Færslur: Reykjavíkurkjördæmi norður

Vinstri græn stærst í Reykjavík norður
Vinstrihreyfingin grænt framboð er stærsti flokkurinn í Reykjavíkurkjördæmi norður, miðað við fyrstu tölur. Vinstri græn eru með 22% samkvæmt þeim tölum en Sjálfstæðisflokkurinn fylgir fæst á hæla þeirra með 21,7%. Flokkur fólksins fær mann á þing í kjördæminu en Miðflokkurinn og Framsóknarflokkurinn engan.
Þjóðfylkingin dregur alla lista sína til baka
Íslenska þjóðfylkingin hefur tilkynnt yfirkjörstjórnum að hún hafi dregið alla framboðslista sína til komandi þingkosninga til baka. Kjörstjórnirnar gerðu athugasemdir við meðmælendalista allra fjögurra framboðslista flokksins eftir að í ljós kom í stikkprufum að margir könnuðust ekki við að hafa mælt með framboðinu. Stór hluti undirskriftanna virtist vera með sömu rithönd.
Frambjóðendur í Reykjavík norður mætast
Fyrsta kjördæmaþættinum af sex var útvarpað á Rás tvö í dag. Þar komu fram oddvitar og fulltrúar þeirra 11 flokka sem bjóða fram í kjördæminu. Rætt var um húsnæðismál, málefni aldraðra og öryrkja og skilvirkni á Alþingi svo eitthvað sé nefnt. Næsti kjördæmaþáttur verður á Akureyri 12. október klukkan 17:30 og verður útvarpað á Rás 2.
Lilja og Lárus efst hjá Framsókn í Reykjavík
Lilja Alfreðsdóttir og Lárus Sigurður Lárusson verða oddvitar Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum í komandi alþingiskosningum. Listarnir voru staðfestir á aukakjördæmisþingi Framsóknarflokksins í Reykjavík í kvöld. Lilja skipar efsta sætið í Reykjavíkurkjördæmi suður eins og í síðustu kosningum og Lárus verður oddviti í Reykjavíkurkjördæmi norður, en þar var Framsóknarflokkurinn ekki með þingmann á nýafstöðu þingi.
Katrín og Svandís leiða í Reykjavíkurkjördæmum
Félagsfundur Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs samþykkti í kvöld tillögu kjörnefndar um frambjóðendur í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur. Sitjandi alþingismenn eru í þremur efstu sætunum í Reykjavíkurkjördæmi Norður og í tveimur efstu í Reykjavík Suður.
Guðlaug, Jasmina og Arngrímur nýir oddvitar
Stjórn Bjartrar framtíðar samþykkti nú í kvöld tillögur að uppstillingu í efstu sæti framboðslista sinna í öllum kjördæmum fyrir kosningarnar í lok mánaðar. Guðlaug Kristjánsdóttir, stjórnarformaður flokksins og forseti bæjarstjórnar í Hafnarfirði, leiðir listann í Norðvesturkjördæmi. Auk hennar koma Jasmina Crnac og Arngrímur Viðar Ásgeirsson inn sem nýir oddvitar. Þá skipta Óttarr Proppé, formaður flokksins, og Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra um kjördæmi á milli kosninga.
Langflestir stilla upp á framboðslista
Nær allir stjórnmálaflokkar ætla að stilla upp á framboðslista fyrir Alþingiskosningarnar 28. október. Forsvarsmenn flokkanna vísa margir hverjir í að það sé vegna tímasparnaðar því mjög stutt sé til kosninga. Píratar eru eini flokkurinn sem heldur prófkjör í öllum kjördæmum. Vinstri græn stilla upp í flestum kjördæmum en ekki er fullvíst að svo verði í Suðvesturkjördæmi. Það verður ákveðið á fundi kjördæmisráðs í Hafnarfirði í kvöld.
Vésteinn efstur hjá Alþýðufylkingu í Rvík-N
Vésteinn Valgarðsson, stuðningsfulltrúi, er í efsta sæti lista Alþýðufylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður fyrir næstu Alþingiskosningar.
