Færslur: Reykjanes

Hættustig: Allar stöður mannaðar og búa sig undir átök
Hættustig almannavarna er nú í gildi á Reykjanesinu og höfuðborgarsvæðinu. Viðbúnaðarstigið þýðir litla breytingu fyrir hinn almenna borgara, þó að verið sé að búa sig undir alls konar aðstæður bak við tjöldin. Engin merki eru enn um gosóróa á Reykjanesinu eftir jarðskjálftahrinuna fyrr í dag. Sá stærsti var 5,7 að stærð en vísindamenn segja fólk að búa sig undir enn stærri skjálfta.
Þrjú sveitarfélög hafa samþykkt Suðurnesjalínu tvö
Bæjarstjórn Reykjanesbæjar samþykkti framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2, milli Hafnarfjarðar og Rauðamels í landi Grindavíkur, í gær. Nú er beðið eftir því að Vogar ljúki umfjöllun sinni en þegar hefur borist samþykki frá bæjarstjórnum Hafnarfjarðar og Grindavíkur.
Vilja þegar hefja lagningu Sundabrautar að norðanverðu
Í yfirlýsingu sveitarfélaga á Vesturlandi í gær kemur fram kemur vilji þeirra til að flýta undirbúningsvinnu við Sundabraut. Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri á Akranesi er bjartsýnn á að verkinu muni vinda hratt áfram.
Jarðhræringar auka mikilvægi Suðurnesjalínu 2
Landsnet telur að jarðhræringar á Reykjanesi undanfarið undirstriki mikilvægi þess að framkvæmdir við Suðurnesjalínu 2 hefjist sem fyrst. Það hefur sótt um framkvæmdaleyfi til hlutaðeigandi sveitarfélaga á svæðinu, en fyrirhugað er að línan verði milli Hamraness í Hafnarfirði og Rauðamels í Grindavík.
17.12.2020 - 07:22
Jarðskjálfti af stærðinni 4,1 utarlega á Reykjanesi
Jarðskjálfti sem talinn er vera af stærðinni 4,1 varð utarlega á Reykjanesi rétt eftir eftir klukkan 4:30 í nótt.
Jarðskjálfti um 2,5 stig fannst á höfuðborgarsvæðinu
Jarðskjálfti sem sjálfvirk mæling Veðurstofu Íslands mælir 2,5 stig að stærð fannst á höfuðborgarsvæðinu kl. 2:22 í nótt.
Jarðskjálfti af stærðinni 3 fannst á höfuðborgarsvæðinu
Jarðskjálfti um þrír að stærð varð rétt fyrir klukkan níu í kvöld.
Viðtal
Almannavarnanefnd Grindavíkur heldur fund í dag
Almannavarnanefnd Grindavíkur heldur fund seinna í dag til að ræða skjálftahrinuna á Reykjanesskaga. Búast má við að jarðhræringar haldi áfram, að sögn Salóme Jórunnar Bernharðsdóttur, sérfræðings á Veðurstofu Íslands. 
Myndskeið
Ólöglegt og stórhættulegt bað
Fjöldi fólks hefur stefnt sér í voða síðustu daga með því að bara sig í heitu affallsvatni frá Reykjanesvirkjun í stórgrýttri fjörunni. Talsmaður virkjunarinnar segir þetta stórhættulegt, miklar hitabreytingar geti orðið á vatninu auk þess sem hafsstraumar séu sterkir.
05.05.2020 - 20:00
Mynskeið
Súlubyggð í beinni útsendingu
„Það voru áhugamenn um þessa stærstu súlubyggð í heimi sem höfðu samband við mig í lok árs 2007 og skömmu eftir áramót settum við upp fyrstu mynavélina hér í Eyjunni,“ segir Sigurður Harðarson rafeindavirki sem hefur umsjón með vefmyndavélum sem fylgjast með súluvarpinu í Eldey.
