Færslur: Reykjavíkurflugvöllur

Innanlandsflugi aflýst í kvöld vegna veðurs
Öllu flugi til og frá Reykjavíkurflugvelli var aflýst síðdegis í dag og fram eftir kvöldi vegna veðurs. Nú er orðið hvasst á flugvellinum. Fjögur flug voru á áætlun til og frá Reykjavíkurflugvelli síðdegis og í kvöld, flug á milli Reykjavíkur og Vestmannaeyja, Ísafjarðar, Egilsstaða og Akureyrar.
16.04.2019 - 18:40
Taka verði ákvörðun um flugvallamál sem fyrst
Starfshópur sem skipaður var síðasta haust um framtíð Reykjavíkurflugvallar hefur lokið áfangaskýrslu sinni. Starfshópurinn leggur til að flugvallarskilyrði í Hvassahrauni verði að skoða með fullnægjandi hætti eins fljót og hægt er með nauðsynlegum rannsóknum er varða flug á svæðinu ásamt skipulagsmálum.
07.02.2018 - 20:52
Pólitískar ákvarðanir töfðu lokun flugbrautar
Annmarkar á stjórnsýslu Isavia og Samgöngustofu og einhliða ákvarðanir innanríkis­ráðherra sköpuðu óvissu og töfðu varanlega lokun flugbrautar 06/24 á Reykjavíkurflugvelli. Þetta kemur fram í nýrri stjórn­sýsluúttekt Ríkisendurskoðunar á lokun flugbrautarinnar sem gerð var að beiðni stjórn­skipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis.
Stórframkvæmdir á flugvelli ekki í áætlun
Óttarr Proppé, heilbrigðisráðherra og formaður Bjartrar framtíðar, segir að ekki sé gert ráð fyrir stórum framkvæmdum við Reykjavíkurflugvöll í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Hann þurfi að skoða betur tillögur samgönguráðherra um nýja flugstöð við völlinn.
25.06.2017 - 18:04
Hætt við flugtak vegna bilunar
Flugvél Flugfélags Íslands - Air Iceland Connect, á leið til Egilsstaða hætti við flugtak á Reykjavíkurflugvellli rétt áður en hún átti að taka á loft í hádeginu. Samkvæmt upplýsingum frá flugfélaginu varð bilunar vart; ljós hafi komið upp í mælaborði vélarinnar og flugmennirnir ákveðið að hætta við flugtak.
12.06.2017 - 14:00
Vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um flugvöllinn
18 þingmenn úr Sjálfstæðisflokki, Pírötum, Framsóknarflokki og  VG hafa lagt fram að nýju tillögu til þingsályktunar um ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkur flugvallar. Lagt er til að spurningin  „Vilt þú að flugvöllur og miðstöð innanlands- og sjúkraflugs verði áfram í Vatnsmýrinni í Reykjavík?" verði borin upp og henni svarað með jái eða neii. Á síðasta löggjafarþingi fluttu Ögmundur Jónasson og fleiri þingmenn samhljóða tillögu.
Starfsmaður kannar öryggishlutverk flugvallar
Jón Gunnarsson samgöngu og sveitarstjórnarráðherra segir að starfsmaður hafi verið ráðinn tímabundið í ráðuneytið til að fara sérstaklega yfir öryggishlutverk Reykjavíkurflugvallar og að sú úttekt nái bæði til sjúkraflugs og almannavarnahlutverks vallarins. Þetta kom fram í svari ráðherra við fyrirspurn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, þingmanns Framsóknarflokksins, sem spurði ráðherra á Alþingi síðdegis út í afstöðu hans til framtíðarstaðsetningar Reykjavíkurflugvallar.
06.02.2017 - 17:15
Miðstöð innanlandsflugs verði ekki í Keflavík
Jón Gunnarsson nýr samgönguráðherra segir að engin ákvörðun hafi verið tekin um annað en að miðstöð innanlandsflugs verði í Reykjavík. Ekki verði búið að leggja annan flugvöll áður en til standi að loka annarri flugbraut á Reykjavíkurflugvelli.
12.01.2017 - 08:18
FÍ hefði ekki notað þriðju flugbrautina í gær
Þó að norðaustur-suðvesturbraut Reykjavíkurflugvallar hefði verið opin í gær hefði ekki verið hægt að fljúga innanlands að mati framkvæmdastjóra Flugfélags Íslands. Flugmaður hjá Mýflugi segir hins vegar að lokunin hafi komið í veg fyrir að hægt hafi verið að lenda með hjartveikan mann í Reykjavík í gærkvöldi. Sá maður er nú kominn til heilsu.
29.12.2016 - 14:01
Rannsaka veðurfar við Hvassahraun
Icelandair Group hyggst láta framkvæma veðurfarsrannsóknir við Hvassahraun til að fullkanna flugvallarskilyrði. Rögnunefndin lagði til að flugvallarskilyrði Hvassahrauns yrðu könnuð.
22.11.2016 - 20:34
Sterk krafa um niðurstöðu í flugvallarmálinu
Framtíð Reykjavíkurflugvallar var rædd á opnum íbúafundi í Menningarhúsinu á Akureyri í dag. Borgarstjóri Reykjavíkur, Dagur B. Eggertsson, bæjarstjóri Akureyrarbæjar, Eiríkur Björn Björgvinsson og framkvæmdastjóri flugvallasviðs Isavia, Jón Karl Ólafsson héldu ræður og fóru yfir sína sýn á þessu heita umræðuefni.
