Færslur: reykjalundur

Bjóða fjölþætta endurhæfingu eftir COVID-veikindi
Sjúkratryggingar Íslands hafa samið við Reykjalund og Heilsustofnun Náttúrulækningafélags Íslands (HNLFÍ) um þjónustu fyrir þá sem veikst hafa af COVID-19 og þurfa á endurhæfingu að halda. 
Myndskeið
Glímir við eftirköst og vill ekki sjá fjórðu bylgju
Maður á sextugsaldri sem glímir við eftirköst COVID-19 á Reykjalundi segir að enginn vilji lenda í því að smitast. Hann, ásamt tuttugu öðrum, er alla virka daga í líkamlegri og andlegri endurhæfingu. Um sextíu til viðbótar úr fyrstu bylgju bíða eftir að komast að í endurhæfingu á Reykjalundi. Læknir þar býst jafnvel við fleirum úr þeirri þriðju.
29.11.2020 - 20:08
Biðlistar á Reykjalundi aldrei lengri og munu lengjast
Ljóst er að biðlistar á Reykjalundi muni lengjast verulega eftir að fresta þurfti meðferðum á annað hundrað manns vegna kórónuveirusmita sem þar komu þar. Þetta segir forstjóri Reykjalundar. Hann segir óvíst hvort fleiri sjúklingar verði teknir þangað af Landspítala til að létta undir spítalanum sem nú starfar á neyðarstigi.
Á annað hundrað meðferðum frestað vegna COVID
Meðferðum hjá á annað hundrað skjólstæðingum dag- og göngudeilda Reykjalundar verður frestað í næstu viku. Þetta ákvað framkvæmdastjórn Reykjalundar eftir að fimm sjúklingar og fimm starfsmenn á Reykjalundi greindust með kórónuveirusmit. 30 starfsmenn og 11 sjúklingar eru í sóttkví.
Þrír starfsmenn Reykjalundar smitaðir
Einn starfsmaður á Reykjalundi til viðbótar greindist með kórónuveiruna í dag, tveir greindust í gær. „Þeir eru allir starfsmenn Miðgarðs sem er sólarhringsdeild á Reykjalundi. Inni á þessari deild eru fjórtán rúm en það eru reyndar sextán sjúklingar inni á deildinni núna, þar sem við höfum verið í vikunni að taka inn fólk af Landspítala til að létta undir þar,“ segir Pétur Magnússon, forstjóri Reykjalundar.
23.10.2020 - 19:35
Beiðnum um endurhæfingu eftir COVID-19 fjölgar
Aðgerðir til að bregðast við útbreiðslu COVID-19 snúast ekki aðeins um að koma í veg fyrir andlát af völdum sjúkdómsins eða fækka innlögnum á sjúkrahús heldur að draga úr langvarandi einkennum. Beiðnum um endurhæfingu fjölgar mikið á Reykjalundi.
09.10.2020 - 10:34
Allt að 200 milljónir í aukna endurhæfingu
Allt að 200 milljónum króna verður varið í aukna endurhæfingu fyrir fólk sem glímir við eftirköst í kjölfar veikinda af völdum COVID-19, en einnig fyrir þá sem eru á biðlista eftir endurhæfingu af öðrum ástæðum.
22.09.2020 - 17:21
Smit á Reykjalundi, fjörutíu í sóttkví
Háskólanemi sem verið hefur í verknámi á Reykjalundi undanfarna daga greindist í gær með kórónuveiruna. Enginn hefur áður verið með virktsmit á Reykjalundi svo vitað sé. Tuttugu skjólstæðingar sem neminn umgekkst og tuttugu starfsmenn eru nú í sóttkví.
17.09.2020 - 09:19
Margir bíða eftir meðferð við eftirköstum COVID-19
Um 20 manns bíða þess að komast í meðferð á Reykjalundi, vegna eftirkasta COVID-19 sjúkdómsins. Fjórir eru þegar byrjaðir í meðferð. Framkvæmdastjóri lækninga segir að einkennin séu alvarleg, margir séu töluvert veikir, og allir óvinnufærir. Fólkið er á ýmsum aldri og ekki endilega með undirliggjandi sjúkdóma. Líklegt sé að fleiri þurfi á þessari meðferð að halda á næstunni.