10.02.2020 - 07:30
Dregið hefur úr skjálftavirkni við Grindavík
Dregið hefur úr skjálftavirkni við Grindavík síðustu daga en það mælast þó enn smáskjálftar á svæðinu, að því er segir á vef Veðurstofu Íslands en þar er fylgst með virkni á svæðinu allan sólarhringinn.
Yrði ekki með hættulegri gosum á Íslandi
Ef það færi að gjósa á Reykjanesi yrði það gos líklega svipað og önnur gos þar á síðustu árþúsundum og þau flokkast ekki með hættulegri gosum á landinu. Þetta kom fram í máli Magnúsar Tuma Guðmundssonar, jarðeðlisfræðings hjá Jarðvísindastofnun, á íbúafundi í Íþróttahúsi Grindavíkur sem nú stendur yfir.
Ekki ástæða til að takmarka aðgengi að Bláa lóninu
Starfsemi Bláa lónsins verður áfram með reglubundnum hætti, en almannavarnir lýstu yfir óvissustigi vegna kvikusöfnunar undir fjallinu Þorbirni, rétt sunnan við lónið, síðdegis í dag. Jarðskjálftahrina hefur verið í gangi á svæðinu að undanförnu og land risið óvenju hratt sem bendir til kvikusöfnunar.
Viðtal
Mikilvægt að vera við öllu búin
„Það er mikilvægt að vera við öllu búin þegar svona er uppi. Það er ennþá líklegast að ekkert verði úr verði,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra um mögulega kvikusöfnun nærri fjallinu Þorbirni við Grindavík. Hún segir mikilvægast að skýr viðbragðsáætlun verði til og að fólk á svæðinu verði vel upplýst. „Hér er gott fólk, bæði í almannavörnum og vísindamenn, að fylgjast með þessu.“
26.01.2020 - 19:02
Óvissustigið hefur engin áhrif á flugfarþega
Það að Veðurstofan hafi fært litakóða fyrir flug á gult vegna óvissustigs almannavarna vegna mögulegrar kvikusöfnunar undir fjallinu Þorbirni á Reykjanesskaga, veldur ekki röskunum á flugi. Þetta segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia.
26.01.2020 - 18:38
Almannavarnir lýsa yfir óvissustigi vegna kvikusöfnunar
Almannavarnir hafa virkjað óvissustig vegna mögulegrar kvikusöfnunar undir fjallinu Þorbirni á Reykjanesskaga, en þar hefur jarðskjálftahrina verið í gangi að undanförnu. Landris hefur þar mælst síðustu daga. Búið er að boða til íbúafunda í Grindavík á morgun þar sem farið verður nánar yfir stöðuna. Samhliða hefur Veðurstofa Íslands fært litakóða fyrir flug á gult.
26.01.2020 - 17:22
Jarðskjálfti að stærð 4 á Reykjaneshrygg
Jarðskjálfti að stærð 4,0 varð á Reykjaneshrygg í dag klukkan 14:17. Nokkrir skjálftar, yfir 3 að stærð urðu þar í dag. Klukkan 12:40 varð skjálfti að stærð 3,2 um 70 kílómetra suðvestur af Reykjanestá. Á vef Veðurstofunnar segir að ekki hafi borist neinar tilkynningar um að hann hafi fundist.
18.01.2020 - 17:52
Snarpir skjálftar á Reykjanesi - virkni að aukast á ný
Nú rétt fyrir klukkan átta í kvöld urðu tveir jarðskjálftar við Fagradalsfjall á Reykjanesskaga. Báðir voru þeir 3,6 að stærð og þar með þeir stærstu á svæðinu í dag. Snarpur jarðskjálfti, 3,5 að stærð, varð rétt fyrir klukkan átta í morgun og var mikil virkni á svæðinu fram til klukkan tvö í dag. Hún virðist nú aftur vera að færast í aukanna og fleiri skjálftar, sumir hverjir sambærilegir að stærð, að bætast við. Ríflega 300 skjálftar hafa orðið á svæðinu í dag.
15.12.2019 - 20:00