Færslur: Reykjavíkurmaraþon

Talsverðar breytingar á Reykjavíkurmaraþoninu
Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fer fram samkvæmt venju í Reykjavík þann 22. ágúst næstkomandi. Talsverðar breytingar þarf þó að gera á fyrirkomulagi hlaupsins í ár vegna Covid-19 faraldursins. 
16.06.2020 - 19:30
Hlauparar söfnuðu tæplega 170 milljónum króna
Met var slegið í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþonsins sem hlaupið var í þrítugasta og sjötta sinn á Menningarnótt. Alls söfnuðust 167.481.404 krónur, rúmum tíu milljónum meira en í fyrra. 14.667 hlauparar tóku þátt í hlaupinu, Þátttökumet var slegið í 10 kílómetra hlaupinu þar sem 7203 tóku þátt og í þriggja kílómetra skemmtiskokki þar sem 2436 hlupu.
28.08.2019 - 13:12
Hlauparar hafa safnað yfir 160 milljónum
Áheitamet var slegið í Reykjavíkurmaraþoni í dag og hafa hlaupararnir safnað rúmlega 160 milljónum króna. Hægt verður að heita á þá til miðnættis á mánudag. Hlauparar hafa safnað áheitum fyrir ýmis góð málefni.
24.08.2019 - 18:14
Forsetahjónin tóku þátt í Reykjavíkurmaraþoni
Yfir 14.000 hlauparar voru skráðir í Reykjavíkurmaraþonið sem ræst var af stað í miðbæ Reykjavíkur í morgun í góðu veðri. Þeirra á meðal voru forsetahjónin, Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid. Eliza hljóp tíu kílómetra og Guðni hálft maraþon.
24.08.2019 - 13:37
Tím­ar í Reykja­vík­ur­m­araþon­inu ógild­ir
Sökum mistaka eru tím­ar þeirra sem kepptu í hálfu- og heilu maraþoni í Reykja­vík­ur­m­araþon­inu nú í síðasta mánuði ógild­ir. Þetta kom fram í fréttatilkynningu íþróttabandalags Reykjavíkur. Úrslit­in í grein­un­um standa þó enn.
03.09.2018 - 20:00
Arnar og Anna Íslandsmeistarar í maraþoni
Arnar Pétursson var fyrstur Íslendinga í mark í Reykjavíkurmaraþoninu í dag og setti íslenskt mótsmet. Anna Berglind Pálmadóttir varð Íslandsmeistari kvenna en hún hljóp á tímanum 3:11:14.
18.08.2018 - 12:09
Forsetinn nokkuð frá sínu besta
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, kom í mark í hálfmaraþoni í morgun á tímanum 1:48:40. Þetta er í 16. sinn sem Guðni hleypur hálfmaraþon og hann hefur oft verið fljótari. Ekki er nema vika síðan Guðni hljóp 21 kílómetra í Jökulsárhlaupinu.
McCormack og Petersson fyrst í hálfmaraþoni
Raymond McCormack Jr. frá Bandaríkjunum og Jess Draskau Petersson frá Danmörku komu fyrst í mark í hálfmaraþoni í Reykjavíkurmaraþoninu í morgun. Hlynur Andrésson og Elín Edda Sigurðardóttir voru fyrst Íslendinga í mark.
18.08.2018 - 11:07