Færslur: Reykjavíkurflugvöllur

Sjónvarpsfrétt
Ráðuneyti setur áform um „nýjan Skerjafjörð“ á ís
Innviðaráðuneytið telur nýja byggð í Skerjafirði ógna rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar og krefst þess að framkvæmdum á svæðinu verði frestað.
11 þúsund tonn af malbiki
Næstu vikurnar verður aðeins önnur flugbrautin á Reykjavíkurflugvelli í notkun meðan malbikunarframkvæmdir standa yfir. 20 ár eru frá því að síðast var skipt um slitlag á vellinum.
Skora á Icelandair að draga uppsögn hlaðkonu til baka
Þrjú stéttarfélög flugstétta hafa lýst yfir stuðningi við baráttu Ólafar Helgu Adolfsdóttur, trúnaðarmanns Eflingar á Reykjavíkurflugvelli, sem Icelandair sagði upp í miðjum viðræðum um kjaramál. Félögin hafa skorað á Icelandair að draga uppsögn hennar til baka.
08.10.2021 - 15:11
Löng bið um borð í þotu sem snúið var til Keflavíkur
Boeing 737 MAX þotu Icelandair á leið frá Akureyri til Reykjavíkur í kvöld var snúið til Keflavíkur sökum sviptivinds við Reykjavíkurflugvöll. Farþegi segir að í Keflavík hafi tekið við glundroði og ríflega einnar og hálfrar stundar bið um borð í þotunni.
Stóraukin umferð einkaþotna af stærri gerðinni
Í júlí stórjókst umferð einkaþotna um Reykjavíkurflugvöll og var talsvert meiri en fyrir kórónuveirufaraldurinn. Vélarnar eru bæði stærri og þyngri en áður og sumir íbúar í grennd við völlinn eru komnir með nóg af hávaðanum. 
Skoða atvik í aðflugi að Reykjavíkurflugvelli
Rannsóknarnefnd samgönguslysa (RNSA) er með mál til skoðunar varðandi atvik sem varð í aðflugi vélar Icelandair frá Egilsstöðum til Reykjavíkur síðasta laugardag.
Unnið í takt við samkomulag um flugvallarmál
Vinna sem tengist Reykjavíkurflugvelli og hugsanlegum öðrum flugvelli í hans stað gengur sinn eðlilega gang, sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra, á Alþingi í dag. Hann svaraði þar fyrirspurn Njáls Trausta Friðbertssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, um hvernig staðið hefði verið við samkomulag Reykjavíkurborgar og stjórnvalda frá því í nóvember 2019 um að hrinda í framkvæmd verkefnum og nauðsynlegum rannsóknum vegna flugvallarmála á suðvesturhorni landsins.
Ríkiskaup býður til hönnunarsamkeppni um Fossvogsbrú
Ríkiskaup hefur fyrir hönd Vegagerðarinnar boðið til opinnar hönnunarsamkeppni um útlit og hönnun brúar yfir Fossvog.
Ótímabært að slá Hvassahraun út af borðinu
Í ljósi jarðhræringanna á Reykjanesskaga hafa spurningar vaknað um hvort ráðlegt sé að byggja nýjan flugvöll í Hvassahrauni. Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sagði á borgarstjórnarfundi í gær allar forsendur brostnar fyrir flugvallarstæði í Hvassahrauni og vill hún tryggja rekstraröryggi flugvallarins í Vatnsmýri. Borgarstjóri segir ótímabært að slá allan Reykjanesskaga út af borðinu vegna þess að þar sé virkt eldstöðvasvæði.
Nokkrar tafir við að komast flugleiðis norður í gær
Röð atvika varð til þess að farþegar með Air Iceland Connect frá Reykjavík til Akureyrar þurftu að bíða lengi í gær eftir því að komast endanlega af stað frá Reykjavíkurflugvelli. Bilun varð í jafnþrýstibúnaði Bombardier Q400 vél félagsins skömmu eftir flugtak þannig að snúa þurfti henni við.
Viðtal
Jarðhræringar gætu haft áhrif á áhættumat flugvallar
Jarðhræringar á Reykjanesskaga gætu kallað á endurmat á innviðauppbyggingu á svæðinu. Þetta segir Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Nýtt áhættumat, sem getur legið fyrir í lok þessa árs, gæti haft mikil áhrif á hvort Hvassahraun verður talið skynsamlegur staður fyrir flugvöll. 
Spurði um stöðuna ef flugvöllur væri í Hvassahrauni
Hvernig væru landsmenn settir með innanlandsflugið í Hvassahrauni og Reykjanesbrautina lokaða vegna hraunrennslis, spurði Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, á Alþingi í dag. Þingmenn ræddu innviði og þjóðaröryggi í ljós óveðra, snjóflóða, aurskriða og jarðaskjálftahrina síðustu missera í umræðu utan dagskrár.
