Færslur: Reynslusögur

Reynsla
Gjá sem grefur undan fjölskyldum
Það að eignast barn veldur straumhvörfum í lífi fólks. Það hefst nýr kafli. Sá veruleiki sem tekur á móti foreldrum fyrstu árin eftir fæðingu barns getur þó líka valdið straumhvörfum. Leitt til þess að foreldrar séu heima án tekna mánuðum saman, missi jafnvel vinnuna .Ef kerfið væri fullkomið væri í því samfella; fyrst færu foreldrar í fæðingarorlof og að því loknu tæki eitthvað annað við, dagforeldrar eða leikskóli. Því er ekki alltaf fyrir að fara.
Á bak við tjöldin: Áreitni og ójöfn staða
Félag íslenskra leikara hefur farið þess á leit við stjórnvöld að þau láti rannsaka kynferðislega áreitni og ofbeldi í íslenska leikhúsheiminum. Leikkonur sem Spegillinn ræddi við höfðu sumar upplifað kynferðislega áreitni, aðrar ekki. Karlarnir sem rætt var við höfðu ekki upplifað áreitni en heyrt af henni. Allir könnuðust leikararnir við valdaójafnvægi innan leikhússins. Staða kvenna er að þeirra sögn ótryggari en karla.