Færslur: Reykjanesskagi

Ekkert sérstakt ferðaveður við gosstöðvarnar
Lögreglan á Suðurnesjum varar fólk við veðrinu við gosstöðvarnar í dag.
18.04.2021 - 10:14
Snjókoma verður við gosstöðvarnar um miðjan daginn
Gosstöðvarnar í Geldingadölum verða aðgengilegar almenningi frá hádegi í dag til klukkan níu í kvöld en rýming hefst tveimur tímum síðar og gert ráð fyrir að henni ljúki um miðnætti. Um miðjan dag snjóar á svæðinu en með kvöldinu er búist við að gas safnist upp við gosstöðvarnar.
Myndskeið
Ógnvænleg og heillandi fegurð eldgíga í Geldingadölum
Þótt hraunrennslið úr gígunum fjórum í Geldingadölum sé lítið í samanburði við flest önnur gos er sjónarspilið óneitanlega tilkomumikið. Gosið hefur laðað að sér þúsundir eða tugi þúsunda ferðalanga og enn dreymir marga bæði hérlendis og erlendis um að fá að heimsækja gosið og ná af sér ódauðlegri ljósmynd með bjarmann í baksýn.
Vakt verður við gosstöðvarnar til miðnættis
Lögregla og Björgunarsveitir vakta gosstöðvarnar í Geldingadölum miðnættis en þar verður lokað klukkan 21 í kvöld. Rýming svæðisins hefst tveimur tímum síðar og ætlað að henni verði lokið um miðnætti.
Gasmengun leggur yfir norðanverðan Reykjanesskaga
Gasmengunin við og frá gosstöðvunum í Geldingadölum er svipuð og í gær. Samkvæmt spálíkani Veðurstofu Íslands eru líkur á gasmengun milli Voga og Hafna í dag. 
Gasmengun í byggð næsta sólarhring
Samkvæmt spá Veðurstofu Íslands nær gasmengun til byggða næsta sólarhringinn. Í nótt verður einhver mengun yfir norðanverðum Reykjanesskaga og höfuðborgarsvæðinu. Í fyrramálið verður líklega gasmengun yfir Vatnsleysuströnd.
Þyrla gæslunnar sótti veikan mann nærri gosstöðvunum
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út að Suðurstrandarvegi við upphaf gönguleiðarinnar að gosstöðvunum í Geldingadölum á tíunda tímanum í kvöld vegna alvarlegra veikinda að sögn Lögreglunnar á Suðurnesjum.
Lokað fyrir aðgengi að gosstöðvunum klukkan níu í kvöld
Lokað verður fyrir aðgengi almennings að gosstöðvunum klukkan níu í kvöld og búist við að rýmingu verði lokið um miðnætti. Opnað verður að nýju um hádegi á morgun. 
Myndskeið
Magnað sjónarspil við nýju sprunguna í Geldingadölum
Ný sprunga opnaðist á gosstöðvunum í Geldingadölum í nótt á afmörkuðu hættusvæði. Ekki er útilokað að fleiri sprungur opnist á því svæði að sögn náttúruvársérfræðings á Veðurstofu Íslands.
10.04.2021 - 15:38
Hraunrennslið hefur aukist um helming
Hraunrennsli á gosstöðvunum á Reykjanesskaga hefur aukist um 50 prósent frá því sem var með myndun nýju sprungnanna tveggja. Rennslið er orðið tæplega átta rúmmetrar á sekúndu.
Göngumennirnir eru fundnir
Göngumennirnir tveir sem villtust við gosstöðvarnar á Reykjanesskaga í kvöld eru fundnir. Þeir mættu hópi björgunarsveitarfólks á ellefta tímanum sem var á leið til leitar að mönnunum.
08.04.2021 - 22:25
Mikil gasmengun í Njarðvík í morgun
Mikil gasmengun frá jarðeldunum í Geldingadölum mældist í Njarðvík í morgun, eða um tvö þúsund míkrógrömm á rúmmetra. Þegar svo mikil mengun mælist eiga börn að halda sig sem mest innandyra og íbúar að loka gluggum. Mengunin er nú mun minni en fólk er hvatt til að fylgjast vel með.
Gasmengun berst líklega til norðvesturs og vesturs
Veðurstofan gerir ráð fyrir hægri vaxandi austlægri átt og snjókomu eða él í dag. Í kvöld verða víða tíu til fimmtán metrar á sekúndu en á norðvesturlandi verður norðaustan hvassviðri með éljum og skafrenningi. Þar eru gular veðurviðvaranir í gildi. Frost 1 til 9 stig en hiti nálægt frostmarki suðvestantil á landinu.
