Færslur: Retro Stefson

Myndskeið
Unnsteinn og Húsasmiðjan náðu sáttum í deilu
Húsasmiðjan og tónlistarmaðurinn Unnsteinn Manuel Stefánsson hafa náð sáttum í deilu um notkun á lagi í auglýsingu fyrirtækisins. Málið verður því ekki útkljáð fyrir dómstólum. Innihald samkomulagsins er trúnaðarmál.
Fyrirtaka í máli Unnsteins gegn Húsasmiðjunni
Fyrirtaka var í máli Unnsteins Manuels Stefánssonar tónlistarmanns gegn Húsasmiðjunni í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun.
„Lífið er eitt langt sándtékk“
Hljómsveitin Retro Stefson hélt sína síðustu tónleika í Gamla bíói fyrir nánast akkúrat ári síðan, undir yfirskriftinni „Allra síðasti séns.“ Á föstudaginn sýnir RÚV tónleika- og heimildarmynd um tónleikana í leikstjórn Árna Sveinssonar.
29.12.2017 - 10:00
The XX, Alma og Retro Stefson
Já í Konsert kvöldsins förum við á tónleika með öllu þessu fólki hér fyrir ofan,
01.02.2017 - 22:07
Fóru á kostum í Hemma Gunn lagi
Retro Stefson og Grísalappalísa mættust í æsispennandi hörkuleik í fyrri undanúrslitaleik Popppunkts árið 2016. Báðar hljómsveitir reyndust mjög vel að sér í íslensku popp og rokksögunni og renndu sér í gegnum spurningar Dr. Gunna án teljandi erfiðleika. Menn byrjuðu af krafti og kláruðu vísbendingaspurningarnar tvær í fyrstu tilraun, Grísalappalísa þekkti Svavar Knút í fyrstu vísbendingu og Retro Stefson þekktu lagið Í sól og sumaryl í fyrstu vísbendingu.
10.08.2016 - 13:56
Mynd með færslu
Nýtt lag og myndband frá Retro Stefson
Hljómsveitin Retro Stefson sendi frá sér glænýtt lag og myndband í morgun. Lagið heitir Skin og verður á fjórðu breiðskífu Retro Stefson, Scandinavian Pain, sem væntanleg er í septermber. Myndbandið við Skin er að mestu tekið upp á Eyrarbakka og er leikstýrt af Magnúsi Leifssyni.
27.05.2016 - 10:56