Færslur: Reykjavik festival

Heimildarmynd: Reykjavík Festival
Fílharmóniuhljómsveit Los Angeles stóð í apríl fyrir tíu daga tónlistarveislu tileinkaðri íslenskri tónlist. Bræðurnir Unnsteinn Manuel og Logi Pedro, ásamt Haraldi Jónssyni voru á ferð í borg englanna og náðu að fanga brot af tónlistarsprengjunni íslensku, Reykjavík Festival, sem birtist hér í stuttri heimildarmynd.
04.07.2017 - 16:33
Reykjavík kemur til LA
Reykjavík Festival hefst næstkomandi föstudag í Disney Hall tónlistarhöllinni í Los Angeles, þar sem glittir í fjölmargar hliðar íslensks tónlistarlífs.