Færslur: Reykjanesskagi

Áhugaverð og óvenjuleg skjálftavirkni undan Jökli
Óvenjuleg og áhugaverð skjálftavirkni hefur greinst í hafinu vesturundan Snæfellsjökli. Kristín Jónsdóttir hópstjóri náttúruvár hjá Veðurstofunni, vekur athygli á þessu á Twitter.
Yfir 400 skjálftar mælst í dag
Samkvæmt Veðurstofu Íslands hafa yfir 400 skjálftar mælst það sem af er degi. Flestir þeirra mældust á Reykjanesskaga og þá aðallega í nágrenni við Grindavík.
Jarðskjálftahrina líklega vegna kvikusöfnunar
Jarðskjálftahrina hófst við Eldvörp á Reykjanesskaga, norðvestan við Grindavík í dag. Sex skjálftar yfir þremur að stærð hafa mælst. Sá stærsti, 4,7, varð um klukkan tuttugu mínútur í sex síðdegis og fannst meðal annars á höfuðborgarsvæðinu. Vegfarendur eru varaðir við grjóthruni og skriðum í bröttum hlíðum þegar jörð skelfur.
15.05.2022 - 21:26
Fimm skjálftar í dag yfir 3 að stærð á Reykjanesskaga
Á föstudag urðu fimm jarðskjálftar yfir 3 að stærð á Reykjanesskaga. Náttúruvársérfræðingur segir virknina enn ekki teljast sem óróapúls, en þau fylgist grannt með jarðhræringum á svæðinu vegna kvikusöfnunar.
Mikil spenna og skjálftavirkni á Reykjanesskaga
Um 1800 jarðskjálftar mældust á Reykjanesskaga í síðustu viku. Kristín Jónsdóttir hópstjóri náttúruvár á Veðurstofunni sagði á ráðstefnu norrænna jarðfræðinga að það ætti ekki að koma á óvart að eldgos verði á skaganum á næstu árum.
Jarðskjálfti af stærðinni 3,2 út af Reykjanestá
Jarðskjálfti af stærðinni 3,2 mældist laust eftir klukkan hálf þrjú í nótt um sjö kílómetra norður af Reykjanestá. Skjálftinn fannst á svæðinu, að því er fram kemur á vef Veðurstofunnar.
5400 skjálftar á Reykjanesskaga
Nokkuð stöðug skjálftavirkni hefur verið á Reykjanesskaga síðustu viku. Virkni er við Þorbjörn, austan Sýlingarfells sem er norðan Grindavíkur, við Kleifarvatn og við Sandfellshæð sem er mitt á milli Reykjanestáar og Bláa lónsins. Sigríður Kristjánsdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni, segir að ekkert bendi þó til þess að kvika sé að fara að leita upp á yfirborðið. Það sem af er ári hafa verið 5400 skjálftar á Reykjanesskaga.
Fylgjast vel með kvikusöfnun austan við Fagradalsfjall
Mælingar náttúruvársérfræðinga hjá Veðurstofu Íslands, sýna kvikusöfnun á um 16 kílómetra dýpi austan við Fagradalsfjall. Engar landbreytingar benda þó til þess að kvikan sé að nálgast yfirborðið.
Um 60 smáskjálftar nærri Grindavík í dag
Um sextíu smáir jarðskjálftar hafa mælst frá miðnætti nærri fjallinu Þorbirni, norðan Grindavíkur. Stærsti skjálftinn fannst í byggð, hann var þó aðeins 2,4 að stærð.
Veðurfræðingur: Erfiður veðurdagur fram undan
Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur Vegagerðarinnar segir að dagurinn í dag verði harla erfiður, sérstaklega á vestanverðu landinu. Gul veðurviðvörun er í gildi á öllu landinu með suðvestan hvassviðri og éljagangi. Veðrið hefur skánað í bili vestanlands, hitinn er kominn yfir frostmark og ekki er lengur hríð.
Tjalds varð vart í Breiðdalsvík
Tjaldurinn er kominn til Breiðdaldsvíkur. Stefán Eðvald Stefánsson íbúi þar segist hafa séð tvo rauðgoggaða, svarthvíta fugla í Selnesbót í gærkvöldi. Stefán segist ekki muna eftir að hafa séð tjald svo snemma en hann hefur búið á Breiðdaldsvík síðan 1981.
17.02.2022 - 22:15
Þrengslavegi lokað - gul viðvörun í veðurkortunum
Veginum um Þrengsli hefur verið lokað vegna ófærðar en Hellisheiði er enn opin. Þar er þó þæfingsferð og skafrenningur líkt og víða á Vestur- og Suðurlandi. Björgunarsveitir á Suðurnesjum björguðu fólki í föstum bílum á Suðurstrandarvegi í kvöld. Gul veðurviðvörun tekur gildi á morgun.
