Færslur: riðuveiki
Bætur vegna riðuveiki gætu numið 200 milljónum króna
Heildarbætur til bænda á fimm bæjum í Skagafirði, sem þurftu að skera fé sitt vegna riðuveiki í haust, gætu numið um 200 milljónum króna. Varaformaður fjárlaganefndar segir fjárheimild til bóta fást að hluta með sérstakri heimild í fjárlögum og að hluta í fjáraukalögum.
08.12.2020 - 04:08
Leiðinlegast að greina jákvætt sýni
Vísindamönnum hefur verið fjölgað á Keldum við að anna greiningu sýna úr Skagafirði, þar sem riða hefur greinst. Þúsundir sýna hafa borist að undanförnu. Einn vísindamannanna segir leiðinlegast við vinnuna að greina jákvætt sýni.
05.12.2020 - 19:19
Nýtt tilfelli af riðu staðfest í Skagafirði
Riðusmit hefur verið staðfest á einum bæ til viðbótar í Tröllaskagahólfi. Bærinn heitir Minni-Akrar og er staðsettur í Akrahreppi í Skagafirði. Matvælastofnun vinnur nú að öflun upplýsinga og undirbúningi aðgerða.
17.11.2020 - 15:36
Matvælastofnun skilar umsögn um niðurskurð í dag
Bóndinn á Syðri-Hofdölum í Skagafirði hefur ekki fengið svör við andmælum sínum við boðuðum niðurskurði á bænum. Hann segir að öllu fé sem komst í návígi við riðuveikan hrút hafi verið lógað og engin riða greinst í því.
17.11.2020 - 11:49
Fé skorið á Grænumýri
Niðurskurður hófst á Grænumýri í Skagafirði í dag. Grænamýri er einn af fjórum bæjum sem riðuveiki fannst á í október. Þar eru um 1.100 fjár.
13.11.2020 - 14:10
Bændur andmæla niðurskurði
Bændur í Skagafirði hafa andmælt fyrirhuguðum niðurskurði vegna riðu. Tryggja þurfi fyrst sanngjarnar bætur og tímabært sé að sjá hvort aðrar leiðir en niðurskurður skili árangri.
12.11.2020 - 12:11
Vilja stöðva niðurskurð vegna riðu
Landbúnaðarnefnd sveitarfélagsins Skagafjarðar vill stöðva niðurskurð vegna riðu á bænum Syðri-Hofdölum. Riða hefur ekki greinst í dýri á bænum, aðeins í aðkomuhrút sem þar var um skemmri tíma.
11.11.2020 - 12:17
Bætur vegna niðurskurðar úreltar
Nú er skoðað hvernig unnt sé að koma til móts við bændur sem þurfa að skera niður vegna riðu. Bæturnar eru sagðar úreltar og ekki í samræmi við gildandi samning milli stjórnvalda og bænda.
10.11.2020 - 14:31
Fjöldi sýna bíður riðugreiningar
Tilraunastöð Háskóla Íslands að keldum getur greint um 400 riðusýni á viku. Nokkur þúsund sýni bíða greiningar og mikið álag á starfsfólk.
10.11.2020 - 12:44
Undanþága veitt vegna urðunar á sauðfé úr Skagafirði
Umhverfisráðherra hefur veitt undanþágu frá lögum um mat á umhverfisáhrifum og leyft urðun á sauðfé frá búum í Skagafriði sem skorið verður niður vegna riðuveiki. Urðað verður á aflögðum urðunarstað við Skarðsmóa í Skagafirði. Það er mat umhverfisráðuneytisins að það varði almannaheill að hraða fögrun dýranna og hún mæti því skilyrðum um undanþágu.
06.11.2020 - 15:18
Vill ekki leggja það á bændur að skera oft niður
Töluverð óvissa er um hvernig meðhöndla skuli fé sem skorið verður niður í Skagafirði eftir að riða kom upp í síðustu viku. Útlit er fyrir að farga þurfi meira en tvö þúsund fjár hið minnsta. Héraðsdýralæknir vill fá skýrari leiðbeiningar frá ráðuneytinu.
26.10.2020 - 12:09
Riða er sjúkdómur sem leikur bændur grátt
Riða hefur verið staðfest á einum bæ í Skagafirði í vikunni og samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðu er fé smitað á þremur bæjum til viðbótar. Riða er sjúkdómur sem veldur miklum búsifjum. Ekki er til nein lækning við honum.
25.10.2020 - 21:45
Riðan í Skagafirði hefur áhrif á búskap í Eyjafirði
Riðan á Stóru Ökrum 1 í Skagafirði hefur mikil áhrif á búskap sauðfjárbænda í Eyjafirði, sem tilheyra sama varnarhólfi. Haustið er helsti tími viðskipta með líflömb en slíkir flutningar milli bæja eru nú bannaðir.
22.10.2020 - 12:52
Grunur um riðuveiki í Skagafirði
Matvælastofnun segir sterkan grun uppi um að riðuveiki hafi komið upp á bænum Stóru-Ökrum 1 í Akrahreppi í Skagafirði. Því hefur bráðabirgðabann verið sett á allan flutning sauð- og geitfjár innan Tröllaskagahólfs uns greining hefur verið staðfest.
16.10.2020 - 14:48