Færslur: Reykjavíkurdætur

„Búnar að prófa á tónleikum og fólk er að missa sig“
Rappsveitin Reykjavíkurdætur lenti í öðru sæti Söngvakeppninnar með lagið Tökum af stað, sem á ensku nefnist Turn this around og hefur vakið mikla lukku. Nú hafa þær haldið nokkra tónleika og sent frá sér nýja útgáfu af bæði laginu og tónlistarmyndbandinu þar sem þær hafa bætt við erindum og allar fá að skína.
Útvarpsfrétt
Iceland Airwaves snýr aftur eftir 2ja ára covid-hlé
Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves snýr aftur í haust eftir tveggja ára hlé. Í dag var tilkynnt um fjórtán tónlistarmenn og hljómsveitir sem spila á hátíðinni. Viðburðarstjóri segir Iceland Airwaves skipta miklu máli fyrir tónlistarmenn.
23.03.2022 - 17:45
Stúdíó 12
„Þetta er að fara að vera svo geggjað partí“
Daughters of Reykjavík heitir rappsveitin tíu ára gamla sem komst í úrslit Söngvakeppninnar með lagi sínu Turn this around. Þær freista þess á laugardag að sigra keppnina og fá að flytja framlag Íslands í Eurovision 2022 sem er langþráður draumur þeirra. Þær eru miklir Eurovision-aðdáendur og segja sveitina sannarlega eiga heima í keppninni.
Söngvakeppnin
„Atriðið snýst um að valdefla“
Rappsveitin Reykjavíkurdætur hefur nú verið starfandi hljómsveit í níu ár og þau hafa sannarlega verið ævintýrarík. Þær hafa á þeim tíma meðal annars túrað Evrópu og troðið upp í Kanada og sett upp sýningu í Borgarleikhúsinu. Nú flytja þær lagið Tökum af stað í annarri undankeppni Söngvakeppninnar.
Reykjavíkurdætur taka af stað í nýju myndbandi
Tökum af stað í flutningi Reykjavíkurdætra er á meðal þeirra laga sem keppa í seinni undanúrslitum Söngvakeppninnar á laugardag. Þær hafa sent frá sér myndband við lagið þar sem þær sýna að þær eru sannarlega mættar og eru tilbúnar að taka af stað í ferðalagið.
Viðtal
Íslenskar konur sem rappa fá nauðgunar- og morðhótanir
Rappararnir í Reykjavíkurdætrum hafa margoft þurft að þola háð og ómálefnalega gagnrýni fyrir tónlist sína, klæðaburð, útlit og framkomu. Gert hefur verið gys að þeim í uppistandi og þær hafðar að háði og spotti á samfélagsmiðlum. Auk þess hafa þeim borist skuggalegar hótanir.
26.05.2021 - 13:55
Leiddist vinnan í lundabúð og fluttist til Parísar
Steiney Skúladóttir rappari, sjónvarps- og leikkona er mikil flökkukind. Hún hefur ferðast um Asíu og búið í Ástralíu, Bandaríkjunum og París þar sem hún lenti í þeirri leiðinlegu lífsreynslu, þegar hún vann á bar í borginni, að vera rekin úr vinnunni í fyrsta sinn á ævinni. Steiney er tilnefnd sem sjónvarpsmaður ársins á Edduverðlaunahátíðinni sem er á dagskrá RÚV í kvöld.
Ólympískur sviti og erótík hjá Ultraflex
Íslensk-norska dúóið Ultraflex gaf út sitt þriðja lag í vikunni, Never Forget My Baby, og því meðfylgjandi er sindrandi fagurt tónlistarmyndband uppfullt af léttleikandi spegilmyndarómans með snjóþveginni áferð og dúnmjúkum fókus.
Hvaða Reykjavíkurdóttir ert þú?
Hljómsveitin Reykjavíkurdætur, eða Daughters of Reykjavik, hefur birt einstaklega skemmtilegt próf á heimasíðu sinni þar sem hægt er að komast að því hvaða Reykjavíkurdóttir maður er.
Gagnrýni
Rapp í krafti kvenna
Soft Spot er ný plata Reykjavíkurdætra sem kalla sig nú Daughters of Reykjavik á alþjóðavísu. Soft Spot er plata vikunnar á Rás 2.
Reykjavíkurdætur - Soft Spot
Soft Spot er önnur breiðskífa Reykjavíkurdætra þar sem þær velta fyrir sér kostum og göllum þess að vera ung kona. Á plötunni rappa þær um samfélagsmiðlakvíða, peninga, vinasambönd og barneignir. Soft Spot segja dæturnar að sé langpersónulegasta útgáfa sveitarinnar. Þær kafi meira inn á við í textagerð, auk þess sem megin þorri plötunnar er taktsmíðaður og útsettur af Sölku Valsdóttur.
25.05.2020 - 14:55
Á lista yfir bestu tónleika ársins í Danmörku
Rappetturnar í Reykjavíkurdætrum hafa troðið upp víðsvegar um Evrópu undanfarið og spýttu þær meðal annars rímum sínum á tónleikahátíðinni Musik i Lejet síðasta sumar í Danmörku. Í síðustu viku birti tónlistartímaritið Bands of tomorrow lista yfir þá bestu á árinu þar í landi og tónleikar Dætranna þangað inn um nöfn á borð við Lizzo og Janelle Monae.
