Færslur: Reykjavíkurtjörn

Spegillinn
Einungis um 30 andarungar á Tjörninni í Reykjavík
Milli þrjátíu og fjörutíu andarungar komust á legg við Tjörnina í Reykjavík í sumar. Þetta sýna niðurstöður úr árlegri talningu. Fuglalífi við Tjörnina hefur hnignað á undanförnum árum, segir Ólafur K. Nielsen, fuglafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun
Vonar að viðbótarvatn komi í Tjörnina
Þórólfur Jónsson, deildarstjóri náttúru og garða hjá Reykjavíkurborg segir að lítið vatnsrennsli í Tjörnina sé áhyggjuefni. Ekki sé staðfest að byggingaframkvæmdum í Vatnsmýrinni sé um að kenna veðurfarsbreytingar hafi líka áhrif. Gerðar hafi verið kröfur um að grunnvatni og regnvatni úr Hlíðarendahverfi sé veitt út í mýrina. Þórólfur bindur vonir við að viðbótarvatn komi í Tjörnina frá Húsi Íslenskunnar þegar framkvæmdum þar er lokið. 
08.05.2020 - 09:18
Tjörnin í hættu vegna lítils vatnsrennslis
Vatnsrennsli í Tjörnina í Reykjavík er orðið mjög lítið vegna mikilla byggingaframkvæmda í Vatnsmýrinni. Ef vatn hættir að renna í Tjörnina hefur það mikil áhrif á lífríki hennar. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu um fuglalíf við Tjörnina. Finnur Ingimarsson, forstöðumaður Náttúrufræðistofu Kópavogs, segir að vatnasvið hennar sé ákaflega lítið. Vatn sem áður rann í hana sé veitt út í fráveitukerfi.
06.05.2020 - 14:15