Færslur: Reynir Lyngdal

Viðtal
„Ég þori ekkert að segja hverjir þetta voru“
Auður Jónsdóttir rithöfundur á afmæli í mars og hélt hún upp á það á síðasta ári á Zoom-forritinu vegna samkomutakmarkana sem þá voru í fyrsta sinn hluti af kunnuglegum veruleika Íslendinga. Afmælið varð kveikja að handriti sjónvarpsmyndarinnar Sóttkví eftir Auði og Birnu Önnu Björnsdóttur, í leikstjórn Reynis Lyngdal, sem verður sýnd á RÚV í kvöld.
04.04.2021 - 09:00
„Þig grunar ekki hver, en þetta er maðurinn þinn“
Þegar Elma Lísa Gunnarsdóttir leikkona kynntist Reyni Lyngdal, leikstjóra og eiginmanni sínum, voru þau ekki orðin tvítug, bæði starfsmenn á kaffihúsinu sáluga Café au lait í Hafnarstræti í Reykjavík. Þau urðu strax góðir vinir en byrjuðu ekki saman fyrr en mörgum árum síðar. Hjónin komu í Gestaboð til Sigurlaugar Margrétar Jónasdóttur og sögðu frá listinni, bónorðinu og bransanum.
Segðu mér
Hægt að gera raunveruleikaþátt um Skaupsskrif ársins
Áramótaskaupið er á dagskrá á RÚV í kvöld eins og allir vita en Jakob Birgisson uppistandari er hluti af handritsteyminu í fyrsta skipti í ár. Jakob og Reynir Lyngdal leikstjóri segja að því fylgi mikið spennufall að fá loksins að sýna þjóðinni afurð margra vikna skrautlegrar vinnu.