18.12.2019 - 12:18
Viðtal
„Verðum alltaf Reykjavíkurdætur á Íslandi“
Rappetturnar í Reykjavíkurdætrum sem hlutu sérstaka viðurkenningu í gær á degi íslenskrar tungu sendu nýverið frá sér nýjan smell. Þær kalla sig nú Daughters of Reykjavik og á væntanlegri plötu blanda þær saman íslensku og ensku í rímum sínum.
17.11.2019 - 10:16
Viðtal
Þeir sem segja ljóta hluti hafa ekki hlustað
Þrátt fyrir neikvæða umfjöllun og þrálátar gagnrýnisraddir sem fylgt hafa Reykjavíkurdætrum síðan þær komu fyrst fram eru þær eru ekki af baki dottnar. Glænýtt lag með þeim verður frumflutt í Pabbahelgum á sunnudag og plata frá þeim er tilbúin úr hljóðblöndun og væntanleg í verslanir og á streymisveitur í vor.
19.10.2019 - 13:00
Karlrapparar á Íslandi vaxa eins og lúpína
Í nýjum hlaðvarpsþáttum hjá RÚV núll fjalla Guðmundur Felixson og Hafdís Helga Helgadóttir um vinnumarkaðinn og hversu kynjaður hann getur verið. Í þessum fyrsta þætti er fjallað um tónlistarbransann.
13.05.2019 - 14:23
Reykjavíkurdætur - Beatles og aðrir bítlar
Í þættinum í dag heyrum við viðtöl við nokkra íslenska tónlistarmenn og hljómsveitir sem spiluðu á Eurosonic Festival í Hollandi núna um miðjan janúar.
03.02.2019 - 15:19
Stíga ölduna líkt og ABBA eftir Eurovision
Reykjavíkurdætur gerðu góða ferð til Hollands á dögunum þegar þeim hlotnaðist bæði MMETA verðlaunin og Public Choice verðlaunin á Eurosonic-hátíðinni í Groningen. Hlaðnar verðlaunagripum mættu þær í Stúdíó 12 og fluttu nokkur lög.
25.01.2019 - 16:01
Viðtal
Heimurinn þarf á okkur að halda
Hljómsveitin Reykjavíkurdætur fékk í gær MMETA verðlaunin, Music Moves Europe Talent Awards, á Eurosonic-hátíðinni í Groningen í Hollandi. Þær hlutu við sama tækifæri Public Choice-verðlaunin.
18.01.2019 - 15:09
Reykjavíkurdætur hljóta nýju MMETA verðlaunin
Reykjavíkurdætur eru meðal tólf hljómsveita og listafólks sem hljóta MMETA verðlaunin, Music Moves Europe Talent Awards, sem afhent verða í Groningen í Hollandi í janúar.
20.11.2018 - 18:45
Reykjavíkurdætur tilnefndar til verðlauna ESB
Reykjavíkurdætur eru tilnefndar til tónlistarverðlauna á vegum Evrópusambandsins sem kallast Music Moves Europe Forward. Þær eru meðal 24 listamanna sem eru tilnefndir í sex flokkum.
24.09.2018 - 11:24
Ekkert drama hjá Reykjavíkurdætrum og Svölu
Reykjavíkurdætur hafa mörg járn í eldinum þessa dagana. Rappsveitin spilar á tónlistarhátíðinni LungA á Seyðisfirði í kvöld en í dag senda þær einnig frá sér nýtt lag í samstarfi við Svölu Björgvins sem nefnist Ekkert drama.
21.07.2018 - 10:47
Algjörlega á okkar forsendum
Lagið Bossy er nýjasta nýtt frá Reykjavíkurdætrum en það er unnið í samstarfi við strákana í Balcony Boyz. Myndbandið við lagið hefur vakið athygli og einhverjum gæti fundist það stangast á við feminísk gildi dætranna.
17.05.2018 - 08:57
Puzzy Patrol blæs til tónleika hip hop-kvenna
Viðburðarfyrirtækið Puzzy Patrol blæs laugardaginn 20. janúar til stórtónleika þar sem eingöngu kvenrapparar koma fram, auk þess sem málþing um stöðu kvenna innan hip hop-menningarinnar verður haldið fyrr um daginn.
15.01.2018 - 14:30
Tónaflóð 2017 - brot af því bezta*
Í Rokklandi dagsins verður boðið upp á brot af því besta frá Tónaflóði Rásar 2 sem fór fram á Arnarhóli í gærkvöldi.
20.08.2017 - 13:42
Gagnrýni
Reiðar og mjúkar Reykjavíkurdætur
Leikhúsgagnrýnandi Víðsjár brá sér á sýningu Reykjavíkurdætra á Litla sviði Borgarleikhússins. Hún veltir fyrir sér hvort játningarmenningin flækist inn í sýninguna af írónískum ástæðum eða hvort innri togstreita Reykjavíkurdætra, að vera bæði mjúk kona og reiður rappari, sé orsökin.