Færslur: Reykjavíkurkjördæmi suður

Listi Miðflokks í Reykjavík-suður samþykktur
Framboðslisti Miðflokksfélags Reykjavíkur suður var samþykktur á félagsfundi í kvöld. Efsta sæti listans skipar Fjóla Hrund Björnsdóttir, stjórnmálafræðingur.
Oddvitakjör Miðflokksins í Reykjavík-suður hafið
Í dag hófst oddvitakjör Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi - Suður. Félagsmenn Miðflokksins í kjördæminu hafa nú tvo daga til þess að velja á milli Þorsteins Sæmundssonar, þingmanns og Fjólu Hrundar Björnsdóttur, framkvæmdastjóra þingflokks Miðflokksins.
Flækjustig hjá Miðflokknum við uppstillingar
Á morgun og á miðvikudaginn verður kosið um uppstillingarlista hjá Miðflokknum í Reykjavíkurkjördæmi norður og í Suðurkjördæmi. Tveir Miðflokksþingmenn sem áður voru í Flokki fólksins bætast við í oddvitabaráttunni. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður vill ekki skipta sér af uppstillingum.
Felldu tillögu um nýjan oddvita
Tillaga uppstillingarnefndar Miðflokksins um nýjan oddvita og framboðslista í Reykjavíkurkjördæmi suður fyrir alþingiskosningarnar í haust var felldur á félagsfundi í gærkvöld.
Lilja og Ásmundur Einar leiða lista Framsóknar
Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra og Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, leiða lista Framsóknarflokksins í Reykjavík fyrir alþingiskosningar í haust. Fyrrverandi borgarfulltrúi Samfylkingarinnar skipar þriðja sætið á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík suður.
Ráðherrar í efstu sætum hjá VG
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hrepptu efstu sætin í forvali Vinstri grænna fyrir alþingiskosningar í haust. Þær skipta því efstu sæti í sitt hvoru Reykjavíkurkjördæminu fyrir næstu kosningar eins og þær fjórar síðustu.
Formaður FEB í Reykjavík í framboð
Ingibjörg Sverrisdóttir, formaður Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni (FEB), gefur kost á sér í 4. - 5. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Prófkjörið verður 4. og 5. júní.
Sigríður sækist eftir öðru sæti í Reykjavík
Sigríður Á. Andersen, þingmaður og fyrrverandi dómsmálaráðherra, býður sig fram 2. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir Alþingiskosningarnar í haust.
Hildur sækist eftir 3. til 4. sæti í Reykjavík
Hildur Sverrisdóttir, aðstoðarmaður ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, sækist eftir 3. til 4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Brynjar stefnir á annað oddvitasætanna
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sækist eftir öðru sæti í prófkjöri flokksins í Reykjavík. Gangi það eftir leiðir hann lista í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæmanna. Áður hafa Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Guðlaugur Þór Þórðarson tilkynnt að þau sækist eftir efsta sæti í prófkjörinu, sem gefur oddvitasætið á framboðslista.
Diljá Mist stefnir á þriðja sæti í Reykjavík
Diljá Mist Einarsdóttir, hæstaréttarlögmaður og aðstoðarmaður utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, býður sig fram í 3. sæti í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík. Prófkjörið verður háð dagana 4. og 5. júní næstkomandi. 
Guðlaugur Þór vill halda efsta sætinu í Reykjavík
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, sækist áfram eftir efsta sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Prófkjörið verður háð dagana 4. til 5. júní næstkomandi samkvæmt ákvörðun Fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík. 
Tólf gefa kost á sér í forvali VG í Reykjavík
Tólf verða í framboði í forvali Vinstri grænna í Reykjavík sem haldið verður dagana 16. til 19. maí næstkomandi. Katrín Jakobsdóttir, forsætisræðherra og Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sækjast eftir fyrsta sæti í hvoru kjördæmi.
Kolbeinn tekur ekki sæti á lista VG í Suðurkjördæmi
Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, tekur ekki sæti á lista flokksins í Suðurkjördæmi. Hann gaf kost á sér til að leiða listann en lenti í fjórða sæti í forvali. Skorað hefur verið á Kolbein að gefa kost á sér á lista hjá flokknum í Reykjavík. Hann kveðst hrærður og upp með sér með fjölda áskorana en segist ekki hafa tekið ákvörðun um framboð í Reykjavík.
Halldóra og Björn Leví fara fyrir Pírötum í Reykjavík
Framboðslistar Pírata í Reykjavíkurkjördæmunum báðum liggja nú fyrir eftir sameiginlegt prófkjör. Þingmennirnir Björn Leví Gunnarsson og Halldóra Mogensen fara fyrir hvoru kjördæmi, Halldóra í því nyrðra en Björn Leví í því syðra.
