Færslur: Reykjavíkurflugvöllur

Ráðherra minnir borgarstjóra á skuldbindingar sínar
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir það ótímabært og andstætt samkomulagi ríkisins og Reykjavíkurborgar að fjárfesta í flutningi fyrir kennslu- og einkaflug frá Reykjavíkurflugvelli og yfir á nýjan flugvöll í nágrenni höfuðborgarsvæðisins. Hann minnir borgina jafnframt á sínar skuldbindingar fyrir flugvöllinn í Vatnsmýri.
24 þingmenn vilja þjóðaratkvæði um framtíð flugvallar
24 þingmenn hafa lagt fram þingsályktunartillögu um að efnt skuli til ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar.
Borgarstjóri krefur ráðherra um nýjan flugvöll án tafar
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hefur sent Sigurði Inga Jóhannssyni samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra bréf þar sem hann krefst án tafar að fundinn verði nýr staður fyrir kennslu- og einkaflug í stað Reykjavíkurflugvallar. Borgarstjóri segir að framkvæmdirnar kæmu sér vel vegna erfiðleika í efnahagslífinu. Forseti Flugmálafélags Íslands segir borgina vinna á móti flugstarfsemi.
Borgarstjóri vill nýjan kennslu- og einkaflugvöll
Borgarráð tók í gær fyrir bréf borgarstjóra til Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytiss frá því í byrjun júlí þar sem Dagur B. Eggertsson borgarstjóri fer fram á það við ráðuneytið að fundinn verði nýr staður fyrir kennslu og einkaflug án tafar.
14.08.2020 - 19:22
Myndskeið
Mótmæli, gjörningur og flugvélartruflun á hátíðarhöldum
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra þurfti að gera hlé á hátíðarræðu sinni á Austurvelli þegar flugvél flaug yfir meðan á hátíðarhöldum stóð. Katrín brosti í fyrstu og leit svo til himins. Mótmæli settu nokkurn svip á hátíðarhöldin þar sem menn stilltu sér upp með mótmælaskilti fyrir aftan forsætisráðherra. Lögregla hafði svo afskipti af listamanninum Snorra Ásbjörnssyni þar sem hann hélt ræðu af svölum íbúðarhúss og kvaðst vera fyrsta karlkyns fjallkonan.
Kynnti tillögu um nýja flugstöð í Vatnsmýri
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, kynnti tillögu um byggingu nýrrar flugstöðvar á Reykjavíkurflugvelli á ríkisstjórnarfundi í dag. Flugstöðin er í mun verra ástandi en talið var í fyrstu. Nýleg ástandsskoðun á henni leiddi þetta í ljós.
Einkaþotan mætt að sækja blóðkornin
Einkaþotan sem fljúga á með hvít blóðkorn úr þremur Íslendingum á rannsóknarstofu í Kanada, lenti á Reykjavíkurflugvelli skömmu fyrir klukkan átta í kvöld.
Flugskýlið verður ekki rifið
Ekki kemur til þess að rífa þurfi viðhaldsstöð flugfélagsins Ernis vegna vegalagningar og Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður samgöngu- og skipulagsráðs, segir það miður að umræðan hafi farið í þennan farveg.
Tvívegis snúið við vegna bilunar á leið til Akureyrar
Flugvél Air Iceland Connect á leið til Akureyrar frá Reykjavík var tvívegis snúið til baka til Reykjavíkurflugvallar í morgun vegna vélarbilunar.
Öllu flugi aflýst í dag - Herjólfi snúið við í kvöld
Öllu innanlands- og millilandaflugi var aflýst í dag vegna veðurs. Landgangar á Keflavíkurflugvelli voru teknir úr noktun klukkan rúmlega eitt í nótt. Röskunin hafði áhrif á ferðir fjölda farþegar, þar á meðal 3.000 farþega Icelandair.
Icelandair vill innanlands- og alþjóðaflug á sama velli
Forsvarsmenn Icelandair Group telja að best færi á því að rekstur innanlandsflugs og alþjóðaflugs væri á sama flugvelli á suðvesturhorninu. Þá gagnrýnir félagið hversu langan tíma hefur tekið að kanna valkosti fyrir framtíð flugs á Íslandi.
Flugvallaróvissa áhyggjuefni fyrir landsbyggðina
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að sér þyki stórundarlegt að samgönguráðherra hafi undirritað samkomulag um framtíðarskipan flugvallarmála á suðvesturhorni landsins. Það sé í beinni andstöðu við samþykktir og stefnu flokks ráðherrans. Sigmundur Davíð segir þróunina hafa verið óheillavænlega.
Vilja tryggja rekstraröryggi flugvallarins í Vatnsmýri
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og borgarstjóri Reykjavíkur hafa undirritað samkomulag um framkvæmd á verkefnum og hefja nauðsynlegar rannsóknir í samræmi við tillögur stýrihóps um framtíðarskipan flugvallarmála á suðvesturhorni landsins.
Töluverð umferð um flugvöllinn á nóttunni
Síðustu þrjá mánuði var yfirgnæfandi meirihluti þeirra flugvéla sem lentu eða tóku á loft frá Reykjavíkurflugvelli að nóttu til í sjúkra- eða björgunarflugi. Nærri 80 lendingar og flugtök utan hefðbundins afgreiðslutíma á vellinum voru skráð í kerfi Isavia og tilkynnt til Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur á þessu tímabili. Flugvöllurinn er lokaður fyrir flugumferð á nóttunni, með ákveðnum undantekningum.