Þorsteinn leiðir lista Viðreisnar í Reykjavík
Þorsteinn Víglundsson, fyrrverandi framkvæmdarstjóri Samtaka atvinnulífsins, skipar efsta sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík norður. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, lögfræðingur og fyrrverandi saksóknari, er í öðru sæti og Páll Rafnar Þorsteinsson, heimspekingur, er í því þriðja. Birna Hafstein, formaður Félags íslenskra leikara, er í fjórða sæti.
Gústaf leiðir Þjóðfylkinguna í Reykjavík
Gústaf Níelsson, sagnfræðingur og um tíma varamaður Framsóknarflokksins í mannréttindaráði Reykjavíkurborgar, mun leiða lista Íslensku þjóðfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Katrín og Svandís leiða í Reykjavík
Katrín Jakobsdóttir og Svandís Svavarsdóttir leiða lista Vinstri grænna í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur. Stjórn flokksins samþykkti tillögu uppstillingarnefndar í kvöld.
Vill umbótastjórn með Pírötum og Viðreisn
„Ég stefni bara að því að vera þátttakandi í því að mynda umbótastjórn með Pírötum, með Viðreisn og fleirum, sem fer hér í verulegar kerfisbreytingar. Mér sýnist að þessi listi gefi von um það. Við höfum hérna nýjan kandídat sem hefur einmitt barist fyrir kerfisbreytingum og gamlir jaxlar eru góðir með,“ segir Össur Skarphéðinsson, sigurvegarinn í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík.
Össur sigraði hjá Samfylkingunni í Reykjavík
Össur Skarphéðinsson þingmaður varð efstur í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir þingmaður lenti í öðru sæti og í þriðja sæti varð Eva H. Baldursdóttir lögfræðingur. Hún náði bestum árangri þeirra frambjóðenda í prófkjörinu sem ekki hafa setið á þingi. Helgi Hjörvar, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, varð í fjórða sæti.
Helga, Ragnar og Hólmsteinn í fyrsta sæti
Helga Þórðardóttir, Hólmsteinn A. Brekkan og Ragnar Þór Ingólfsson skipa efstu sæti lista Dögunar á höfuðborgarsvæðinu. Helga leiðir í Reykjavík suður en hún er jafnframt formaður flokksins, Hólmsteinn skipar efsta sæti í Reykjavík norður og Ragnar Þór leiðir í Suðvesturkjördæmi.
12 vilja á lista Samfylkingar í Reykjavík
Tólf frambjóðendur gefa kost á sér í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir alþingiskosningarnar í október. Framboðsfrestur rann út klukkan 19 í kvöld. Össur Skarphéðinsson, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir og Helgi Hjörvar sækjast öll eftir fyrsta sæti.
Ólöf Nordal efst á lista í Reykjavík
Ólöf Nordal er efst í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Talningu lauk á tólfta tímanum í kvöld. Ólöf lýsti ánægju eftir að fyrstu tölur bárust í fréttum Sjónvarps í kvöld. „Þetta er afgerandi niðurstaða fyrir mig í fyrsta sætið og mér sýnist listinn líka líta afar vel út. Þetta er jöfn skipting kynja, ólíkur bakgrunnur, þannig að mér líst mjög vel á.“
Björt framtíð birtir framboðslista sína
Björt framtíð birti í kvöld sex efstu menn á framboðslistum í öllum kjördæmum fyrir alþingiskosningarnar í október.
Þorsteinn ætlar fram fyrir Viðreisn
Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, ætlar að gefa kost á sér í komandi þingkosningum fyrir Viðreisn. Þorsteinn sækist eftir því að leiða flokkinn í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæmanna. Þorsteinn hefur látið af störfum sem framkvæmdastjóri SA og mun Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri, stýra starfi samtakanna þar til nýr framkvæmdastjóri hefur verið ráðinn.
Valgerður vill forystusæti í Reykjavík
Valgerður Bjarnadóttir hefur ákveðið að gefa kost á sér í fyrsta eða annað sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík. Í fréttatilkynningu sem hún sendi frá sér í kvöld segir hún meðal annars að það sé áríðandi að svara kalli fólks eftir nýrri stjórnarskrá sem byggi á tillögum stjórnlagaráðs.