Á annan tug bíða endurhæfingar vegna eftirkasta COVID19
Kona sem bíður eftir að komast í endurhæfingu á Reykjalundi vegna eftirkasta COVID-19 segir skelfilegt að hugsa til þess að fái fólk í hennar sporum ekki þá aðstoð sem það þarf gæti það endað sem öryrkjar. Tæplega tuttugu eru á biðlista eftir endurhæfingu á Reykjalundi vegna eftirkasta og langvarandi einkenna COVID-19. Yfirlæknir gerir ráð fyrir að þeim fjölgi enn.
10.08.2020 - 19:00
Stefán ráðinn á Reykjalund
Stefán Yngvason endurhæfingarlæknir hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri lækninga á Reykjalundi  frá 1. júní næstkomandi. Hann er nú formaður starfsstjórnar Reykjalundar og starfandi framkvæmdastjóri lækninga þar
18.05.2020 - 16:32
Pétur Magnússon ráðinn forstjóri Reykjalundar
Pétur Magnússon hefur verið ráðinn forstjóri Reykjalundar endurhæfingarmiðstöðvar SÍBS frá og með 1. júní næstkomandi. Hann tekur við starfinu af Önnu Stefánsdóttur sem hefur verið starfandi forstjóri stofnunarinnar.
12.05.2020 - 13:42
Viðtal
Reykjalundur verður varasjúkrahús
Reykjalundur verður varasjúkrahús fyrir Landspítalann frá og með morgundeginum. Þar verða alls 26 legurými. Þetta er ein af þeim lausnum sem hafa verið í skoðun til að undirbúa heilbrigðiskerfið fyrir ýmsar sviðsmyndir kórónuveirufaraldursins.
26.03.2020 - 22:28
Spegillinn
„Leik mér ekki að því að vera opinn fyrir vírusnum“
Margir óttast COVID-19 veiruna sem nú er komin til landsins en sumir hafa meiri ástæðu til að óttast en aðrir. Eldra fólk og fólk með undirliggjandi sjúkdóma á að sögn Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar frekar á hættu að veikjast alvarlega. Dánartíðni þessara hópa virðist margföld á við aðra. Dæmi eru um að sjúklingar hafi læst útidyrahurðinni og hyggist halda sig heima næstu vikur. Yfirlæknir á smitsjúkdómalækningadeild Landspítalans, segir fólk í áhættuhópum ekki þurfa að loka sig af.
Virðing en ekki ásakanir í meðferð við offitu
Koma þarf fram við fólk með offitu af virðingu og leggja áherslu á að offitan sé ekki þeim að kenna. Þetta segir læknir, sem er einn höfunda leiðbeininga til heilbrigðisstarfsfólks um meðferð fullorðinna með offitu. Galdurinn felst í að viðhalda þyngdartapi og að fólk endurskoði allar venjur sínar, segir hann. 
02.02.2020 - 12:45
Ósátt við nýtt skipulag og auglýsingu eftir stjórnanda
Starfsmenn Reykjalundar voru ósáttir með skipulagsbreytingar í sumar og það hvernig staðið var að ráðningu framkvæmdastjóra endurhæfingarsviðs. Óánægjan braust svo upp á yfirborðið þegar forstjóra og framkvæmdastjóra lækninga var sagt upp. Þetta kemur fram í úttekt Landlæknisembættisins á starfsemi Reykjalundar og óánægjunni sem þar ríkti í haust. Starfsfólki fannst sem auglýsingin eftir nýjum framkvæmdastjóra endurhæfingar væri sérsniðin að þeim sem hlaut stöðuna meðan aðrir væru hunsaðir.
25.11.2019 - 17:00
Myndskeið
Vandi Reykjalundar ekki leystur á einum sólarhring
Margir þeirra lækna sem höfðu sagt starfi sínu lausu á Reykjalundi, íhuga nú að draga uppsagnir sínar til baka eftir að starfsstjórn yfir stofnuninni tók til starfa í dag. Vandinn verður þó ekki leystur á einum sólarhring, segir aðstoðarmaður landlæknis.