Björgunarsveitir kallaðar til aðstoðar föstum bílum
Björgunarsveitir frá Stokkseyri, Eyrarbakka og Suðurnesjum voru kallaðar út í kvöld til að aðstoða ökumenn í föstum bílum á Suðurstrandarvegi. Vont veður er á svæðinu, skafrenningur og þungfært.
Innskot kviku gætu ógnað innviðum
Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur segir gangainnskot á Reykjanesskaga mögulega geta ógnað mikilvægum innviðum á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum. Innskotin geti haft áhrif á kerfi sem fæða vatns- og hitaveitur ásamt jarðvarmavirkjunum hvort sem þau leiði til eldgoss eða ekki.
Björgunarskipið Hannes Þ. Hafstein skemmdist í óveðrinu
Stórt gat kom á skrokk björgunarskipsins Hannesar Þ. Hafstein þar sem það lá við flotbryggju í Sandgerðishöfn í dag. Sjór flæddi inn í skipið en suðvestanillviðrið sem gekk yfir í dag varð til þess að það skall utan í og yfir bryggjuna.
26.01.2022 - 01:19
„Hreinræktað skítaveður fram undan“
Það er „hreinræktað skítaveður fram undan“ segir í tilkynningu lögreglunnar á Suðurnesjum, sem birt var á Facebook síðu þeirra í dag. Veðurstofan spáir suðaustanstormi með 18-25 metrum á sekúndu. Hviður gætu orðið allt að 40 metrar á sekúndu við fjöll.
09.01.2022 - 15:41
Lítil kvikuhreyfing síðustu vikuna á Reykjanesskaga
Samkvæmt GPS mælingum á jarðskjálftasvæðinu á Reykjanesskaga hafa nánast engar færslur mælst síðustu vikuna. Það þýðir að kvika hefur ekki verið á mikilli hreyfingu yfir þann tíma. Gervitunglagögn sem áttu að berast í dag koma ekki á borð Veðurstofunnar fyrr en síðar í vikunni.
Jarðskjálfti af stærðinni 3 austur af Hveragerði
Jarðskjálfti, sem telst vera af stærðinni 3,0 samkvæmt tölum frá Veðurstofu Íslands, varð átta kílómetra austur af Hveragerði þegar klukkan var stundarfjórðung gengin í fimm.
Allt heldur með rólegra móti á Reykjanesskaga í nótt
Frá því um miðnætti hafa mælst um áttatíu jarðskjálftar á Reykjanesskaga en sá stærsti mældist um 2,2 að stærð en er óyfirfarinn. Náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands segir þó að staðan sé æsispennandi.
Sjónvarpsfrétt
Vill miklu frekar eldgos en jarðskjálfta
Grindvíkingar halda ró sinni þrátt fyrir að líklegt sé talið að geti farið að gjósa á ný við Fagradalsfjall. Sumum hugnast eldgosið betur en jarðskjálftarnir sem eru undanfari þess.
Reykur frá Geldingadölum en ekkert gos
Vegfarendur hafa síðustu daga orðið varir við reyk sem stígur upp frá hrauninu í Geldingadölum. Náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands kannast við hringingar vegna þessa en segir gos ekki hafið á ný, það sé engin aukin virkni eða gosórói. Reykurinn stafi af því að gas streymi enn úr gígnum og hugsanlega geri veður- og birtuskilyrði undanfarinna daga það að verkum að þetta uppstreymi sjáist betur en áður.
29.10.2021 - 14:24
Um 200 jarðskjálftar á Keilissvæðinu síðasta sólarhring
Allt hefur verið með heldur kyrrum kjörum á Keilissvæðinu undanfarinn sólarhring. Á tíunda tímanum í kvöld mældust tveir jarðskjálftar af stærðinni 2,3 hvor, tvo kílómetra suðsuðvestur af Keili.
13.10.2021 - 23:21
Allt að fjórtán sentímetra landris við Öskju
Mælitæki Veðurstofunnar við Öskju sýnir að land þar um slóðir hefur risið allt að 14 sentímetra frá í byrjun ágúst, en tækið sýndi ris um tólf sentímetra í lok september, skömmu áður en það bilaði.
Jarðskjálfti af stærðinni 3,2 nærri Keili
Jarðskjálfti af stærðinni 3,2 mældist nærri Keili á Reykjanesskaga á tíunda tímanum í kvöld. Skjálftinn fannst í Hafnarfirði. Um vika er síðan síðast mældist skjálfti yfir þremur að stærð á Reykjanesskaga.
Lagning Suðurnesjalínu 2 þokast nær
Lagning Suðurnesjalínu 2 þokast nær með úrskurðum Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í gær. Línan á að tryggja öryggi rafmagns á Reykjanesskaga.