Færslur: Reykjavik

Á undan áætlun við að rampa upp Reykjavík
Átakið Römpum upp Reykjavík gengur hraðar en áætlað var. Stefnt var að því að setja upp aðgengisrampa við hundrað fyrirtæki í miðborginni fyrir 10. mars á næsta ári. Haraldur Þorleifsson, stjórnandi hjá Twitter, stofnandi hönnunarfyrirtækisins Ueno, hvatamaður verkefnisins og helsti stuðningsaðili þess, greinir frá því í færslu á Twitter að búið sé að setja upp hundrað rampa og að kostnaður við þá sé töluvert undir áætlun.
Slökkt á hleðslustöðvum í Reykjavík í dag
Slökkt verður á 150 götuhleðslustöðvum Orku náttúrunnar fyrir rafbíla í Reykjavík í dag vegna þess að útboð vegna hleðslustöðvanna var gallað.
28.06.2021 - 09:20
Sennilegt að Flokkur fólksins skoði stöðu Ásgerðar Jónu
Kolbrún Baldursdóttir, oddviti Flokks fólksins í Reykjavík, segir sennilegt að stjórn flokksins taki til skoðunar ásakanir á hendur Ásgerði Jónu Flosadóttur, formanni Fjölskylduhjálpar og varaborgarfulltrúa flokksins. Ásgerður átti sæti í mannréttindaráði borgarinnar þar til hún fór í veikindaleyfi og var varamaður í velferðarráði. Kolbrún segist telja að Ásgerður komi aftur eftir veikindaleyfi í janúar en ekki náðist í Ásgerði við vinnslu fréttarinnar.
Segir Menningarnótt almennt hafa gengið vel
Mikið var að gera hjá lögreglunni á Höfuðborgarsvæðinu í gærkvöld og í nótt vegna Menningarnætur. Talið er að á annað hundrað þúsund hafi komið í miðborgina. Jóhann Karl Þórisson aðstoðaryfirlögregluþjónn segir að almennt hafi gengið vel. „Það voru 141 verkefni. Fimm líkamsárásir, svona minniháttar stimpingar bara. Það er alveg ásættanlegt miðað við mannfjölda og stuðið í bænum,“ segir Jóhann. Þetta sé svipað magn mála og í fyrra þrátt fyrir að fleiri hafi lagt leið sína í miðborgina.
25.08.2019 - 12:45
Akstursstefnu Laugavegar snúið síðar í maí
Akstursstefnu á hluta Laugavegar verður breytt síðar í mánuðinum. Ökumönnum sem aka upp Klapparstíg verður beint til vinstri, austur Laugaveg, en ekki til hægri eins og verið hefur þegar breytingarnar verða gerðar síðar í mánuðinum. Breytingarnar eru gerðar til þess að draga úr neikvæðum áhrifum bílaumferðar á Laugavegi og verður fyrirkomulagið svona til 1. október. Nokkrum götum í miðbæ Reykjavíkur verður breytt í göngugötur í dag.
01.05.2019 - 09:19