Færslur: Réttargeðdeildin á Kleppi

Sjónvarpsfrétt
Tugir geðfatlaðra bíða eftir húsnæði í Reykjavík
Þrettán geðfatlaðir einstaklingar með lögheimili utan Reykjavíkur hafa fengið úrræði á vegum borgarinnar síðustu þrjú ár. 29 eru nú á biðlista eftir búsetu, þar af eru tíu með lögheimili annars staðar. Reykjavíkurborg gerir ekki kröfu um lögheimilisskráningu í Reykjavík þegar sótt er um búsetuúrræði fyrir fatlað fólk.
Borgin segir spítalann aðstoða við lögheimilisflutninga
„Margir þeirra geðfötluðu einstaklinga sem búa í húsnæði fyrir fatlað fólk í Reykjavík hafa haft lögheimili í öðrum sveitarfélögum við komuna á geðdeild og hafa með aðstoð Landspítalans breytt um lögheimili, í von um að fá viðeigandi húsnæði og þjónustu sem fyrst.” Svo segir í yfirlýsingu frá velferðarsviði Reykjavíkurborgar sem send var fjölmiðlum í dag. Allri gagnrýni um úrræðaskort á vegum borgarinnar er vísað á bug. Sviðsstjóri velferðarsviðs vill engu bæta við yfirlýsinguna.
Sex sjúklingar fastir inni á geðdeildum Landspítalans
Sex útskriftarfærir sjúklingar eru fastir á geðdeildum Landspítalans vegna skorts á úrræðum á vegum sveitarfélaganna. Tveir hafa beðið lengur en sex mánuði, annar þeirra í tvö ár. Yfirlæknir réttargeðdeildarinnar segir sveitarfélögin ekki standa sig í uppbyggingu úrræða fyrir þennan hóp. Það gerir það að verkum að fólk festist inni á geðdeildum og fyllist vonleysi og uppgjöf.
Sjónvarpsfrétt
„Allir sammála um að hann sé á röngum stað”
Yfirlæknir réttargeðdeildarinnar á Kleppi segir réttindi brotin á manni sem situr fastur á deildinni vegna úrræðaleysis kerfisins. Maðurinn þarf að komast í eigin íbúð með mikilli gæslu, en Reykjavíkurborg vísar á ríkið þar sem öryggisvistun er ekki lengur á borði sveitarfélagsins. Margfalt dýrara er að hafa fólk á réttargeðdeildinni en í úrræði úti í samfélaginu.
Vistun manns á réttargeðdeild mannréttinda- og lögbrot
Grímur Atlason framkvæmdastjóri Geðhjálpar segir mál mikið fatlaðs manns sem hefur verið vistaður á réttargeðdeild í fjögur ár án allrar nauðsynlegrar þjónustu vera fjarri hugmyndum nútímans um hvernig slíkar deildir eigi að vera reknar.
Sjónvarpsfrétt
Læstur inni á réttargeðdeild vegna ráðaleysis kerfisins
Mikið fatlaður maður hefur verið vistaður á réttargeðdeildinni á Kleppi í fjögur ár, án allrar nauðsynlegrar þjónustu. Hann var sýknaður af alvarlegri líkamsáras og metinn ósakhæfur 2018. Yfirlæknir réttargeðdeildarinnar og ættingjar mannsins segja réttindi mannsins brotin með vistuninni. Hann er með alvarlega flogaveiki, heilaskaða og greindarskerðingu. Maðurinn er fæddur 1989. Sex ára gamall fékk hann alvarlega heilabólgu og flogaveiki og fór 18 ára í stóra heilaskurðaðgerð í Boston.