Færslur: Reykjavíkurhöfn

Myndband
Flæddi yfir bryggju í Reykjavíkurhöfn
Á flóði klukkan hálfníu í morgun mældist sjávarhæð 4,64 metrar í Reykjavíkurhöfn og flæddi að hluta yfir Verbúðarbryggju3, sem er 4,5 metrar á hæð. Guðmundur Birkir Agnarsson, sjómælingamaður hjá Landhelgisgæslunni, segir eðlilegt að það hækki í höfninni þegar stórstreymt er en þetta sé þó meira en spáð var. Skýringin sé líklega lágur loftþrýstingur.
08.11.2021 - 11:04
Maður féll í sjóinn við Reykjavíkurhöfn
Mikill viðbúnaður var við Reykjavíkurhöfn nú rétt í þessu þegar maður féll í sjóinn. Að sögn Slökkviliðisins á höfuðborgarsvæðinu er verið að hlúa að manninum.
Lystisnekkjan A siglir á brott frá Íslandi
Lystisnekkjan A lagði úr höfn í Reykjavík fyrr í kvöld og mun ferðinni haldið til Gíbraltar.Snekkjan, sem er ein sú stærsta í heimi, hefur verið við Íslandsstrendur allt frá því í apríl síðastliðnum.
19.06.2021 - 23:44
Myndskeið
Mikill viðbúnaður í Reykjavíkurhöfn
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út rétt fyrir klukkan tíu í kvöld eftir að sjóþota (e. jet-ski) og gúmmíbátur rákust saman rétt fyrir austan Hörpu. Tveir voru á sjóþotunni og samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni slasaðist annar þeirra talsvert. Ekki er talið að hann sé í lífshættu.
17.08.2020 - 22:39