Færslur: Reykjanes

Tveir snarpir jarðskjálftar og skýr aflögunarmerki
Jörð skelfur enn á Reykjanesskaga en nú um klukkan hálf fjögur mældust tveir skjálftar, af stærðinni 3,9 og 3,6 um 4 km norður af Krýsuvík. Um 3000 jarðskjálftar hafa mælst dag hvern á svæðinu frá því að hrinan hófst síðdegis 21. desember.
Smáskjálftahrina norðaustan við Geldingadali
Um klukkan fimm síðdegis hófst hrina smáskjálfta norðaustur af gosstöðvunum við Fagradalsfjall. Skjálftarnir eru á um 7-8 kílómetra dýpi og líklega skýrast þeir af kvikusöfnun á um 11 kílómetra dýpi nærri gosstöðvunum. Að sögn náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands svipar skjálftahrinan til þeirrar hrinu sem varð áður að tók að gjósa í mars á þessu ári. Þá liðu þrjár vikur frá fyrstu skjálftahrinunum þar til eldgos hófst.
Land tekið að rísa á ný á Reykjanesi
Land er tekið að rísa norður af Keili á Reykjanesi og suður fyrir gosstöðvarnar við Fagradalsfjall. Land seig umhverfis gosstöðvarnar á meðan gaus. Það var líklega vegna kviku sem streymdi úr kvikugeymi segir á vef Veðurstofu Íslands.
Reglulega gýs á sjávarbotni og enginn tekur eftir því
Varðskipinu Þór var í gærkvöldi siglt vestur undir Krýsuvíkurberg til þess að kanna hvort þar væri mögulega hafið eldgos á hafsbotni. Landhelgisgæslunni hafði borist tilkynning frá vegfarenda um dökkgráa reykjarstróka úti á hafi.
Gosórói hefur legið niðri síðan í morgun
Enn sveiflast styrkur eldgossins á Reykjanesskaga. Gosórói fór minnkandi um klukkan níu í morgun eftir að hafa verið stöðugur í nótt, að sögn Lovísu Mjallar Guðmundsdóttur náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofunni.
21.07.2021 - 13:13
Skilorðsbundinn dómur fyrir manndráp af gáleysi
Héraðsdómur Reykjaness dæmdi þrjá menn í skilorðsbundið fangelsi fyrir manndráp af gáleysi, síðastliðinn fimmtudag. Þeir voru ákærðir fyrir að hafa orðið vinnufélaga sínum í Plastgerð Suðurnesja, að bana í júlí 2017.
Losnaði af strandstað út af Reykjanesi
Línubátur sem strandaði utan við Reykjanes í hádeginu er laus af strandstað og siglir nú fyrir eigin vélarafli samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörg. Ekki virðist hafa komið leki að bátnum. Björgunarskip var kallað út og fylgir það bátnum til hafnar í Grindavík. Áhöfnina sakaði ekki.
13.04.2021 - 13:21
Myndskeið
Ógnvænleg og heillandi fegurð eldgíga í Geldingadölum
Þótt hraunrennslið úr gígunum fjórum í Geldingadölum sé lítið í samanburði við flest önnur gos er sjónarspilið óneitanlega tilkomumikið. Gosið hefur laðað að sér þúsundir eða tugi þúsunda ferðalanga og enn dreymir marga bæði hérlendis og erlendis um að fá að heimsækja gosið og ná af sér ódauðlegri ljósmynd með bjarmann í baksýn.
Vakt verður við gosstöðvarnar til miðnættis
Lögregla og Björgunarsveitir vakta gosstöðvarnar í Geldingadölum miðnættis en þar verður lokað klukkan 21 í kvöld. Rýming svæðisins hefst tveimur tímum síðar og ætlað að henni verði lokið um miðnætti.
Líklegt að gas mælist í Grindavík
Líklegt er að gasmengun vegna jarðeldanna í Geldingadölum mælist í Grindavík í dag en gert er ráð fyrir norðaustan tíu til fimmtán metrum á sekúndu. Loftgæði eru talin mjög góð eins og er en lítil breyting á vindátt getur breytt miklu hvað mengunina varðar.
Mengun af gosinu leggur yfir Voga á Vatnsleysuströnd
Íbúar Voga á Vatnsleysuströnd eru hvattir til að loka gluggum og kynda hús sín en þar mælist nú mengun frá gosinu í Geldingadölum. Náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands hvetur í raun alla íbúa á Reykjanesskaganum að fylgjast vel með veðurspá, vindaspá og gasmengunarspá.
Greinargerð um ytri mörk landgrunnsins skilað
Endurskoðuð greinargerð sem íslensk stjórnvöld hafa skilað til landgrunnsnefndar Sameinuðu þjóðanna felur í sér endurskoðaða kröfugerð Íslands um afmörkun ytri marka landgrunnsins á Reykjaneshrygg utan 200 sjómílna.
