Færslur: Reykjadalur

Smit í sumarbúðum fyrir fötluð börn og ungmenni
Kórónuveirusmit hefur greinst í starfsmannahópi sumarbúða Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra í Reykjadal. Allur starfsmannahópurinn þarf að fara í sóttkví og segir forstöðukona búðanna að þetta sé litið alvarlegum augum.
Myndskeið
Reykjadalur eignast fyrsta hjólastólahjólið
Sumarbúðirnar í Reykjadal fengu á dögunum afhent sitt fyrsta hjólastólahjól. Hjólið fengu þau að gjöf frá Kiwanisklúbbunum Esju, í tilefni af 50 ára afmæli klúbbsins. Eins og sést í myndbandinu hér að ofan vakti hjólið mikla lukku meðal viðstaddra. Fyrstu farþegar hjólsins voru Beinta Maria Didriksen og Ingimar Sigurðsson.
Björgunarsveit kölluð út vegna slasaðrar göngukonu
Björgunarsveit í Hveragerði var kölluð út í hádeginu vegna slasaðrar göngukonu í Reykjadal. Í tilkynningu frá Landsbjörg segir að konan hafi verið á göngu á svæðinu þegar hún hrasaði illa og fótbrotnaði. Björgunarsveit og sjúkraflutningamenn fóru á vettvang á sexhjólum og fluttu konuna þrjá kílómetra niður að bílastæði þar sem sjúkrabifreið beið þeirra.
27.07.2020 - 17:05
Sóttu slasaða göngukonu í Reykjadal
Björgunarsveitum í Árnessýslu barst tilkynning frá slasaðri göngukonu í Reykjadal á fjórða tímanum í dag. Björgunarsveitarfólk og sjúkraflutningamenn fóru á vettvang á sexhjólum og hlúðu að konunni.
05.07.2020 - 16:35