Ráðherra minnir borgarstjóra á skuldbindingar sínar
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir það ótímabært og andstætt samkomulagi ríkisins og Reykjavíkurborgar að fjárfesta í flutningi fyrir kennslu- og einkaflug frá Reykjavíkurflugvelli og yfir á nýjan flugvöll í nágrenni höfuðborgarsvæðisins. Hann minnir borgina jafnframt á sínar skuldbindingar fyrir flugvöllinn í Vatnsmýri.
24 þingmenn vilja þjóðaratkvæði um framtíð flugvallar
24 þingmenn hafa lagt fram þingsályktunartillögu um að efnt skuli til ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar.
Borgarstjóri krefur ráðherra um nýjan flugvöll án tafar
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hefur sent Sigurði Inga Jóhannssyni samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra bréf þar sem hann krefst án tafar að fundinn verði nýr staður fyrir kennslu- og einkaflug í stað Reykjavíkurflugvallar. Borgarstjóri segir að framkvæmdirnar kæmu sér vel vegna erfiðleika í efnahagslífinu. Forseti Flugmálafélags Íslands segir borgina vinna á móti flugstarfsemi.
Borgarstjóri vill nýjan kennslu- og einkaflugvöll
Borgarráð tók í gær fyrir bréf borgarstjóra til Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytiss frá því í byrjun júlí þar sem Dagur B. Eggertsson borgarstjóri fer fram á það við ráðuneytið að fundinn verði nýr staður fyrir kennslu og einkaflug án tafar.
14.08.2020 - 19:22
Myndskeið
Mótmæli, gjörningur og flugvélartruflun á hátíðarhöldum
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra þurfti að gera hlé á hátíðarræðu sinni á Austurvelli þegar flugvél flaug yfir meðan á hátíðarhöldum stóð. Katrín brosti í fyrstu og leit svo til himins. Mótmæli settu nokkurn svip á hátíðarhöldin þar sem menn stilltu sér upp með mótmælaskilti fyrir aftan forsætisráðherra. Lögregla hafði svo afskipti af listamanninum Snorra Ásbjörnssyni þar sem hann hélt ræðu af svölum íbúðarhúss og kvaðst vera fyrsta karlkyns fjallkonan.
Kynnti tillögu um nýja flugstöð í Vatnsmýri
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, kynnti tillögu um byggingu nýrrar flugstöðvar á Reykjavíkurflugvelli á ríkisstjórnarfundi í dag. Flugstöðin er í mun verra ástandi en talið var í fyrstu. Nýleg ástandsskoðun á henni leiddi þetta í ljós.
Einkaþotan mætt að sækja blóðkornin
Einkaþotan sem fljúga á með hvít blóðkorn úr þremur Íslendingum á rannsóknarstofu í Kanada, lenti á Reykjavíkurflugvelli skömmu fyrir klukkan átta í kvöld.
Flugskýlið verður ekki rifið
Ekki kemur til þess að rífa þurfi viðhaldsstöð flugfélagsins Ernis vegna vegalagningar og Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður samgöngu- og skipulagsráðs, segir það miður að umræðan hafi farið í þennan farveg.
Tvívegis snúið við vegna bilunar á leið til Akureyrar
Flugvél Air Iceland Connect á leið til Akureyrar frá Reykjavík var tvívegis snúið til baka til Reykjavíkurflugvallar í morgun vegna vélarbilunar.
Öllu flugi aflýst í dag - Herjólfi snúið við í kvöld
Öllu innanlands- og millilandaflugi var aflýst í dag vegna veðurs. Landgangar á Keflavíkurflugvelli voru teknir úr noktun klukkan rúmlega eitt í nótt. Röskunin hafði áhrif á ferðir fjölda farþegar, þar á meðal 3.000 farþega Icelandair.
Icelandair vill innanlands- og alþjóðaflug á sama velli
Forsvarsmenn Icelandair Group telja að best færi á því að rekstur innanlandsflugs og alþjóðaflugs væri á sama flugvelli á suðvesturhorninu. Þá gagnrýnir félagið hversu langan tíma hefur tekið að kanna valkosti fyrir framtíð flugs á Íslandi.
Flugvallaróvissa áhyggjuefni fyrir landsbyggðina
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að sér þyki stórundarlegt að samgönguráðherra hafi undirritað samkomulag um framtíðarskipan flugvallarmála á suðvesturhorni landsins. Það sé í beinni andstöðu við samþykktir og stefnu flokks ráðherrans. Sigmundur Davíð segir þróunina hafa verið óheillavænlega.
Vilja tryggja rekstraröryggi flugvallarins í Vatnsmýri
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og borgarstjóri Reykjavíkur hafa undirritað samkomulag um framkvæmd á verkefnum og hefja nauðsynlegar rannsóknir í samræmi við tillögur stýrihóps um framtíðarskipan flugvallarmála á suðvesturhorni landsins.