Færslur: réttindi fatlaðs fólks

Segir vistheimili hafa gleymst í kerfinu
Framkvæmdastjóri Geðhjálpar segir að íbúar á Bjargi, vistheimili fyrir geðfatlaða karla, fái ekki örorkubætur og séu því snuðaðir um allt að 100 þúsund krónur mánaðarlega í áratugi. 
Óvíst hver tekur við rekstri vistheimilis
Óvíst er hver tekur við rekstri vistheimilis fyrir geðfatlaða karla á Seltjarnarnesi. Forstöðumaður heimilisins segir að húsnæðismál geðfatlaðra séu í lamasessi. Félagsmálaráðherra segir að bænum beri skylda til að reka heimilið. 
Höfðar mál vegna ójafnræðis
Freyja Haraldsdóttir, fyrrum þingmaður Bjartrar framtíðar, hefur höfðað mál á hendur Barnaverndarstofu. Málið er höfðað á þeim forsendum að jafnræðis hafi ekki verið gætt við meðferð umsóknar hennar um að taka barn í fóstur.
Synjun á akstursþjónustu felld úr gildi
Úrskurðarnefnd velferðarmála hefur fellt úr gildi ákvörðun Dalvíkurbyggðar um synjun á umsókn einstaklings um ferðaþjónustu fatlaðra. Málinu hefur verið vísað til sveitarfélagsins til nýrrar meðferðar.