07.04.2021 - 06:49
Myndskeið
Ný sprunga hefur opnast
Ný gossprunga myndaðist um miðnætti á eldstöðvunum á Reykjanesskaga. Sprungan er á milli upprunalega gossins og þess nýja.
07.04.2021 - 00:39
Lítið en afar stöðugt rennsli úr nýju sprungunni
Niðurstöður úr greiningu loftmynda benda til þess að hraunrennsli sé nú óverulegt í Geldingadölum en að rennsli frá nýju sprungunni nemi 4 til 5 rúmmetrum á sekúndu.
Viðtal
„Það varð einhver feill í pípulögninni“
Aðdragandi þess að ný sprunga opnaðist í eldgosinu á Reykjanesskaga í gær er líklega sá að þrýstingurinn var orðinn svo mikill á upphaflegu eldstöðinni að hraunið fann sér aðra leið út. Þetta segir Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur. Hann segir að nýja sprungan sé að öllum líkindum framhald á upphaflega gosinu sem hafi fundið sér aðra leið upp á yfirborðið þegar fram liðu stundir.
Mengun af gosinu leggur yfir Voga á Vatnsleysuströnd
Íbúar Voga á Vatnsleysuströnd eru hvattir til að loka gluggum og kynda hús sín en þar mælist nú mengun frá gosinu í Geldingadölum. Náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands hvetur í raun alla íbúa á Reykjanesskaganum að fylgjast vel með veðurspá, vindaspá og gasmengunarspá.
Myndskeið
Sá gossprunguna opnast fyrir framan augun á sér
Flugmaðurinn Gísli Gíslason var í þyrluflugi með farþega yfir gosstöðvunum í Geldingadölum í morgun þegar hann sá að ný sprunga hafði myndast norðaustan við gígana.
05.04.2021 - 16:33
Ánægður með fumleysi björgunarsveitafólks
„Þetta var röð af litlum hraunslettum sem voru að slettast upp. Svo sá maður hrauná sem rann nokkuð hratt niður brekku. Þetta opnaðist á brekkubrún þannig að maður sá hraunið steypast niður brekkuna og niður í dal.“
05.04.2021 - 15:20
Myndskeið
Tvær nýjar sprungur og hraunið rennur í Meradali
Önnur minni sprunga hefur bæst við skammt vestur af þeirri sem opnaðist í hádeginu, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur segir nýju sprungurnar ekki endilega koma á óvart.
05.04.2021 - 14:05
Gengið mjög vel í dag en kærkomin lokun á morgun
Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ákveðið að loka fyrir umferð upp að gosstöðvunum í Geldingadölum á morgun, laugardag. Veðurstofan hefur gefið út gula veðurviðvörun fyrir svæðið, en spáð er roki og rigningu, síðar súld og jafnvel snjókomu og lélegu skyggni.
Myndskeið
Getur komið skyndilegur og mjög hraður hraunstraumur
Stórhættulegt getur verið að standa við hraunjaðarinn í Geldingadölum. Rof getur myndast þannig að skyndilega fari að flæða mikið af glóandi hrauni. Hraðinn getur verið slíkur að fólk nær ekki að hlaupa undan því, segir eldfjallafræðingur.
Hraungígarnir virðast vera að sameinast
Fyrir hádegi tóku gígarnir tveir í eldstöðinni í Geldingadölum að breytast þó nokkuð. Gígarnir hafa fengið gælunöfn og er sá hærri kallaður Suðri og sá lægri Norðri. Flæðið úr honum um skarð sem snýr gegn suðvestri hefur sameinast rennslinu sem er í rennunni frá Suðra og út í megin hraunána. Þetta kemur fram í Facebook-færslu Eldfjallafræði- og náttúruvárhóp Háskóla Íslands. Þá segir að þetta gæti verið fyrsta skrefið í sameiningu gíganna.
Viðtal
Geldingadalagosið gæti staðið árum saman
Eldgosið í Geldingadölum hefur alla burði til að geta staðið í langan tíma, jafnvel árum saman eða heila mannsævi. Þetta er mat eldfjallafræðings. Fólk ætti ekki að fara að hraunjaðri því skyndileg hraunflóð geta komið frá eldstöðinni
Hættuleg gasmengun við eldstöðina í Geldingadölum
Framan af degi geta aðstæður við eldstöðina verið hættulegar og gas safnast fyrir í dældum. Rétt er að hafa í huga að gasmengun kemur ekki bara frá gígnum heldur líka frá hrauninu sjálfu. Fólk ætti að standa á hæðum og hólum og reyna að hafa vindinn í bakið.