Færslur: Reyðarfjörður

Ekkert í netum við laxeldi fyrir austan
Enginn fiskur var í netunum sem Fiskistofa vitjaði við sjókvíareldi í Vattarnesi í Reyðarfirði. Vart varð við gat á nótarpoka einnar sjókvíar Laxa við Vattarnes þann 20. janúar. Gatið uppgötvaðist við reglubundið eftirlit. Net voru lögð út í takt við viðbragðsáætlun. Daginn eftir var netanna vitjað, og reyndist enginn fiskur í þeim. Í framhaldi voru netin tekin upp að beiðni Fiskistofu.
25.01.2022 - 12:32
Þjónusta skerðist enn frekar verði ekkert að gert
Starfsemi grunn- og leikskóla er skert víða um landið í dag. Minnst fjórir grunnskólar eru lokaðir vegna smita, en 2.621 barn er skráð í eftirliti hjá covid-göngudeild Landspítala í dag. Jón Viðar Matthíasson, framkvæmdastjóri, almannavarnanefndar höfuðborgarsvæðisins, segir aldrei hafa verið eins snúið að halda úti skóla- og frístundastarfi og óttast að þjónustan skerðist enn frekar, verði ekkert að gert.
Vonar að smit komi ekki í veg fyrir litlu jólin
Covid-19 smitum hefur fjölgað mikið á Austurlandi síðustu daga, sérstaklega í Fjarðabyggð. Skólanum í Reyðarfirði var lokað á hádegi í gær og allir hvattir til að fara í sýnatöku vegna fjölda smita. Aðstoðarskólastjórinn vonar að fljótt takist að stöðva útbreiðslu smita svo starfsmenn og nemendur geti haldið litlu jólin saman.
10.12.2021 - 08:18
Skólahald hefst á Reyðarfirði á ný eftir hópsmit
Skólahald hefst á ný á Reyðarfirði í dag. Fimm smit greindust úr sýnatöku sem fram fór á Reyðarfirði í fyrradag, en þá voru tekin rúmlega tvö hundruð sýni.
23.09.2021 - 07:08
Um þúsund kjósendur komast líklega ekki á kjörstað
Líklegt er að um eitt þúsund kjósendur verði í sóttkví eða einangrun á kjördag og megi því ekki mæta á hefðbundinn kjörstað. Opnaður hefur verið sérstakur upplýsingavefur fyrir þann hóp þar sem finna má leiðbeiningar um atkvæðagreiðsluna og hvar hægt sé að kjósa.
22.09.2021 - 14:38
250 í sóttkví á Austurlandi en engin ný smit
Alls eru um 250 manns í sóttkví á Austurlandi flestir í tengslum við smit í Grunnskóla Reyðarfjarðar og leikskólanum Lyngholti. Skólahald á Reyðarfirði hefur legið niðri síðan í síðustu viku og skólarnir verða ekki opnaðir fyrr en á fimmtudag.
21.09.2021 - 07:41
16 smit á Reyðarfirði
Þrjú ný kórónuveirusmit bættust við á Reyðarfirði eftir sýnatöku gærdagsins og því hafa 16 greinst á Reyðarfirði. Alls eru 22 í einangrun á Austurlandi.
250 mættu í sýnatöku á Reyðarfirði í dag
Mikill fjöldi sýna var tekinn á Reyðarfirði í dag í kjölfar þess að tíu smit greindust meðal íbúa bæjarins í gær. Bæði grunnskóli og leikskóli Reyðarfjarðar eru lokaðir í dag og er gert ráð fyrir að töluverður fjöldi fari í sóttkví í tengslum við smitin. Niðurstöður úr sýnatöku eru væntanlegar í kvöld eða í fyrramálið.
83 leikskólabörn skimuð: „Ég hélt að við myndum sleppa“
83 börn á leikskólanum Lyngholti á Reyðarfirði verða skimuð í hádeginu í dag, og 30 starfsmenn, eftir að tvö börn á leikskólanum greindust með COVID-19. Leikskólinn er lokaður í dag, og eins Grunnskólinn á Reyðarfirði. Í gær greindust tíu smit sem rakin eru til skólanna tveggja. Lísa Lotta Björnsdóttir, leikskólastjóri á Lyngholti, vonast til þess að hægt verði að opna skólann sem fyrst.
Stefna að þróun græns orkugarðs á Reyðarfirði
Á dögunum undirrituðu Fjarðabyggð, Landsvirkjun og Copenhagen Infrastructure Partners (CIP) viljayfirlýsingu þess efnis að kanna kostina við að þróa grænan orkugarð á Reyðarfirði. Til að byrja með verður skoðað hverjir eru kostir þess að framleiða rafeldsneyti með vetni á Reyðarfirði.
12.07.2021 - 16:53
Binda vonir við að súrálsskipið sigli á ný um helgina
Líðan þeirra tíu skipverja af súrálsskipinu við Mjóeyrarhöfn á Reyðarfirði, sem greindust með COVID-19, heldur áfram að þróast í rétta átt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglunni á Austurlandi. Þeir átján sem enn eru um borð fóru í sýnatöku í gær til að meta stöðuna og gert er ráð fyrir að skipið geti siglt á ný um eða eftir helgi.
Skipverjarnir á Reyðarfirði heldur að braggast
Níu þeirra tíu skipverja sem greindust með brasilíska afbrigði kórónuveirunnar um borð í súrálsskipi við Mjóeyrarhöfn á Reyðarfirði eru enn um borð og samkvæmt upplýsingum frá Lögreglunni á Austurlandi eru þeir heldur að braggast. Sá tíundi var fluttur með sjúkraflugi á Landspítalann á sunnudagskvöld.