02.11.2019 - 10:45
Sjúkraflugvél fór í gæsager og stórskemmdist
Sjúkraflugvél Mýflugs lenti í gæsageri á flugbraut á Reykjavíkurflugvelli í dag. Flugvélin var í flugtaki á leið til Akureyrar með tvo sjúklinga sem átti að flytja norður. Flugvélin stórskemmdist en flugmennirnir náðu að stöðva hana á flugbrautinni. Áhöfnin, sjúklingar og sjúkraflutningamaður sluppu ómeidd en var nokkuð brugðið.
Hvassahraun vænsti kosturinn
Vænsti kosturinn fyrir borgarflugvöll Reykjavíkur er í Hvassahrauni að mati borgaryfirvalda í Reykjavík. Hvassahraun er ekki eini raunhæfi kosturinn en sá besti, að mati Dags B. Eggertssonar borgarstjóra.
24.05.2019 - 08:55
Fjöldi Þrista væntanlegur til Íslands
Fimmtán flugvélar af gerðinni DC-3 og C-47 lenda á Reykjavíkurflugvelli í næstu viku. Þær eru leið til Normandí í Frakklandi þar sem vélarnar taka þátt í athöfn 6. júní en þá eru 75 ár liðin frá innrás bandamanna í Frakkland, svokölluðum d-degi. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.
Innanlandsflugi aflýst í kvöld vegna veðurs
Öllu flugi til og frá Reykjavíkurflugvelli var aflýst síðdegis í dag og fram eftir kvöldi vegna veðurs. Nú er orðið hvasst á flugvellinum. Fjögur flug voru á áætlun til og frá Reykjavíkurflugvelli síðdegis og í kvöld, flug á milli Reykjavíkur og Vestmannaeyja, Ísafjarðar, Egilsstaða og Akureyrar.
16.04.2019 - 18:40
Taka verði ákvörðun um flugvallamál sem fyrst
Starfshópur sem skipaður var síðasta haust um framtíð Reykjavíkurflugvallar hefur lokið áfangaskýrslu sinni. Starfshópurinn leggur til að flugvallarskilyrði í Hvassahrauni verði að skoða með fullnægjandi hætti eins fljót og hægt er með nauðsynlegum rannsóknum er varða flug á svæðinu ásamt skipulagsmálum.
07.02.2018 - 20:52
Pólitískar ákvarðanir töfðu lokun flugbrautar
Annmarkar á stjórnsýslu Isavia og Samgöngustofu og einhliða ákvarðanir innanríkis­ráðherra sköpuðu óvissu og töfðu varanlega lokun flugbrautar 06/24 á Reykjavíkurflugvelli. Þetta kemur fram í nýrri stjórn­sýsluúttekt Ríkisendurskoðunar á lokun flugbrautarinnar sem gerð var að beiðni stjórn­skipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis.
Stórframkvæmdir á flugvelli ekki í áætlun
Óttarr Proppé, heilbrigðisráðherra og formaður Bjartrar framtíðar, segir að ekki sé gert ráð fyrir stórum framkvæmdum við Reykjavíkurflugvöll í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Hann þurfi að skoða betur tillögur samgönguráðherra um nýja flugstöð við völlinn.
25.06.2017 - 18:04
Hætt við flugtak vegna bilunar
Flugvél Flugfélags Íslands - Air Iceland Connect, á leið til Egilsstaða hætti við flugtak á Reykjavíkurflugvellli rétt áður en hún átti að taka á loft í hádeginu. Samkvæmt upplýsingum frá flugfélaginu varð bilunar vart; ljós hafi komið upp í mælaborði vélarinnar og flugmennirnir ákveðið að hætta við flugtak.
12.06.2017 - 14:00
Vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um flugvöllinn
18 þingmenn úr Sjálfstæðisflokki, Pírötum, Framsóknarflokki og  VG hafa lagt fram að nýju tillögu til þingsályktunar um ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkur flugvallar. Lagt er til að spurningin  „Vilt þú að flugvöllur og miðstöð innanlands- og sjúkraflugs verði áfram í Vatnsmýrinni í Reykjavík?" verði borin upp og henni svarað með jái eða neii. Á síðasta löggjafarþingi fluttu Ögmundur Jónasson og fleiri þingmenn samhljóða tillögu.
Starfsmaður kannar öryggishlutverk flugvallar
Jón Gunnarsson samgöngu og sveitarstjórnarráðherra segir að starfsmaður hafi verið ráðinn tímabundið í ráðuneytið til að fara sérstaklega yfir öryggishlutverk Reykjavíkurflugvallar og að sú úttekt nái bæði til sjúkraflugs og almannavarnahlutverks vallarins. Þetta kom fram í svari ráðherra við fyrirspurn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, þingmanns Framsóknarflokksins, sem spurði ráðherra á Alþingi síðdegis út í afstöðu hans til framtíðarstaðsetningar Reykjavíkurflugvallar.
06.02.2017 - 17:15
Miðstöð innanlandsflugs verði ekki í Keflavík
Jón Gunnarsson nýr samgönguráðherra segir að engin ákvörðun hafi verið tekin um annað en að miðstöð innanlandsflugs verði í Reykjavík. Ekki verði búið að leggja annan flugvöll áður en til standi að loka annarri flugbraut á Reykjavíkurflugvelli.
12.01.2017 - 08:18