Færslur: Reynisfjara

Landvernd hugnast illa að færa hringveginn við Vík
Landvernd leggst gegn því að hringvegurinn við Vík í Mýrdal verði færður að Dyrhólaósi og í göng gegnum Reynisfjall. Undirbúningur verkefnisins og mat á umhverfisáhrifum stendur nú yfir.
05.05.2022 - 22:00
Segir landeigendur ekki hindra öryggisúrbætur
Talsmaður landeigenda við Reynisfjöru hafnar algjörlega ásökunum um að þeir hafi staðið í vegi fyrir öryggisúrbótum í fjörunni. Hún krefur verkefnastjóra Landsbjargar um útskýringar því ásakanirnar séu eins og blaut tuska í andlitið.
12.11.2021 - 12:24
Ótækt að landeigendur stöðvi umbætur í Reynisfjöru
Verkefnastjóri slysavarna hjá Landsbjörg segir hluta landeigenda hafa staðið í vegi fyrir því að öryggi yrði bætt í Reynisfjöru þar sem ung kona lést í gær. Það sé ótækt að hægt sé að stöðva nauðsynlegar betrumbætur. 
Aðeins höfuðið stóð upp úr öldunum
Nokkrir menn stofnuðu sér í hættu í Reynisfjöru í gær þegar þeir gengu niður í flæðarmálið þar sem öldurnar brotnuðu á fjörunni. Eins og sjá má á myndum sem fylgja fréttinni áttu mennirnir fótum fjör að launa. Ekki mátti þó miklu muna að illa færi. Einn mannanna missti fótanna og á tímabili stóð aðeins höfuð hans upp úr öldunum. Hann náði þó að komast á fætur og upp í fjöruna áður en aldan sogaði hann út.
18.02.2020 - 17:06
Myndskeið
Fór úr axlarlið í Reynisfjöru
Kínverskur ferðamaður fór úr axlarlið í öldugangi í Reynisfjöru um miðjan dag í gær. Leiðsögumaður birti myndband á Facebook í gær sem sýndi kröftuga öldu kastast yfir nokkra ferðamenn í fjörunni í gær og hefur það vakið mikla athygli. Yfirlögregluþjónn segir algengt að ferðamenn virði ekki skilti í fjörunni. Sumir hafi jafnvel stungið sér til sunds.
12.11.2019 - 12:05
Myndskeið
Ferðamenn í háska við Reynisfjöru
Erlendur ferðamaður var hætt kominn þegar hann lenti undir öldu í miklum öldugangi við Reynisfjöru í dag. Algengt er að ferðamenn lendi í háska vegna kraftmikils öldugangs í fjörunni.  Þórólfur Sævar Sæmundsson, leiðsögumaður, birtir myndband af atvikunu á Facebook-síðunni Bakland Ferðaþjónustunnar.
11.11.2019 - 22:25
Viðtal
Óskar eftir fundi um Reynisfjöru
Ferðamálaráðherra hefur óskað eftir fundi með umhverfisráðherra vegna hættu á frekara berghruni í Reynisfjöru. Það sé áhyggjuefni að vita af fjölda fólks á stað þar sem slys hafa orðið. 
24.08.2019 - 19:04
Bergið í Reynisfjalli enn mjög óstöðugt
Enn er töluverð hætta á berghruni við Reynisfjöru og verður austurhluti fjörunnar áfram lokaður. Samkvæmt upplýsingum frá ofanflóðavakt Veðurstofunnar er bergið í Reynisfjalli, vestan við sárið þar sem skriðan féll á þriðjudag, mjög óstöðugt.
23.08.2019 - 16:45
Taka ákvörðun um lokun Reynisfjöru á morgun
Lögreglan á Suðurlandi setti upp nýja borða við Reynisfjöru í morgun sem girti af þann hluta fjörunnar þar sem stór skriða féll úr Reynisfjalli á þriðjudag.
22.08.2019 - 15:38
Skriðan hljóp fimmtíu metra frá fjallsrótum
Skriða sem féll Í Reynisfjöru á þriðjudag var um hundrað metrar á breidd og hljóp um fimmtíu metra frá rótum fjallsins út í sjó. Stærstu steinarnir í urðinni voru um þrír metrar í þvermál. Meðalþykkt skriðunnar er um fimm metrar og áætlað rúmmál hennar um 25 þúsund rúmmetrar. Mikil mildi þykir að enginn var á staðnum þegar skriðan féll.
22.08.2019 - 07:30
Reka ferðamenn úr Reynisfjöru
Lögreglan á Suðurlandi hefur þurft að reka ferðamenn úr Reynisfjöru sem var lokað eftir að skriða féll í hana. Sigurður Sigurbjörnsson, varðstjóri hjá Lögreglunni á Suðurlandi, kom í dag að um þrjátíu ferðamönnum á miklu hættusvæði í fjörunni, við jaðarinn þar sem skriðan féll.
21.08.2019 - 22:40
Skortir fjármagn til að fylgjast með hrunhættu
Útlit er fyrir áframhaldandi hrun í Reynisfjöru og athuganir sýna að klettabergið við fjöruna er talsvert sprungið. Sérfræðingur hjá Veðurstofunni segir að ekki hafi fengist fjármagn til að fylgjast með hrunhættu við Reynisfjöru eða aðra ferðamannastaði víða um land.
21.08.2019 - 12:34
Viðtal
Ferðamenn hafa virt lokanir
Stór skriða féll í Reynisfjöru í nótt og lögregla hefur lokað hluta fjörunnar. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni er viðbúið að fleiri skriður geti fallið á næstu dögum. Fyrstu athuganir benda til þess að skriðan sé svipuð að stærð og skriða sem féll þar árið 2005. Skriðan í nótt féll úr móbergsstapa sem er orðinn veðraður og bergið því óstöðugt. Karlmaður höfuðkúpubrotnaði í grjóthruni í fjörunni í gær og barn slasaðist minna. Skriðan í nótt féll úr tuga metra hæð og gekk út í sjó.
20.08.2019 - 19:35
Icelandair auglýsir fólk í hættu í Reynisfjöru
„Par fylgist með sólarupprás í Reynisfjöru.“ Þannig hljómar textinn sem fylgir mynd, sem flugfélagið Icelandair deilir á Instagram síðu sinni og merkir með myllumerkinu #mystopover, sem er hluti af nýrri auglýsingaherferð fyrirtækisins. Nýlega varð banaslys á þeim stað sem parið stendur á í Reynisfjöru og ný viðvörunarskilti hafa verið sett upp, til að vara við þeirri hættu sem felst í að fara svo langt niður í flæðarmálið eins og sést á myndinni.
03.03.2016 - 12:20
„Gerum það sem hægt er að gera“
„Við vonumst til þess að það verði komnar upp merkingar og einhver stýring á umferðinni niður í Reynisfjöru, þegar lögregluvakt lýkur þar í næstu viku“, segir Ásgeir Magnússon sveitarstjóri Mýrdalshrepps og formaður Almannavarnarnefndar Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu. Nefndin hélt fund í Vík í gær með fulltrúum lögreglu, björgunarsveita, heimamönnum og sérfræðingum.
17.02.2016 - 16:52