12.11.2019 - 19:05
Starfsstjórn á Reykjalundi tekin til starfa
Stefán Yngvason, endurhæfingarlæknir, hefur verið skipaður formaður starfsstjórnar Reykjalundar sem tók til starfa í dag. Aðrir stjórnarmenn eru Anna Stefánsdóttir, hjúkrunarfræðingur og Óskar Jón Helgason, sjúkraþjálfari. Starfsstjórnin var kynnt fyrir starfsfólki Reykjalundar í morgun en hún hefur fullt sjálfstæðis og óskorað umboð til afthafna.
12.11.2019 - 09:49
Segir upp á Reykjalundi eftir tvær vikur í starfi
Ólafur Þór Ævarsson, geðlæknir og nýráðinn framkvæmdastjóri lækninga á Reykjalundi, hefur sagt upp störfum eftir einungis um tvær vikur í starfi. Deilurnar sem staðið hafa yfir á stofnuninni hafi valdið honum miklum áhyggjum og gert honum erfitt fyrir að sinna sínu starfi, að því er fram kemur í tilkynningu frá Ólafi.
11.11.2019 - 18:32
Segir framkvæmdastjóra lækninga þurfa að fara
Magdalena Ásgeirsdóttir læknir á Reykjalundi, og talsmaður lækna þar, fagnar því að SÍBS láti af stjórnun Reykjalundar og skipuð verði starfsstjórn. Tilkynnt var í dag að Herdís Gunnarsdóttir myndi láta af störfum sem forstjóri Reykjalundar, en hún hefur starfað sem forstjóri í fáeinar vikur.
08.11.2019 - 20:10
Lítill samstarfsvilji ógni meðferð sjúklinga
Skortur á samstarfsvilja lækna á Reykjalundi ógnar meðferð sjúklinga að mati forstjórans. Formaður læknaráðs segir að ekkert sem stjórn SÍBS eða núverandi komi að njóti trausts. Orð þeirra séu rangtúlkuð á fundum og fleiri íhugi að segja upp.
04.11.2019 - 12:15
Nær allir læknar á Reykjalundi hafa sagt upp
Níu læknar á Reykjalundi hafa sagt upp störfum síðan í haust og einn var rekinn. Þar af eru fimm yfirlæknar. Þrír læknar, auk framkvæmdastjóra lækninga, hafa ekki sagt upp störfum. Einungis einn yfirlæknir hefur ekki sagt upp.
31.10.2019 - 12:09
Skipa nýja stjórn yfir rekstur Reykjalundar
Stjórn SÍBS samþykkti á fundi sínum í dag að skipa nýja þriggja manna starfsstjórn yfir rekstur Reykjalundar. Hún mun vinna að málefnum stofnunarinnar án aðkomu stjórnar SÍB og vinnur einnig tillögur um rekstrargrundvöll Reykjalundar til framtíðar. Framkvæmdastjórn Reykjalundar fer eftir sem áður með daglegan rekstur stofnunarinnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stjórn SÍBS. 
29.10.2019 - 17:59
Sálfræðingar vilja að framkvæmdastjórnin víki
Það er einróma mat sálfræðinga sem starfa á Reykjalundi að framkvæmdastjórn Reykjalundar þurfi að víkja og stjórn SÍBS verði að hætta afskiptum af starfsemi Reykjalundar áður en meiri skaði hlýst af. Þetta segir í yfirlýsingu frá sálfræðingum á Reykjalundi. Þeir segja hvvern dag vera dýrmætan í þessu samhengi og því lengur sem beðið sé, því meiri röskun verði á gæðum þjónustunnar við sjúklinga. 
29.10.2019 - 13:35
„Vissulega hef ég áhyggjur af stöðunni“
Framkvæmdastjóri Reykjalundar fullyrðir að uppsagnir lækna á stofnuninni komi ekki niður á starfseminni. Hún hefur þó áhyggjur af stöðunni.
28.10.2019 - 14:32