62 í framboði í prófkjörum Pírata
Prófkjör Pírata í öllum kjördæmum hófust á miðvikudag í síðustu viku og standa fram á laugardag. Úrslit verða kynnt fljótlega eftir að prófkjörunum lýkur klukkan fjögur á laugardag og staðfestir listar næsta dag. Þó með þeim fyrirvara að prófkjör framlengjast ef lágmarksfjölda greiddra atkvæða hefur ekki verið náð klukkan fjögur á laugardag.
Stefnir í átök um efstu sætin
Útlit er fyrir að nokkur barátta verði um efstu sæti á framboðslistum flokkanna fyrir Alþingiskosningarnar 25. september. Stjórnmálaflokkarnir hafa ýmsan hátt á því hvernig valið er á lista en viðbúið er að nokkrar breytingar verði í efstu sætunum víða, enda eru þau takmörkuð auðlind.
Morgunútvarpið
Telur þriðja sæti í Reykjavík verða baráttusæti
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, telur þriðja sæti á listum flokksins í Reykjavíkurkjördæmum verða baráttusæti. Hann sagði í Morgunútvarpi Rásar tvö í morgun bæði hreina uppstillingu á framboðslista og prófkjör annmörkum háð.
Framsókn, Flokkur fólksins og Miðflokkur inni
Bæði Flokkur fólksins og Miðflokkurinn ná inn í Reykjavíkurkjördæmi suður og það gerir Framsóknarflokkurinn líka. Fyrstnefndu flokkarnir eru í fyrsta sinn að ná inn á þing og skoðanakannanir gáfu til kynna að Framsóknarflokkurinn yrði í vandræðum með að ná inn kjördæmakjörnum þingmönnum á höfuðborgarsvæðinu.
Þjóðfylkingin dregur alla lista sína til baka
Íslenska þjóðfylkingin hefur tilkynnt yfirkjörstjórnum að hún hafi dregið alla framboðslista sína til komandi þingkosninga til baka. Kjörstjórnirnar gerðu athugasemdir við meðmælendalista allra fjögurra framboðslista flokksins eftir að í ljós kom í stikkprufum að margir könnuðust ekki við að hafa mælt með framboðinu. Stór hluti undirskriftanna virtist vera með sömu rithönd.
Lilja og Lárus efst hjá Framsókn í Reykjavík
Lilja Alfreðsdóttir og Lárus Sigurður Lárusson verða oddvitar Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum í komandi alþingiskosningum. Listarnir voru staðfestir á aukakjördæmisþingi Framsóknarflokksins í Reykjavík í kvöld. Lilja skipar efsta sætið í Reykjavíkurkjördæmi suður eins og í síðustu kosningum og Lárus verður oddviti í Reykjavíkurkjördæmi norður, en þar var Framsóknarflokkurinn ekki með þingmann á nýafstöðu þingi.
Katrín og Svandís leiða í Reykjavíkurkjördæmum
Félagsfundur Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs samþykkti í kvöld tillögu kjörnefndar um frambjóðendur í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur. Sitjandi alþingismenn eru í þremur efstu sætunum í Reykjavíkurkjördæmi Norður og í tveimur efstu í Reykjavík Suður.
Guðlaug, Jasmina og Arngrímur nýir oddvitar
Stjórn Bjartrar framtíðar samþykkti nú í kvöld tillögur að uppstillingu í efstu sæti framboðslista sinna í öllum kjördæmum fyrir kosningarnar í lok mánaðar. Guðlaug Kristjánsdóttir, stjórnarformaður flokksins og forseti bæjarstjórnar í Hafnarfirði, leiðir listann í Norðvesturkjördæmi. Auk hennar koma Jasmina Crnac og Arngrímur Viðar Ásgeirsson inn sem nýir oddvitar. Þá skipta Óttarr Proppé, formaður flokksins, og Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra um kjördæmi á milli kosninga.
Langflestir stilla upp á framboðslista
Nær allir stjórnmálaflokkar ætla að stilla upp á framboðslista fyrir Alþingiskosningarnar 28. október. Forsvarsmenn flokkanna vísa margir hverjir í að það sé vegna tímasparnaðar því mjög stutt sé til kosninga. Píratar eru eini flokkurinn sem heldur prófkjör í öllum kjördæmum. Vinstri græn stilla upp í flestum kjördæmum en ekki er fullvíst að svo verði í Suðvesturkjördæmi. Það verður ákveðið á fundi kjördæmisráðs í Hafnarfirði í kvöld.
Nichole leiðir listann
Framboðslisti Bjartrar framtíðar fyrir Reykjavíkurkjördómi suður liggur nú fyrir. Nichole Leigh Mosty, leikskólastjóri á leikskólanum Ösp og formaður hverfisráðs Breiðholts, leiðir listann.