Færslur: réttindi fatlaðs fólks

Eiga ekki skilríki og geta ekki farið í heimabankann
Dæmi eru um að fólk með þroskahömlun hafi engan aðgang að bankareikningum sínum vegna þess að það hefur ekki getað sótt um rafræn skilríki. Samtökin Þroskahjálp hafa ítrekað bent stjórnvöldum á að finna þurfi aðra auðkennisleið fyrir þennan hóp, verið sé að brjóta mannréttindi á þeim.
Getur ekki sótt um rafræn skilríki vegna fötlunar
Móðir ungs fatlaðs manns gagnrýnir að hann getur ekki fengið rafræn skilríki vegna kröfu um að hann sæki um þau sjálfur. Maðurinn fór í COVID-próf  en gat ekki sótt niðurstöðuna vegna þess að hann skorti skilríkin. Móðirin segir brýnt að úr sé bætt.
ÖBÍ skorar á þingmenn að sýna hugrekki og dug
Öryrkjabandalag Íslands skorar á þingmenn af sýna hugrekki og dug til að rétta hlut fatlaðs fólks. Þuríður Harpa Sigurðardóttir var endurkjörin formaður sambandsins á aðalfundi þess sem lauk í dag.
Á undan áætlun við að rampa upp Reykjavík
Átakið Römpum upp Reykjavík gengur hraðar en áætlað var. Stefnt var að því að setja upp aðgengisrampa við hundrað fyrirtæki í miðborginni fyrir 10. mars á næsta ári. Haraldur Þorleifsson, stjórnandi hjá Twitter, stofnandi hönnunarfyrirtækisins Ueno, hvatamaður verkefnisins og helsti stuðningsaðili þess, greinir frá því í færslu á Twitter að búið sé að setja upp hundrað rampa og að kostnaður við þá sé töluvert undir áætlun.
Sjónvarpsfrétt
Segja skólakerfið fara á svig við réttindi barna
Öryrkjabandalag Íslands og foreldrar barna sem glíma við ýmiss konar raskanir ætla í mál við sveitarfélög vegna réttindabrota gagnvart þeim. Þau vilja að börnum verði veitt þjónusta innan skólanna sjálfra, en ekki úti í bæ.
Viðtal
Fatlaðir og foreldrar fatlaðra of aftarlega í röðinni
Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Þroskahjálpar, segir að fatlað fólk sé of aftarlega í bólusetningarröðinni. Fyrst nú nýlega liggi fyrir listi yfir þá foreldra fatlaðra barna sem fá forgang í bólusetningu. Þroskahjálp, Umhyggja og fleiri félög sem vinna að hagsmunum langveikra barna og fjölskyldna þeirra sendu áskorun til heilbrigðisyfirvalda í febrúar þar sem óskað var eftir forgangi. 
Myndskeið
Hundrað rampar í miðborgina fyrir árslok
Styrkja á verslunar- og veitingahúsaeigendur í miðborg Reykjavíkur til þess að auðvelda þeim að koma upp rampi og þannig gera fólki í hjólastólum kleift að komast inn. „Þegar fólk reynir að komast inn en kemst ekki inn þá er það ótrúlega sárt. Sérstaklega ef þú ert kannski búinn að ákveða að hitti vini eða fjölskyldu og ert kannski búinn að vera spenntur allan daginn,“ segir forsprakki verkefnisins Römpum upp Reykjavík.
Stofnun innlendrar mannréttindastofnunar enn í bígerð
Ákveðið var á fundi ríkisstjórnarinnar í gærmorgun að skipa starfshóp sem hefði það hlutverk að útfæra hugmyndir og vinna við frumvarp um sjálfstæða innlenda mannréttindastofnun. Hugmyndir þess efnis eiga sér nokkurn aðdraganda.
Segir lögreglu með gamaldags skilning á fötlun
Í skýrslu sem greiningardeild Ríkislögreglustjóra hefur gert um ofbeldi gegn fötluðum og Runólfur Þórhallsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í greiningardeildinni, ræddi í Kastljósi í gær kemur fram að ekki er skráð í lögreglukerfið, LÖKE, hvort brotaþoli er fatlaður við skráningu mála. Því er ekki unnt að draga saman fjölda mála sem varða fatlað fólk og hafa komið á borð lögreglu.
Myndskeið
Friðrik Sigurðsson handhafi Kærleikskúlunnar 2020
Friðrik Sigurðsson, frumkvöðull í réttindabaráttu fatlaðs fólks hlaut í dag Kærleikskúluna árið 2020. Hann fékk fyrsta eintak kúlunnar afhent fyrir utan vinnustað sinn. Hulunni verður svipt af kúlunni í Vikunni hjá Gísla Marteini í kvöld. Þá verður einnig tilkynnt hver skapaði kúluna í ár.
Segir vistheimili hafa gleymst í kerfinu
Framkvæmdastjóri Geðhjálpar segir að íbúar á Bjargi, vistheimili fyrir geðfatlaða karla, fái ekki örorkubætur og séu því snuðaðir um allt að 100 þúsund krónur mánaðarlega í áratugi. 
Óvíst hver tekur við rekstri vistheimilis
Óvíst er hver tekur við rekstri vistheimilis fyrir geðfatlaða karla á Seltjarnarnesi. Forstöðumaður heimilisins segir að húsnæðismál geðfatlaðra séu í lamasessi. Félagsmálaráðherra segir að bænum beri skylda til að reka heimilið. 
Höfðar mál vegna ójafnræðis
Freyja Haraldsdóttir, fyrrum þingmaður Bjartrar framtíðar, hefur höfðað mál á hendur Barnaverndarstofu. Málið er höfðað á þeim forsendum að jafnræðis hafi ekki verið gætt við meðferð umsóknar hennar um að taka barn í fóstur.
Synjun á akstursþjónustu felld úr gildi
Úrskurðarnefnd velferðarmála hefur fellt úr gildi ákvörðun Dalvíkurbyggðar um synjun á umsókn einstaklings um ferðaþjónustu fatlaðra. Málinu hefur verið vísað til sveitarfélagsins til nýrrar meðferðar.