Framtíðin liggur bæði í Keflavík og Vatnsmýri
Áætlun Flugfélags Íslands um að fljúga beint frá Keflavíkurflugvelli til Akureyrar snýst að mestu um að fjölga erlendum ferðamönnum í innanlandsflugi. Ferðirnar verða fleiri yfir vetrartímann, því þá koma ferðamenn í styttri ferðalög en á sumrin.
Það er búið að færa flugvöllinn
Dagur Hjartarson þarf hjálp.
15.09.2016 - 15:24
Höskuldur hjólar í Sigmund
Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokks, gagnrýnir formann flokksins í grein sem birtist í Fréttablaðinu í morgun. Höskuldur vísar þar í grein Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar í Morgunblaðinu 1. september síðastliðinn. Hann segist taka undir harða gagnrýni formannsins á sölu flugvallarlandsins í Vatnsmýri, en geri verulegar athugasemdir við ávirðingar gegn núverandi ríkisstjórn, rangar söguskýringar og villandi efnistök.
Vill fá Dag norður á fund
Bæjarstjórn Akureyrar vill fund með ráðherrum vegna lokunar neyðarbrautar í Reykjavík. Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks segir öryggi sjúklinga ógnað og vill borgarstjóra á opinn fund til að ræða við íbúa.
30.08.2016 - 13:27
Segir heimild í fjárlögum engu skipta
Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, segir að heimild í fjárlögum skipti engu um heimild stjórnvalda til að selja ríkiseignir. Þetta segir hann í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. Jón Steinar leggur þar út af umræðu um hvort ríkið hafi skort heimild til að selja Reykjavíkurborg land við suðvesturenda flugbrautarinnar á Reykjavíkurflugvelli sem hefur verið lokað.
Hæstiréttur: Ber að loka umdeildri flugbraut
Hæstiréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um umdeilda flugbraut á Reykjavíkurflugvelli. Loka þarf brautinni innan 16 vikna. Ella falla dagsektir á íslenska ríkið – ein milljón króna á dag. Reykjavíkurborg krafðist þess að ríkið stæði við samkomulag frá 2013 um að loka flugbrautinni.
Borgarlögmaður skilaði óformlegu áliti
Borgarlögmaður skilaði óformlegu áliti á afgreiðslu deiliskipulags Reykjavíkurflugvallar á meðan á fundi borgarstjórnar um málið stóð í gær. Samþykkt var á fundinum að auglýsa deiliskipulagið aftur.
Auglýsa deiliskipulag aftur
Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti í dag að auglýsa tillögu að nýju deiliskipulagi Reykjavíkurflugvallar. Samþykkt var að auglýsa tillöguna með 9 atkvæðum meirihlutans gegn 6 atkvæðum minnihlutans. Úrskurðarnefnd umhverfis-og auðlindamála felldi fyrra deiliskipulag úr gildi í desember, en það gerir meðal annars ráð fyrir að norðaustur-suðvesturbraut flugvallarins verði fjarlægð. Tillagan sem nú hefur verið samþykkt að auglýsa, er efnislega eins og fyrra deiliskipulag, sem fellt var úr gildi.
05.01.2016 - 16:16
Borgin áskilur sér rétt til bótakröfu
Þrátefli er milli innanríkisráðherra og meirihluta borgarstjórnar um lokun þriðju flugbrautarinnar á Reykjavíkurflugvelli þótt tvö ár séu liðin frá undirritun samkomulags þess efnis. Borgarstjóri áskilur sér rétt til að krefjast bóta.
Vélin gæti þurft að bíða í allt að 25 mín
Fjórar klukkustundir og fjörutíu mínútur gátu liðið frá því beiðni barst um sjúkraflug þar til lent var með sjúkling í bráðri lífshættu á Reykjavíkurflugvelli. Þetta kemur fram í skýrslu stýrihóps um flugvallarkosti á höfuðborgarsvæðinu.
26.06.2015 - 16:22
Aksturtími geti lengst um rúmar 11 mínútur
Búast má við að aksturstími frá flugvelli í Hvassahrauni á Landspítalann lengist um sjö og hálfa til ellefu og hálfa mínútu. Flugtími eykst að jafnaði um rúma mínútu. Hvassahraun er sá flugvallarkostur, sem Rögnunefnd skoðaði, sem lengst er frá Landsspítalanum í Fossvogi og Hringbraut.
26.06.2015 - 10:25
Rögnunefnd skilar um miðjan júní
Rögnunefndin svokallaða, stýrihópur sem kannar flugvallarkosti á höfuðborgarsvæðinu skilar lokaskýrslu eftir um hálfan mánuð, segir Ragna Árnadóttir formaður nefndarinnar.
01.06.2015 - 22:30
Ekki liggur fyrir samkomulag um framhaldið
Gert er ráð fyrir að Rögnunefndin, stýrihópur sem kannar flugvallarkosti á höfuðborgarsvæðinu, skili lokaskýrslu fyrsta júní, eða eftir ellefu daga. Samkomulag um framhaldið, að starfi stýrihópsins, sem Ragna Árnadóttir stýrir, liggur ekki fyrir.
21.05.2015 - 07:49
Borgin gagnrýnir frumvarp Höskuldar
Skipulagsvald yfir Reykjarvíkurflugvelli á að vera hjá íslenska ríkinu. Þetta kemur fram í meirihluta umsagna sveitarfélaga sem birtar hafa verið um frumvarp Höskuldar Þórhallssonar um skipulag flugvallarins. Reykjarvíkurborg gagnrýnir frumvarpið harðlega.