en með því brjóta stjórnvöld eigin reglugerð.
19.03.2021 - 10:33
Riðuveiki á bæ í Húnaþingi vestra
Riðuveiki hefur greinst í kind á bænum Vatnshóli í Húnaþingi vestra. Á bænum eru ríflega 920 fjár. Riða greindist síðast á Vatnshóli árið 1999.
Bætur vegna riðuveiki gætu numið 200 milljónum króna
Heildarbætur til bænda á fimm bæjum í Skagafirði, sem þurftu að skera fé sitt vegna riðuveiki í haust, gætu numið um 200 milljónum króna. Varaformaður fjárlaganefndar segir fjárheimild til bóta fást að hluta með sérstakri heimild í fjárlögum og að hluta í fjáraukalögum.
Myndskeið
Leiðinlegast að greina jákvætt sýni
Vísindamönnum hefur verið fjölgað á Keldum við að anna greiningu sýna úr Skagafirði, þar sem riða hefur greinst. Þúsundir sýna hafa borist að undanförnu. Einn vísindamannanna segir leiðinlegast við vinnuna að greina jákvætt sýni.
Nýtt tilfelli af riðu staðfest í Skagafirði
Riðusmit hefur verið staðfest á einum bæ til viðbótar í Tröllaskagahólfi. Bærinn heitir Minni-Akrar og er staðsettur í Akrahreppi í Skagafirði. Matvælastofnun vinnur nú að öflun upplýsinga og undirbúningi aðgerða.
Matvælastofnun skilar umsögn um niðurskurð í dag
Bóndinn á Syðri-Hofdölum í Skagafirði hefur ekki fengið svör við andmælum sínum við boðuðum niðurskurði á bænum. Hann segir að öllu fé sem komst í návígi við riðuveikan hrút hafi verið lógað og engin riða greinst í því.
Fé skorið á Grænumýri
Niðurskurður hófst á Grænumýri í Skagafirði í dag. Grænamýri er einn af fjórum bæjum sem riðuveiki fannst á í október. Þar eru um 1.100 fjár.
Bændur andmæla niðurskurði
Bændur í Skagafirði hafa andmælt fyrirhuguðum niðurskurði vegna riðu. Tryggja þurfi fyrst sanngjarnar bætur og tímabært sé að sjá hvort aðrar leiðir en niðurskurður skili árangri.
Vilja stöðva niðurskurð vegna riðu
Landbúnaðarnefnd sveitarfélagsins Skagafjarðar vill stöðva niðurskurð vegna riðu á bænum Syðri-Hofdölum. Riða hefur ekki greinst í dýri á bænum, aðeins í aðkomuhrút sem þar var um skemmri tíma.
Bætur vegna niðurskurðar úreltar
Nú er skoðað hvernig unnt sé að koma til móts við bændur sem þurfa að skera niður vegna riðu. Bæturnar eru sagðar úreltar og ekki í samræmi við gildandi samning milli stjórnvalda og bænda.
Fjöldi sýna bíður riðugreiningar
Tilraunastöð Háskóla Íslands að keldum getur greint um 400 riðusýni á viku. Nokkur þúsund sýni bíða greiningar og mikið álag á starfsfólk.
10.11.2020 - 12:44
Undanþága veitt vegna urðunar á sauðfé úr Skagafirði
Umhverfisráðherra hefur veitt undanþágu frá lögum um mat á umhverfisáhrifum og leyft urðun á sauðfé frá búum í Skagafriði sem skorið verður niður vegna riðuveiki. Urðað verður á aflögðum urðunarstað við Skarðsmóa í Skagafirði. Það er mat umhverfisráðuneytisins að það varði almannaheill að hraða fögrun dýranna og hún mæti því skilyrðum um undanþágu.
06.11.2020 - 15:18
Vill ekki leggja það á bændur að skera oft niður
Töluverð óvissa er um hvernig meðhöndla skuli fé sem skorið verður niður í Skagafirði eftir að riða kom upp í síðustu viku. Útlit er fyrir að farga þurfi meira en tvö þúsund fjár hið minnsta. Héraðsdýralæknir vill fá skýrari leiðbeiningar frá ráðuneytinu.
26.10.2020 - 12:09
Riða er sjúkdómur sem leikur bændur grátt
Riða hefur verið staðfest á einum bæ í Skagafirði í vikunni og samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðu er fé smitað á þremur bæjum til viðbótar. Riða er sjúkdómur sem veldur miklum búsifjum. Ekki er til nein lækning við honum.
Riðan í Skagafirði hefur áhrif á búskap í Eyjafirði
Riðan á Stóru Ökrum 1 í Skagafirði hefur mikil áhrif á búskap sauðfjárbænda í Eyjafirði, sem tilheyra sama varnarhólfi. Haustið er helsti tími viðskipta með líflömb en slíkir flutningar milli bæja eru nú bannaðir.
22.10.2020 - 12:52
Grunur um riðuveiki í Skagafirði
Matvælastofnun segir sterkan grun uppi um að riðuveiki hafi komið upp á bænum Stóru-Ökrum 1 í Akrahreppi í Skagafirði. Því hefur bráðabirgðabann verið sett á allan flutning sauð- og geitfjár innan Tröllaskagahólfs uns greining hefur verið staðfest.