Færslur: Rekstrarumhverfi fjölmiðla

Fjölmiðlar fengu minni auglýsingatekjur
Auglýsingatekjur íslenskra fjölmiðla drógust saman um 16% árið 2020 miðað við árið á undan og hátt í fjórar af hverjum tíu krónum sem varið var til auglýsinga í fjölmiðlum runnu til erlendra aðila, sem er lægra hlutfall en árin á undan.
COVID verri en allar síðustu kreppur fjölmiðlanna
Blaðaútgefandi með 38 ára feril að baki segir að COVID-ástandið sé verra en nokkur niðursveifla sem hann hefur áður gengið í gegnum á sínum fjölmiðlaferli. Annar útgefandi segir fjölmiðlafrumvarp menntamálaráðherra lífsnauðsyn eftir að auglýsingamarkaðurinn hrundi.
Erfiður rekstur DV leiddi til samruna við Fréttablaðið
Torg ehf., útgáfufélag Fréttablaðsins, hefur gert samning um kaup á útgáfu og vef DV.is. Samruninn er háður samþykki Samkeppniseftirlitsins og fjölmiðlanefndar. Eigandi Frjálsrar fjölmiðlunar segir að reksturinn hafi verið erfiður síðustu þrjú ár.
13.12.2019 - 12:33
„Einhverjar breytingar hljóta að verða“
Jón Þórisson nýráðinn ritstjóri Fréttablaðsins býst við að nýrri stjórn fylgi breytingar. „En það er hluti af því þegar nýir menn koma til verkefnisins eins og þessa að einhverjar breytingar hljóta að verða. En á þessari stundu liggur það nú ekki fyrir,“ segir Jón.
18.10.2019 - 17:33