Færslur: Reykjanesskagi
Bergfylla hrundi úr bjarginu í skjálftanum
Stór bergfylla hrundi í sjó fram á allt að tíu metra kafla úr Krýsuvíkurbergi í jarðskjálftanum 20. október. Sprungur og önnur ummerki sjást þar og víðar á Reykjanesskaga.
02.11.2020 - 20:10
Tveir jarðskjálftar við Krýsuvík í morgun
Tveir jarðskjálftar urðu í grennd við Krýsuvík í morgun. Sá fyrri var 2,8 að stærð klukkan 06:20 og sá síðari var 3,3 að stærð klukkan 06:21. Nokkrir eftirskjálftar hafa fylgt.
07.09.2020 - 09:21
„Áfall fyrir okkar samfélag“
Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, segir uppsagnir 133 starfsmanna ISAVIA áfall fyrir bæinn. Starfsfólkinu var sagt upp á föstudag en í lok mars sagði fyrirtækið upp 101 starfsmanni. Flestir þeirra sem misstu vinnuna fyrir helgi búa á Suðurnesjum.
30.08.2020 - 12:28
Minnkandi skjálftavirkni á Tjörnesbrotabeltinu
Þó talsvert hafi dregið úr skjáftavirkni fyrir mynni Eyjafjarðar er hrinan þar enn í gangi. Nú mælast aðeins smáskjálftar, um 100 á sólarhring. Jörð skelfur enn á Reykjanesskaga þar sem þrír stórir jarðskjáftar urðu í gær.
27.08.2020 - 11:55
Rólegra á Reykjanesskaga
Skjálftavirknin á Reykjanesskaga róaðist eftir því sem leið á gærkvöldið. Í kringum 270 litlir skjálftar hafa þó mælst frá miðnætti, flestir á sama svæði og skjálftarnir í gær. Sá stærsti frá miðnætti mældist um fimmleytið í nótt, 2,9 að stærð.
27.08.2020 - 07:57
Sumir gátu ekki sofið - aðrir veltu sér á hina hliðina
Það reyndist mörgum íbúum Grindavíkur erfitt að festa svefn í nótt eftir snarpa skjálftann þar í gærkvöld. Sumir hugleiddu að flýja út í bíl - aðrir veltu sér á hina hliðina og lúrðu áfram.
20.07.2020 - 18:59
Einmanalegt og stórfurðulegt að vera landvörður núna
Það er stórfurðulegt og dálítið einmanalegt að vera landvörður á tímum kórónuveirunnar, segir landvörður Reykjanesfólkvangs. Síðasta sumar komu þúsund ferðamenn á dag á jarðhitasvæðið Seltún en núna koma fáir eða allt að hundrað á góðum degi.
24.05.2020 - 19:39
Ólöglegt og stórhættulegt bað
Fjöldi fólks hefur stefnt sér í voða síðustu daga með því að bara sig í heitu affallsvatni frá Reykjanesvirkjun í stórgrýttri fjörunni. Talsmaður virkjunarinnar segir þetta stórhættulegt, miklar hitabreytingar geti orðið á vatninu auk þess sem hafsstraumar séu sterkir.
05.05.2020 - 20:00
Fólk þarf að búa sig undir skjálfta nærri sex að stærð
Veðurstofan hefur mælt ríflega átta þúsund skjálfta á Reykjanesskaga frá því í lok janúar. Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar hjá Veðurstofunni segir líkur á skjálfta um og rétt yfir 6 á stærð á Reykjanesi hafi aukist, sem muni hafa áhrif þar og á höfuðborgarsvæðinu. Fólk er beðið að huga að innanstokksmunum.
11.04.2020 - 12:33
Á sjötta tug smáskjálfta við Grindavík í dag
Jörð hefur haldið áfram að skjálfa í grennd við Grindavík í dag þar sem dagurinn hefur einkennst af smáskjálftavirkni. Frá miðnætti hafa yfir 50 skjálftar verið staðsettir á svæðinu, flestir undir tveir að stærð.
04.02.2020 - 16:45
Töluverð smáskjálftavirkni við Grindavík í nótt
Jarðskjálftavirkni heldur áfram að mælast í grennd við Grindavík. Frá miðnætti hafa mælst um 30 skjálftar á svæðinu, flestir undir 2 að stærð, að því er fram kemur í athugasemd jarðvísindamanns á Veðurstofu Íslands. Nóttin einkenndist af smáskjálftavirkni.
04.02.2020 - 08:36
Á fjórða hundrað skjálftar í nágrenni Grindavíkur
Mikil jarðskjálftavirkni var norðnorðaustur af Grindavík í gærkvöld og í nótt. Milli þrjú og fjögur hundruð skjálftast mældust á svæðinu, þeir stærstu voru 4,0 og 4,3 í gærkvöld. Elísabet Pálmadóttir, náttúruvársérfræðingur sem stendur vaktina á Veðurstofu Íslands, segir að dregið hafi úr skjálftavirkninni með morgninum. Enginn gosórói hefur mælst heldur hefur þetta eingöngu verið skjálftavirkni í dag.
01.02.2020 - 08:07
Um 300 skjálftar á einum sólarhring
Um 300 skjálftar hafa mælst síðastliðinn sólarhring. Skjálftarnir eru framhald af þeirri virkni sem hefur verið í gangi frá 21. Janúar. Skjálftarnir tveir í kvöld sem mældust 4 og 4,3 eru þó þeir snörpustu sem hafa mælst á þessum tíma. Kristín Jónsdóttir, fagstjóri náttúruvárvöktunar, á Veðurstofunni brýnir fólk til þess að huga að náttstað og lausamunum heima hjá sér svo fólk geti sofið rólega. Þetta sagði Kristín í miðnæturfréttum á Rás 1 og Rás 2.
