Færslur: Reykjavíkurmaraþon

Sjónvarpsfrétt
Í dag var hlaupið til góðs
Í dag átti Reykjavíkurmaraþonið að fara fram eftir að því var frestað frá 20. ágúst þegar upprunalega átti að hlaupa. Mörg góðgerðarfélög og smærri hópar og einstaklingar nýttu daginn í daginn í dag til að láta gott af sér leiða.
Þurfa ekki að endurgreiða miða í Reykjavíkurmaraþonið
Samkæmt skilmálum við kaup á miða í Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fást miðar ekki endurgreiddir, en greint var frá í dag að hlaupinu yrði aflýst. Nokkuð hefur borið á óánægju með að ekki verði endurgreitt í ljósi óvenjulegra aðstæðna. Töluvert af gagnrýninni kemur frá erlendum þátttakendum sem eru ósáttir við að þurfa að breyta ferðaáætlunum sínum.
Áheitasöfnun gekk vel þó ekki hafi verið hlaupið
Tæpar 73 milljónir króna söfnuðust í áheit Reykjavíkurmaraþons í ár, þrátt fyrir að hlaupið hafi ekki farið fram. 159 góðgerðafélög njóta góðs af áheitunum.
01.09.2020 - 19:55
Allir sem hlaupa til góðs fá rafnræna verðlaunapeninga
Allir sem hlaupa til góðs í góðgerðarhlaupi Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka á laugardaginn fá afhentar rafrænar medalíur að hlaupi loknu. Medalíurnar eru í formi „filters“ á samfélagsmiðlum. Ekkert formlegt hlaup fer fram en fjöldi hlaupara sem ætla sér að hlapua engu að síður safnar enn áheitum.
21.08.2020 - 16:50
Myndskeið
Hljóp sitt eigið maraþon í Seljahverfi
22 ára hlaupagarpur lét ekki deigan síga þegar Reykjavíkurmaraþonið var blásið af heldur hljóp í dag sitt fyrsta maraþon, og gott betur, til styrktar góðu málefni. Hann hvetur aðra hlaupara til að hlaupa á eigin vegum, en ljóst er að góðgerðarfélög sem treysta á frjáls framlög verða fyrir höggi vegna þess að ekkert verður af maraþoninu.
15.08.2020 - 19:30
„Ég hugsa að ég haldi áfram að safna“
Björgvin Ingi Ólafsson, hlaupagarpur sem ætlaði að hlaupa heilt maraþon í Reykjavíkurmaraþoninu, segist sennilega ætla að halda áfram áheitasöfnun þrátt fyrir að hlaupinu hafi verið aflýst. Frímann Ari Ferdinandsson, framkvæmdastjóri Íþróttabandalags Reykjavíkur, sagði í Síðdegisútvarpi Rásar 2 í dag að áhersla sé lögð á að halda áfram áheitasöfnun hlaupara með einhverjum hætti.
04.08.2020 - 23:16
Óvíst hvort eða hvernig Reykjavíkurmaraþonið verður
Óvíst er hvort verður af Reykjavíkurmaraþoninu í ár eða með hvaða móti hlaupið verður haldið. Þetta segir Frímann Ari Ferdinandsson framkvæmdastjóri Íþróttabandalags Reykjavíkur. Um 4.000 hafa nú skráð sig í hlaupið, þar af 800 erlendis frá og verði ekki af hlaupinu gæti það sett mikið strik í fjárhag fjölmargra góðgerðarfélaga.
Talsverðar breytingar á Reykjavíkurmaraþoninu
Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fer fram samkvæmt venju í Reykjavík þann 22. ágúst næstkomandi. Talsverðar breytingar þarf þó að gera á fyrirkomulagi hlaupsins í ár vegna Covid-19 faraldursins. 
16.06.2020 - 19:30
Hlauparar söfnuðu tæplega 170 milljónum króna
Met var slegið í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþonsins sem hlaupið var í þrítugasta og sjötta sinn á Menningarnótt. Alls söfnuðust 167.481.404 krónur, rúmum tíu milljónum meira en í fyrra. 14.667 hlauparar tóku þátt í hlaupinu, Þátttökumet var slegið í 10 kílómetra hlaupinu þar sem 7203 tóku þátt og í þriggja kílómetra skemmtiskokki þar sem 2436 hlupu.
28.08.2019 - 13:12
Hlauparar hafa safnað yfir 160 milljónum
Áheitamet var slegið í Reykjavíkurmaraþoni í dag og hafa hlaupararnir safnað rúmlega 160 milljónum króna. Hægt verður að heita á þá til miðnættis á mánudag. Hlauparar hafa safnað áheitum fyrir ýmis góð málefni.
24.08.2019 - 18:14
Forsetahjónin tóku þátt í Reykjavíkurmaraþoni
Yfir 14.000 hlauparar voru skráðir í Reykjavíkurmaraþonið sem ræst var af stað í miðbæ Reykjavíkur í morgun í góðu veðri. Þeirra á meðal voru forsetahjónin, Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid. Eliza hljóp tíu kílómetra og Guðni hálft maraþon.
24.08.2019 - 13:37
Tím­ar í Reykja­vík­ur­m­araþon­inu ógild­ir
Sökum mistaka eru tím­ar þeirra sem kepptu í hálfu- og heilu maraþoni í Reykja­vík­ur­m­araþon­inu nú í síðasta mánuði ógild­ir. Þetta kom fram í fréttatilkynningu íþróttabandalags Reykjavíkur. Úrslit­in í grein­un­um standa þó enn.
03.09.2018 - 20:00
Arnar og Anna Íslandsmeistarar í maraþoni
Arnar Pétursson var fyrstur Íslendinga í mark í Reykjavíkurmaraþoninu í dag og setti íslenskt mótsmet. Anna Berglind Pálmadóttir varð Íslandsmeistari kvenna en hún hljóp á tímanum 3:11:14.
18.08.2018 - 12:09
Forsetinn nokkuð frá sínu besta
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, kom í mark í hálfmaraþoni í morgun á tímanum 1:48:40. Þetta er í 16. sinn sem Guðni hleypur hálfmaraþon og hann hefur oft verið fljótari. Ekki er nema vika síðan Guðni hljóp 21 kílómetra í Jökulsárhlaupinu.
McCormack og Petersson fyrst í hálfmaraþoni
Raymond McCormack Jr. frá Bandaríkjunum og Jess Draskau Petersson frá Danmörku komu fyrst í mark í hálfmaraþoni í Reykjavíkurmaraþoninu í morgun. Hlynur Andrésson og Elín Edda Sigurðardóttir voru fyrst Íslendinga í mark.
18.08.2018 - 11:07