Færslur: Reykingar

Hyggjast banna mentólsígarettur í Bandaríkjunum
Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna hyggst banna sölu vindla og sígaretta með mentólbragði. Stofnunin sendi frá sér tilkynningu þessa efnis í gær. Verði bannið að veruleika tekur það til ríflega þriðjungs allra seldra vindlinga í Bandaríkjunum.
30.04.2021 - 03:43
Banna reykingar á almannafæri vegna COVID
Yfirvöld í Galisíu á Spáni hafa nú bannað reykingar á almannafæri vegna ótta við að reykingarnar kunni að auka hættuna á kórónuveirusmiti. Eru reykingar nú bannaðar í héraðinu á götum úti og á veitingastöðum og börum í þeim tilfellum þar sem fjarlægðartakmörkum verður ekki við komið.
13.08.2020 - 17:31
 · Spánn · Kórónuveiran · COVID-19 · Reykingar
WHO: Ungmenni ginnt til reykinga
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) heldur fram að tóbaksframleiðendur beiti banvænum brögðum til að ginna börn og unglinga til reykinga. Það væri engin tilviljun að mikill meirihluti reykingafólks kveikti í fyrstu sígarettunni fyrir átján ára aldur.
29.05.2020 - 06:26
Tóbakskaupaaldur hækkar í 21 ár í Bandaríkjunum
Ný löggjöf sem bannar sölu á hvers kyns tóbaksvörum til fólks undir 21 árs aldri hefur tekið gildi í Bandaríkjunum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna. Donald Trump, Bandaríkjaforseti, staðfesti löggjöfina með undirskrift sinni í síðustu viku.
28.12.2019 - 02:15
Vill rökstuðning vegna eftirlitsgjalda
Umboðsmaður Alþingis hefur farið fram á að heilbrigðisráðuneytið rökstyðji eftirlitsgjald sem innflytjendur og seljendur rafrettna þurfa að greiða þegar þeir tilkynna Neytendastofu að þeir ætli að setja rafrettur eða áfyllingar á markað.
01.08.2019 - 12:36
Tóbaksnotkun drepur yfir 9 milljónir á ári
Neysla tóbaks kostar yfir átta milljónir mannslífa á ári hverju og um eina komma tvær milljónir dauðsfalla í viðbót má rekja til óbeinna reykinga. Þetta kemur fram í nýjustu skýrslu Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar um tóbaksnotkun í heiminum, sem kynnt var í Ríó de Janeiro í Brasilíu í gær.
28.07.2019 - 00:21
Rafrettur árangursríkari en plástrar og tyggjó
Þeir sem nota rafrettur eru tvöfalt líklegri til að hætta að reykja sígarettur en þeir sem nota nikótínplástra eða -tyggjó. Þetta kemur fram í nýrri breskri rannsókn.
31.01.2019 - 05:51
Vilja minna nikótín í sígarettum
Bandaríska matvæla- og lyfjastofnunin, FDA, ætlar að beita sér fyrir því að minna nikótín verði í sígarettum og annars konar tóbaksvarningi. Um þetta var tilkynnt í dag. Markmiðið er að koma í veg fyrir fíkn og fækka reykingarfólki í Bandaríkjunum. Fréttastofa breska ríkisútvarpsins, BBC, greinir frá þessu. Samkvæmt upplýsingum frá stofnuninni látast nærri hálf milljón Bandaríkjamanna árlega af völdum reykinga.
28.07.2017 - 21:00
Hamingjusamt fólk í reykmekki listarinnar
Um margt óvenjuleg sýning opnaði laugardaginn var í Nýlistasafninu í Marshall húsinu úti á Granda. Þar stendur til að reykja myndlistina í sérsmíðuðum vatnspípum með vægu og bragðgóðu tóbaki. Sýningin heitir Happy People og er hugarfóstur Arnars Ásgeirssonar. 
27.06.2017 - 13:15
Reykingar kosta skattgreiðendur tugi milljarða
Íslendingar svældu 25 tonn af sígarettum í fyrra. Reykingar kosta hvern einasta skattgreiðanda á Íslandi tugi, jafnvel hundruð þúsunda á ári hverju. Þjóðhagslegur kostnaður vegna þeirra nemur tugum milljarða á ári, allt að því 3,8% af landsframleiðslu. Árið 2015 létust um 370 Íslendingar vegna beinna og óbeinna reykinga. Það samsvarar fimmtungi allra dauðsfalla það ár. Tíðni reykinga og sjúkdóma tengdum þeim hefur þó lækkað á síðastliðnum árum.