Færslur: Reykjavík

„Borgin sem við eigum er svo frábær“
„Það er skemmtilegt að segja fólki frá því að það hafi verið fangelsi í stjórnarráðinu,“ þetta segir leiðsögumaður sem í kvöld leiddi hóp spænskumælandi borgarbúa um miðborgina. Reykjavík Safarí, menningarganga á sex tungumálum, fór í kvöld fram í ellefta skipti. 
11.07.2019 - 22:32
Brunnlok flaug á mótorhjól
Einar Magnús Magnússon lenti í óvenjulegu slysi þegar hann var við akstur á bifhjóli sínu á frárein af Bústaðavegi niður á Kringlumýrarbraut. Fyrir einskæra mildi slapp hann ómeiddur en hjólið hans skemmdist mikið.
31.05.2019 - 13:24
Berjast gegn lokun hverfisskóla í Staðahverfi
Foreldrar nemenda í Kelduskóla-Korpu í Staðahverfi í Grafarvogi ætla að berjast gegn hugmyndum borgarinnar um að loka skólanum og hafa safnað á níunda hundrað undirskrifta. Viðmælendur segja að fólk sé orðið langþreytt á óvissu um skólastarf í hverfinu. Fólk vilji miklu frekar að skólinn verði efldur en að láta leggja hann niður.
20.03.2019 - 11:30
Mótmæla mögulegri lokun skóla í Grafarvogi
Rúmlega 800 manns hafa ritað nafn sitt á undirskriftalista gegn tillögum skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar um að loka Kelduskóla-Korpu í Grafarvogi. Nemendum þar hefur fækkað mikið undanfarin ár og eru þeir nú 61 og til skoðunar er að færa nemendur í annan skóla. Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs, segir að enn hafi ekkert verið ákveðið varðandi breytingar á skólastarfi í norðanverðum Grafarvogi, starfshópur fari yfir mismunandi valkosti og leggi fram tillögur í lok apríl.
19.03.2019 - 10:41
Slökkvistarfi lokið í Seljaskóla
Slökkvilið er búið að ráða niðurlögum elds sem kom upp í Seljaskóla í Breiðholti í kvöld. Eldur logaði í gangi á milli bygginga og læsti sig svo í þakið. Ekki er vitað til þess að neinn hafi verið inni í byggingunni. Fjórir slökkviliðsbílar og einn sjúkrabíll voru sendir á vettvang. Útkallið barst um klukkan 20:00. Verið er að reykræsta skólann.
SÍS hvatti til kjörsóknarsendinga
Samband íslenskra sveitarfélaga (SÍS) hvatti til þess að sveitarfélög til þess að senda ungu fólki hvatningu um að fara á kjörstað fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í fyrra. Í þeim tilgangi samdi SÍS skilaboð sem sveitarfélög gátu notað á mismunandi miðlum til þess að auka kosningaþátttöku.
12.02.2019 - 18:59
Úttekt
Óhefðbundið húsnæði: Í garðinum hjá M og P
Fjölskylda á Kjalarnesi gekk með hugmyndina í maganum í nokkur ár, ákvað svo, eftir að byggingareglugerðin var rýmkuð, að láta slag standa og reisti 35 fermetra hús í garðinum. Í haust flutti elsti sonurinn, 19 ára, inn. Í Reykjavík er þetta sjaldnast möguleiki, það er of lítið pláss á lóðunum. Borgin horfir til annarra leiða til að fjölga íbúðum í grónum hverfum og nýtt hverfisskipulag í Árbæ gerir ráð fyrir að fólk geti breytt bílskúrum í leiguíbúðir. 
Borgarlögmaður leggur ekki mat á saknæmi
Borgarlögmaður er ekki í aðstöðu til að leggja mat á það hvort saknæm háttsemi kunni að hafa átt sér stað í tengslum við braggamálið. Engin slík athugun hefur farið fram eða er fyrirhuguð af hálfu borgarlögmanns. Þetta kemur fram í svari Ebbu Schram, borgarlögmanns, við fyrirspurn fréttastofu, um það hvort grunur sé um saknæmt athæfi í tengslum við málið.
13.01.2019 - 10:37
Tafir vegna árekstrar á Sæbraut
Tveir bílar lentu í árekstri á gatnamótum Sæbrautar og Dalbrautar í Reykjavík klukkan rúmlega 15 í dag. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu var einn í hvorum bíl. Svo virðist sem meiðsli þeirra séu minni háttar.
04.01.2019 - 15:28
Viðtal
Ekkert pósthús lengur í Pósthússtræti
Tímamót urðu í Pósthússtræti í miðbæ Reykjavíkur í dag þegar skellt var í lás á pósthúsinu í síðasta sinn. Pósthús hefur verið á horni Austurstrætis og Pósthússtrætis í meira en öld, frá árinu 1916. Enn lengur hefur verið pósthús við götuna því að frá 1872 var pósthús í timburhúsi þar sem nú er Hótel Borg.
27.12.2018 - 19:40
Viðtal
Mikilvægt að stunda sjósund af ró og yfirvegun
Sjúkrabílar voru kallaðir út nær daglega í síðustu viku vegna sjósundsfólks sem ofkældist í Nauthólsvík. Margt sundfólk er að taka sín fyrstu sundtök í sjónum og áttar sig ekki á hættunni sem fylgir kólnandi veðri.