01.02.2020 - 00:38
Alls óvíst hvort þurfi að rýma í Grindavík
Alls óvíst er hvort nokkuð þurfi að rýma í Grindavík verði hraungos í grenndinni, segir bæjarstjórinn. Hann segir Lágafell og Þorbjörn skýla Grindavík vel fyrir hraunrennsli úr norðri. Lokadrög viðbragðsáætlunar voru rædd í dag. Grindvíkingar sem Fréttastofa hitti í dag voru áhyggjulausir.
31.01.2020 - 20:08
Tilraunasending neyðarboða barst í 94% síma í Grindavík
Þrátt fyrir að enn mælist landris við fjallið Þorbjörn á Reykjanesskaga hefur jarðskjálftavirkni minnkað við Grindavík. Fjórtán skjálftar mældust á svæðinu í nótt sem flestir voru um eða rétt yfir einn að stærð.
31.01.2020 - 08:18
Land heldur áfram að rísa á svipuðum hraða
Benedikt Ófeigsson, jarðfræðingur á sviði jarðskorpuhreyfinga hjá Veðurstofu Íslands, segir að land rísi á svipuðum hraða og síðustu daga í nágrenni Grindavíkur. Land hefur risið um þrjá sentimetra á einni viku en engin merki eru um kvikuhreyfingar.
28.01.2020 - 12:31
Leita leiða til að stýra mögulegu hraunrennsli
Rögnvaldur Ólafsson, aðgerðastjóri hjá Almannavörnum, segir viðbúið að reynt verði að stýra hraunrennsli frá raforkumannvirkjum, vegum og byggingum ef eldgos verður á Reykjanesskaga. Nákvæm útfærsla á hvernig slíkri stýringu yrði háttað liggur þó ekki fyrir.
28.01.2020 - 11:13
„Getur vel verið að þetta hafi oft gerst“
Vel er fylgst með þróuninni á gosbeltinu á Reykjanesskaga vegna líklegrar kvikusöfnunar á nokkurra kílómetra dýpi vestur af móbergsfellinu Þorbirni, rétt við Grindavík og Svartsengi. Þóra Björg Andrésdóttir jarðfræðingur segir að erfitt sé að segja til um hvar og hvenær gjósi á Reykjanesskaga. Þá sé tækni til að fylgjast með landrisi tiltölulega ný. Rætt var við hana í Morgunútvarpinu á Rás 2.
28.01.2020 - 09:22
Búast má við að eitthvað fari að gerast
Jarðfræðingur segir að miðað við gossöguna á Reykjanesskaga megi alveg búast við gosi þar. Verði gos í Svartsengi megi líka búast við að gjósi á Reykjanesi. Hann segir hins vegar að það sé kannski líklegra að kvikan leiti eftir sprungukerfinu og landris hætti.
27.01.2020 - 17:10
Næstu fjöldahjálparstöðvar í Kórnum og í Reykjanesbæ
Heilbrigðisáhöfn samhæfingastöðvarinnar hefur unnið að kortlagningu viðkvæmra þjóðfélagshópa á Reykjanesskaga eftir að óvissustigi var lýst yfir vegna landriss.
27.01.2020 - 16:29
Setja upp fleiri mæla og auka gagnasöfnun við Þorbjörn
Ráðgert er að setja upp fleiri GPS-mæla við fjallið Þorbjörn á Reykjanesskaga til þess að mæla frekar það landris sem átt hefur sér stað þar síðustu daga. Landrisið bendir til kvikusöfnunar undir fjallinu og var óvissustig almannavarna virkjað í gær.
27.01.2020 - 09:00
Ákveða næstu skref með Almannavörnum fyrir hádegi
Tíðindalítið hefur verið af fjallinu Þorbirni og nágrenni á Reykjanesskaga í nótt. Almannavarnir virkjuðu í gær óvissustig vegna mögulegrar kvikusöfnunar undir fjallinu og samhliða færði Veðurstofa Íslands litakóða fyrir flug á gult. Bæjarstjórn Grindavíkurbæjar ákveður næstu skref á fundi með viðbragsaðilum klukkan tíu.
27.01.2020 - 08:25
Ástand Þorbjarnar óbreytt
Allt er með tiltölulega kyrrum kjörum á Reykjanesskaga, þar sem jörð hefur skolfið og land risið óvenju mikið að undanförnu vegna mögulegrar kvikusöfnunar undir fjallinu Þorbirni, mitt á milli Grindavíkur og Svartsengis. Almannavarnir virkjuðu í gær óvissustig vegna þessa og boðað hefur verið til íbúafundar í Grindavík klukkan fjögur í dag, þar sem farið verður nánar yfir stöðuna. Samhliða hefur Veðurstofa Íslands fært litakóða fyrir flug á gult.
27.01.2020 - 06:50
Viðbúnaður vegna nálægðar við byggð
Óvissustig almannavarna hefur verið virkjað vegna kvikusöfnunar, landriss og skjálftavirkni við fjallið Þorbjörn á Reykjanesskaga. Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar Veðurstofunnar, segir að kvikusöfnun með skjálftavirkni sé óvenjuleg og þensla við Þorbjörn hröð. Viðbúnaður sé vegna nálægðar við byggð og innviði. Íbúafundur hefur verið boðaður í íþróttahúsinu í Grindavík klukkan 16 á morgun. Veðurstofa Íslands hefur fært litakóða fyrir flug á gult.
26.01.2020 - 18:10