Enginn skipverjanna er alvarlega veikur
Vakt er við súrálsflutningaskip sem lagðist að bryggju í Reyðarfirði í fyrradag, eftir að kórónuveirusmit greindust hjá skipverjum, til að gæta þess að enginn fari um borð sem ekki á þangað erindi. Tíu af 19 manna áhöfn hafa greinst með veiruna, óvíst er hvað afbrigði hennar um ræðir, en beðið er niðurstöðu raðgreiningar.
Tíu skipverjar á súrálsskipi greindust með COVID-19
Tíu greindust með COVID-19 um borð í súrálsflutningaskipi sem lagðist að bryggju á Reyðarfirði í gær. Skipstjóri greindi frá því við komu skipsins að sjö skipverjar væru veikir. Að fenginni einkennalýsingu og öðrum faraldursfræðilegum þáttum var ákveðið að taka sýni úr allri áhöfninni, sem náðist undir kvöld í gær. Í ljós kom að tíu af 19 skipverjum reyndust vera með COVID-19. Ekki er talin hætta á að smitið dreifi sér.
21.03.2021 - 22:06
Reyðfirðingar þurfa að minna sig á að það er enn mars
Óvenju hlýtt hefur verið á Austfjörðum í dag. Hiti mældist yfir tuttugu stigum bæði á Dalatanga og Neskaupstað, og sjálfvirkir mælar Veðurstofunnar bæði í Reyðarfirði og Eskifirði sýndu 19,6 stig í dag og á Bakkagerði náði hitinn 19,3 stigum. Díana Ívarsdóttir, aðstoðarskólastjóri Grunnskólans á Reyðarfirði segir Reyðfirðinga þurfa að minna sig á að það sé ennþá bara mars.
18.03.2021 - 15:48
Bjartsýn á samþykki samninga við Alcoa Fjarðaál
Nýr kjarasamningur milli Alcoa Fjarðaáls, AFLs starfsgreinafélags og Rafiðnarsambands Íslands var undirritaður á Reyðarfirði 4. febrúar. Samningurinn er afturvirkur frá 1. mars 2020 en eldri samningur rann út 29. febrúar.
05.02.2021 - 14:30
Hreindýr hlaupa fyrir bíla á Norðfjarðarvegi
Óhöpp hafa hlotist af því að hreindýr hlaupa í veg fyrir bíla sem fara um Norðfjarðarveg við álverið í Reyðarfirði. Allstór hreindýrahjörð hefur haldið sig á þessum slóðum um nokkra hríð. Lögreglan á Austurlandi hvetur því ökumenn sem þarna eiga leið um til árverkni sérstakrar árverkni. 
Nýr fóðurprammi kominn til Laxa fiskeldis
12.000 tonna flutningaskip kom til Eskifjarðar í nótt með fóðurpramma sem fyrirtækið Laxar fiskeldi hefur leigt frá Noregi. Pramminn kemur í stað fóðurprammans Munins sem sökk í Reyðarfirði aðfaranótt 10. janúar.
26.01.2021 - 11:01
Lokuðu Krónunni á Reyðarfirði eftir meint sóttvarnabrot
Lögreglan á Austurlandi hefur nú til rannsóknar meint brot á sóttvarnalögum í verslun Krónunnar á Reyðarfirði í gær. Þá komu tveir í verslunina sem að sögn sjónarvotta áttu að vera í sóttkví. Verslunarstjóri segir samfélagið lítið og auðvelt að finna út hverjir eiga að vera í sóttkví.
13.01.2021 - 10:58
„Núna er verkefnið að tryggja að það leki engin olía“
Kafarar freista þess að komast niður að fóðurprammanum Munin sem sökk í Reyðarfjörð í vonskuveðri um helgina. Í prammanum er um 300 tonn af laxafóðri og tíu þúsund lítrar af dísilolíu.
11.01.2021 - 10:04
Stór og mikill fóðurprammi sökk á Reyðarfirði í nótt
Fóðurpramminn Muninn, sem er í eigu Laxa fiskeldis, sökk á Reyðarfirði á fjórða tímanum í nótt. Enginn var um borð í prammanum og ekki er talið að öðrum sæfarendum stafi hætta af honum þar sem hann liggur á hafsbotni á um 40 metra dýpi á móts við vitann Grímu á Berunesi, ekki langt frá landi. Varðskipið Þór er á vettvangi.
Gaf bókasafni Reyðarfjarðar 45 bækur um gömul hús
Bókasafn Reyðarfjarðar fékk nýverið að gjöf 45 innbundnar bækur með upplýsingum um fimmtíu eldri íbúðarhús á staðnum.
02.09.2020 - 00:49
Myndskeið
Segir betra að aka börnum á milli en laga sundlaugina
Bæjarstjórn Fjarðabyggðar vill aka nemendum grunnskóla Reyðarfjarðar í sundkennslu í nærliggjandi þorp. Því mótmæla foreldrar og vilja að sundlaugin verði löguð. Bæjarstjóri hefur áhyggjur af því að tímabundin lagfæring á henni þýði að börnin haldi áfram að gleypa eitraða málningu í sundinu.
23.02.2020 - 14:59
Margar nýjar persónur í Fortitude
Tökur hófust á þáttaröðinni Fortitude þann 11.janúar í Bretlandi en nú er lokaundirbúningur að hefjast fyrir þann hluta þáttanna sem teknir eru upp á Austurlandi. Tökur hefjast þriðjudaginn 2. febrúar og fylgir breskt tökulið þeim hópi leikara sem kemur til landsins vegna þess. Margar nýjar persónur munu kynntar til sögunnar en þar verða í aðalhlutverki Lennox-hjónin, sem leikin verða af stórleikaranum Dennis Quaid og Michelle Fairley. Hún er þekktust fyrir leik sinn í þáttunum Game of Thrones.
28.01.2016 - 11:11