Áríðandi að undirbúa sig vel fyrir ferð að eldgosinu
Davíð Már Bjarnason upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir mikilvægt að hafa í huga að fólk sem heldur að gosstöðvunum í Geldingadölum er á ferð um íslenska náttúru þótt hún sé nærri mannabyggð.
Nýja gönguleiðin að gosinu að mestu tilbúin
Innan við tuttugu björgunarsveitarmenn úr Þorbirni í Grindavík voru á vakt við gosstöðvarnar í Geldingadölum í nótt. Bogi Adolfsson formaður björgunarsveitarinnar álítur að um 25 manns hafi verið á gossvæðinu. Það hafi nýtt sér nýju gönguleiðina.
Myndskeið
Margir við gosstöðvarnar í nótt – sumir hjóluðu
Fjöldi fólks lagði leið sína á Fagradalsfjall og að gosstöðvunum seint í gær og í nótt til að berja gosið augum. Sjónarspilið var mikið en ekki hættulaust.
„Styttri ferðatími og minni mengun eru lífsgæði“
Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitastjórnarráðherra segir Sundabraut með brú stytta heildarferðatíma á öllu höfuðborgarsvæðinu. Honum hugnast betur að leggja brú yfir sundin en að grafa göng, það væri sömuleiðis tíu milljörðum ódýrara.
Grindvíkingar geti sett sig í spor fólks með kæfisvefn
Jarðskjálftar geta raskað svefni fólks svo um munar, jafnvel þótt það vakni ekki við þá. Þetta sýna svefnmælingar. Skjálftarnir geta líka ýtt undir martraðir. Sérfræðingur í svefnrannsóknum segir að Grindvíkingar geti kannski sett sig í spor fólks sem glímir við kæfisvefn. 
16.03.2021 - 19:09
Rúmlega nítján hundruð skjálftar hafa mælst í dag
Frá því um miðnætti í dag 13. mars hafa rúmlega 1900 skjálftar mælst á Reykjanesskaga að því er fram kemur í tilkynningu náttúruvársérfræðinga á Veðurstofu Íslands.
Líkur á eldgosi aukast eftir því sem það skelfur lengur
Eftir því sem núverandi ástand varir lengur á Reykjanesskaga aukast líkur á því að hrinan endi með eldgosi. Jarðeðlisfræðingur segir Vísindaráð almannavarna þeirrar skoðunar að staðan í dag sé svipuð og undanfarna daga, en það sé erfitt að sjá fram í tímann þar sem það hefur aldrei gosið á svæðinu síðan mælingar hófust. En það sé ekki hægt að slá því föstu að það fari að gjósa.
Myndskeið
Getur gosið án fyrirboða
Kvikan sem streymir upp í kvikuganginn milli Keilis og Fagradalsfjalls jafnast á við allt að fjórfalt meðalrennsli Elliðaánna. Jarðeðlisfræðingur segir eldgos ekki þurfa að hafa skýra fyrirboða.
Viðtal
Telur ólíklegt en ekki útilokað að gos sé að hefjast
Sigmundur Einarsson, jarðfræðingur og sérfræðingur um eldgos á Reykjanesskaga, telur afar ólíklegt að eldgos sé hefjast í Fagradalskerfinu. Hann segir þó að ekki hægt að útiloka slíkt þar sem lítið sem ekkert sé vitað um aðdraganda slíks goss.
Skjálftinn rétt fyrir klukkan níu mældist 4,5 að stærð
Jarðskjálftinn sem reið yfir klukkan 8:54 var 4,5 að stærð. Upptök hans voru 1,5 kílómetra suðaustur af Fagradalsfjalli. Hann er sá stærsti síðan skjálfti af stærðinni 4,2 varð 2. mars.
Viðtal
„Það eru engar hamfarir að fara í gang“
Víðir Reynisson, deildarstjóri almannavarnardeildar ríkislögreglustjóra, segir ekki staðfest að eldgos sé hafið. Óróapúls haldi hins vegar áfram og það sé eitthvað sem gerist í aðdraganda eldgoss.
Viðtal
Sé eldgos hafið stafar ekki hætta að byggð
Óróapúls hófst klukkan 14:20 á jarðskjálftasvæðinu á Reykjanesskaga og mælist á flestum jarðskjálftamælum. Púlsinn er staðsettur suður af Keili við Litla Hrút. Slík merki mælast í aðdraganda eldgosa en ekki hefur verið staðfest að eldgos sé hafið. 
Allar áætlanir yfirfarnar fumlaust og af kostgæfni
Næstum 30 félagar í björgunarsveitinni Þorbirni í Grindavík slógu upp tjaldbúðum í bænum í gærkvöldi. Tjöldin eru hluti hluti af búnaði björgunarsveitarinnar og almannavarna sem byggður hefur verið upp í mörg ár.