Færslur: Réttindi samkynhneigðra

Búist við mikilli kjörsókn í Ungverjalandi
Allir sex stjórnarandstöðuflokkar Ungverjalands bjóða sameiginlegan lista gegn Fidesz, flokki Viktors Orban forsætisráðherra. Þingkosningar verða háðar í Ungverjalandi í dag.
Bann við samkynja hjónaböndum staðfest á Bermúda
Breskur áfrýjunardómstóll staðfesti í gær bann við hjónaböndum samkynhneigðra á Bermúdaeyjum. Niðurstaðan er mikið áfall fyrir baráttufólk fyrir jafnrétti á eyjunum.
Vill leggja hörð þungunarrofslög umsvifalaust á hilluna
Alejandro Giammattei forseti Mið-Ameríkuríkisins Gvatemala hvatti þing landsins í gær til að leggja á hilluna nýja og harða löggjöf um þungunarrof og um réttindi samkynhneigðra.
Arna og Álfur vilja verða formaður Samtakanna '78
Tvö framboð hafa borist til formennsku í Samtökunum '78 en núverandi formaður, Þorbjörg Þorvaldsdóttir, hefur tilkynnt að hún hyggi ekki á áframhaldandi formennsku. Í tilkynningu frá samtökunum segir að leikkonan Arna Magnea Danks og Álfur Birkir Bjarnason, landvörður og líffræðinemi, sækist eftir að taka við formennskunni.
Hvetur stjórnmálaflokka til að huga að kynjajafnrétti
Bárður á Steig Nielsen lögmaður Færeyja segir stjórnmálaflokka landsins þurfa að huga frekar að kynjajafnrétti þegar ráðherraefni séu metin. Hann segir það óheppilegt að núverandi ríkisstjórn sé eingöngu skipuð körlum.
Lögþingið samþykkir lög um réttindi samkynja foreldra
Einhverjum stormasamasta degi í stjórnmálasögu Færeyja á síðari árum lauk með því að Lögþingið samþykkti frumvörp stjórnarandstöðunnar sem tryggir réttindi barna samkynja foreldra. Við lá að slitnaði upp úr samstarfsi stjórnarflokkanna Sambandsflokksins, Miðflokksins og Fólkaflokksins vegna málsins.
„Meðferðir“ við sam- og gagnkynhneigð bannaðar í Kanada
Lög sem banna hvers kyns „meðferðir“ við samkynhneigð, að viðlögðum refsingum, gengu í gildi í Kanada á miðvikudag. Lögunum er einkum beint að afar umdeildum samtalsmeðferðum sem ætlað er að snúa sam- og tvíkynheigðu fólki frá kynhneigð sinni og gera það gagnkynhneigt. Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna hefur úrskurðað að slíkar aðfarir jafngildi pyntingum og skuli hvergi þrífast.
Íslenskir „hommabanar“ ógna hinsegin fólki
Svo virðist sem hópur fólks stundi það að áreita hinsegin fólk, einkum homma og transfólk með símtölum. Fatlaðir hafa einnig orðið fyrir barðinu á ásóknunum. Formaður Samtakanna '78 segir skorta úrræði gegn hatursglæpum í íslenska löggjöf.
Þjóðaratkvæðagreiðsla um hinsegin hjónabönd í Sviss
Tæpir tveir þriðju kjósenda samþykktu hjónabönd samkynhneigðra í þjóðaratkvæðagreiðslu sem lauk í Sviss morgun, samkvæmt fyrstu útgönguspám. Búist er við að niðurstöður atkvæðagreiðslunnar verði tilkynntar á næstu klukkutímum.
26.09.2021 - 11:50
Buttegieg hjónin eru orðnir tveggja barna foreldrar
Buttigieg hjónin staðfestu í dag fæðingu tveggja barna sinna, drengs og stúlku. Pete Buttigieg samgönguráðherra er fyrsti opinberlega samkynhneigði ráðherrann í ríkisstjórn Bandaríkjanna.
Banna sýnileika samkynhneigðra í Ungverjalandi
Ungverska þingið samþykkti í dag lög sem banna samkynhneigðum að koma fram í barnaefni eða við sögu í kennsluefni fyrir börn yngri en 18 ára.
Stjórn Orbans sækir enn að réttindum hinseginfólks
Ríkisstjórn Viktors Orbans og flokks hans í Ungverjalandi hefur lagt fram frumvarp til laga, sem bannar allt það sem „ýtir undir samkynhneigð“ eins og þar stendur. Amnesty International, samtök hinseginfólks og fleiri mannréttindasamtök fordæma löggjöfina og segja að með henni sé gróflega vegið að réttindum samkynhneigðra og ungs fólks yfirhöfuð.
Víða flaggað gegn fordómum í garð hinsegin fólks
Í dag, 17. maí, er alþjóðlegur dagur gegn fordómum í garð samkynhneigðra, tvíkynhneigðra og trans fólks. Þann dag árið 1990 tók Alþjóðaheilbrigðisstofnunin samkynhneigð af lista sínum yfir geðsjúkdóma.
Bann við hjónaböndum í bága við stjórnarskrá
Héraðsdómstóll í Sapporo í Japan hefur úrskurðað að það samræmist ekki stjórnarskrá landsins að heimila ekki hjónaband fólks af sama kyni. Þetta er fyrsti úrskurðurinn í fjölda mála sem fólk hefur höfðað á hendur ríkinu frá 2019 þar sem skaðabóta er krafist gegn því að vera meinaður réttur til hjónabands sem gagnkynhneigðir njóta. Úrskurðurinn er talinn áfangasigur fyrir jafnréttissinna í landinu.
17.03.2021 - 13:41
Geta ekki blessað samkynja sambönd
Vatíkanið greindi frá því í gær að kaþólska kirkjan geti ekki lagt blessun sína yfir samkynja sambönd, því guð blessi ekki synd. Frans páfi staðfesti svarið, en hann kvaðst sjálfur styðja samkynja sambönd þegar hann var beðinn álits fyrir heimildamynd í fyrra. 
Ekki boðlegt að réttindi hinsegin fólk séu ekki tryggð
„Lagaleg réttindi hinsegin fólks eru ekki nægilega trygg á Íslandi og standast ekki samanburð við fjölda ríkja í Evrópu. Mér finnst það ekki boðlegt fyrir land sem telur sig í fremstu röð í málaflokknum á heimsvísu,“ segir Þorbjörg Þorvaldsdóttir formaður Samtakanna ‘78.
Staða hinsegin fólks í Póllandi fer versnandi
Staða hinsegin fólks í Póllandi hefur hríðversnað síðustu mánuði, segir formaður pólskra baráttusamtaka. Samlandar hennar séu farnir að hvetja til þess að útrýmingarbúðir nasista verði opnaðar aftur.
Vill að stjórnarskrá meini samkynhneigðum að ættleiða
Andrzej Duda, forseti Póllands sem nú sækist eftir endurkjöri, tilkynnti í dag að hann hygðist leggja fram breytingu á stjórnarskrá landsins á þá vegu að samkynja pör geti ekki ættleitt börn. 
10 ár frá lögleiðingu hjónabands samkynhneigðra
Tíu ár eru liðin frá því ný hjúskaparlög tóku gildi sem heimiluðu hjónaband tveggja einstaklinga af sama kyni. Áður en lögin voru samþykkt gátu pör af sama kyni skráð sig í staðfesta samvist en þeim var hins vegar ekki heimilt að gifta sig.
11.06.2020 - 19:30