04.11.2018 - 19:31
Bílaumferð hleypt á Laugaveg á ný
Opnað verður fyrir bílaumferð um næstu mánaðamót um þær götur í miðborg Reykjavíkur sem hafa verið göngugötur í sumar. Borgarstjórn samþykkti á dögunum að fela umhverfis- og skipulagssviði borgarinnar að gera tillögu að útfærslu Laugavegs og Bankastrætis sem göngugötur allt árið ásamt þeim götum í Kvosinni sem til greina koma sem göngugötur.
21.09.2018 - 22:29
Myndskeið
Eldur kviknaði í sendiferðabíl á Miklubraut
Eldur kviknaði í sendiferðabíl á Miklubraut við Klambratún nú fyrir stundu. Slökkvilið er á vettvangi. Ekki er vitað til þess að neinn hafi slasast í eldsvoðanum, samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. Töluverðar tafir eru á umferð vegna eldsins.
Fjórir á slysadeild eftir sjö bíla árekstur
Fjórir voru fluttir á slysadeild nú eftir hádegi eftir að sjö bíla árekstur varð á gatnamótum Bústaðavegar og Flugvallarvegar í Reykjavík. Samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins er enn verið að vinna á vettvangi slyssins.
05.09.2018 - 14:08
Lögregla leitar vitna vegna slyss í miðbænum
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vill ræða við fólkið sem er á myndunum með fréttinni vegna rannsóknar á slysi í miðbæ Reykjavíkur 30. júní síðastliðinn. Lögregla telur að svo geti verið að fólkið hafi orðið vitni að málsatvikum áður en slysið átti sér stað.
31.08.2018 - 11:22
Myndskeið
Hræ af hval í sjónum við Sæbraut
Hræ af hval er á reki í sjónum við Sæbraut í Reykjavík. Lögregla fékk tilkynningu um hræið rétt fyrir klukkan tíu í morgun. Samkvæmt upplýsingum frá Faxaflóahöfnum er ekki ósennilegt að það sé af annarri andarnefjunni sem rak á land í Engey á dögunum.
26.08.2018 - 13:58
Betur gengur að manna stöður í skólum
Búið var að ráða í 94 prósent stöðugilda í leikskólum í Reykjavík í gær. Enn er óráðið í 61,8 stöðugildi, að því er fram kemur í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Á sama tíma í fyrra átti eftir að ráða í 120 stöður á leikskólum borgarinnar.
21.08.2018 - 16:33
Dagskrá menningarnætur 2018
Menningarnótt verður haldin á afmælisdegi Reykjavíkurborgar þann 18. ágúst. Ýmsir skemmtikraftar og listafólk skemmta þar gestum auk þess sem borgarbúar bjóða upp á dagskrá í húsagörðum og sundum.
14.08.2018 - 16:25
Lög brotin við ráðningu borgarlögmanns
Kærunefnd jafnréttismála hefur komist að þeirri niðurstöðu að Reykjavíkurborg hafi brotið jafnréttislög við ráðningu borgarlögmanns í ágúst í fyrra. Þegar embættið var auglýst bárust tvær umsóknir, frá hæstaréttarlögmönnunum Ebbu Schram og Ástráði Haraldssyni.
12.07.2018 - 14:14
Telur húsnæðisvanda utangarðsfólks viðvarandi
Ýmsu er ábótavant varðandi stjórnsýslu þegar kemur að húsnæðismálum utangarðsfólks í Reykjavík, samkvæmt áliti umboðsmanns Alþingis um þær lagalegu skyldur sem hvíla á sveitarfélögum um lausn á húsnæðisvanda þess hóps. Hann komst einnig að þeirri niðurstöðu að reglur borgarinnar um félagslegar leiguíbúðir og sérstakar húsaleigubætur séu ekki nógu skýrar.
11.07.2018 - 13:35
Pétur Marteinn fer yfir nýjan meirihluta
Pétur Marteinn Urbancic Tómasson mætti í Núllið og fór yfir það helsta um nýja meirihlutann sem myndaður var síðast liðinn miðvikudag.
13.06.2018 - 16:01
Viðtal
Leggja áherslu á húsnæðismálin
Píratar, Samfylking, Vinstri græn og Viðreisn ætla á morgun að hefja formlegar viðræður um myndun meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur. Tilkynnt var um þessa ákvörðun á sjöunda tímanum í dag.
Viðtal
Viðreisn í lykilstöðu í borginni
Viðreisn er í lykilstöðu eftir borgarstjórnarkosningarnar, aðrir flokkar hafa verið að biðla til þeirra og það lítur út fyrir að þau hafi gefið þeim öllum undir fótinn, að dómi Evu Heiðu Önnudóttur, stjórnmálafræðings. Rætt var hana í hádegisfréttum útvarps.
Húsnæðismálin í brennidepli hjá ungu fólki
Aðeins örfáir dagar eru í sveitastjórnarkosningarnar og margir enn óákveðnir hvað þeir eigi að kjósa. Ungt fólk er þar engin undantekning.
24.05.2018 - 13:41
Viðtal
Oddvitar tókust á í Vikulokunum
Oddvitar Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks í borginni, þeir Dagur B. Eggertsson og Eyþór Arnalds, tókust á í útvarpsþættinum Vikulokunum á Rás 1 nú fyrir hádegi.