Færslur: Reyðarfjörður

Hreindýr hlaupa fyrir bíla á Norðfjarðarvegi
Óhöpp hafa hlotist af því að hreindýr hlaupa í veg fyrir bíla sem fara um Norðfjarðarveg við álverið í Reyðarfirði. Allstór hreindýrahjörð hefur haldið sig á þessum slóðum um nokkra hríð. Lögreglan á Austurlandi hvetur því ökumenn sem þarna eiga leið um til árverkni sérstakrar árverkni. 
Nýr fóðurprammi kominn til Laxa fiskeldis
12.000 tonna flutningaskip kom til Eskifjarðar í nótt með fóðurpramma sem fyrirtækið Laxar fiskeldi hefur leigt frá Noregi. Pramminn kemur í stað fóðurprammans Munins sem sökk í Reyðarfirði aðfaranótt 10. janúar.
26.01.2021 - 11:01
Lokuðu Krónunni á Reyðarfirði eftir meint sóttvarnabrot
Lögreglan á Austurlandi hefur nú til rannsóknar meint brot á sóttvarnalögum í verslun Krónunnar á Reyðarfirði í gær. Þá komu tveir í verslunina sem að sögn sjónarvotta áttu að vera í sóttkví. Verslunarstjóri segir samfélagið lítið og auðvelt að finna út hverjir eiga að vera í sóttkví.
13.01.2021 - 10:58
„Núna er verkefnið að tryggja að það leki engin olía“
Kafarar freista þess að komast niður að fóðurprammanum Munin sem sökk í Reyðarfjörð í vonskuveðri um helgina. Í prammanum er um 300 tonn af laxafóðri og tíu þúsund lítrar af dísilolíu.
11.01.2021 - 10:04
Stór og mikill fóðurprammi sökk á Reyðarfirði í nótt
Fóðurpramminn Muninn, sem er í eigu Laxa fiskeldis, sökk á Reyðarfirði á fjórða tímanum í nótt. Enginn var um borð í prammanum og ekki er talið að öðrum sæfarendum stafi hætta af honum þar sem hann liggur á hafsbotni á um 40 metra dýpi á móts við vitann Grímu á Berunesi, ekki langt frá landi. Varðskipið Þór er á vettvangi.
Gaf bókasafni Reyðarfjarðar 45 bækur um gömul hús
Bókasafn Reyðarfjarðar fékk nýverið að gjöf 45 innbundnar bækur með upplýsingum um fimmtíu eldri íbúðarhús á staðnum.
02.09.2020 - 00:49
Myndskeið
Segir betra að aka börnum á milli en laga sundlaugina
Bæjarstjórn Fjarðabyggðar vill aka nemendum grunnskóla Reyðarfjarðar í sundkennslu í nærliggjandi þorp. Því mótmæla foreldrar og vilja að sundlaugin verði löguð. Bæjarstjóri hefur áhyggjur af því að tímabundin lagfæring á henni þýði að börnin haldi áfram að gleypa eitraða málningu í sundinu.
23.02.2020 - 14:59
Margar nýjar persónur í Fortitude
Tökur hófust á þáttaröðinni Fortitude þann 11.janúar í Bretlandi en nú er lokaundirbúningur að hefjast fyrir þann hluta þáttanna sem teknir eru upp á Austurlandi. Tökur hefjast þriðjudaginn 2. febrúar og fylgir breskt tökulið þeim hópi leikara sem kemur til landsins vegna þess. Margar nýjar persónur munu kynntar til sögunnar en þar verða í aðalhlutverki Lennox-hjónin, sem leikin verða af stórleikaranum Dennis Quaid og Michelle Fairley. Hún er þekktust fyrir leik sinn í þáttunum Game of Thrones.
28.01.2016 - 11:11