Færslur: Refsiaðgerðir

Tillaga felld um auknar refsiaðgerðir gegn Norður-Kóreu
Fulltrúar Kína og Rússlands nýttu sér neitunarvald sitt í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna til að fella ályktun um hertar refsiaðgerðir gegn Norður-Kóreu vegna tilrauna þeirra með langdrægar eldflaugar.
Þjóðverjar ætla að hætta olíuinnflutningi frá Rússlandi
Þýsk stjórnvöld hyggjast stöðva allan innflutning rússneskrar olíu til Þýskalands fyrir árslok, hvort sem samskomulag næst um innflutingsbann í Evrópusambandinu eða ekki. Úkraínuforseti hvetur Evrópuríki til að hætta að kaupa olíu af Rússum.
Bretar auka enn á þvingunaraðgerðir gegn Rússum
Breska ríkisstjórnin hefur enn bætt í þvingunaraðgerðir gegn Rússlandi og Hvíta-Rússlandi. Tilgangurinn með aðgerðunum er að draga úr getu rússneskra stjórnvalda til að fjármagna innrásina í Úkraínu.
Rússar setja níu Íslendinga á svartan lista
Níu Íslendingar eru á svörtum lista rússneskra stjórnvalda og er því óheimilt að ferðast til Rússlands. Þetta kemur fram á heimasíðu rússneska utanríkisráðuneytisins, þar sem greint er frá „gagnaðgerðum“ Rússa gegn níu Íslendingum, sextán Norðmönnum, þremur Grænlendingum og þremur Færeyingum. Þetta er sagt tengjast því að löndin fjögur hafi lagst á eitt með Evrópusambandinu í refsiaðgerðum gegn Rússlandi og rússneskum ríkisborgurum.
Þrátt fyrir refsiaðgerðir:
Rússar nær tvöfalda tekjurnar af eldsneytisútflutningi
Tekjur Rússa af sölu jarðefnaeldsneytis til Evrópusambandsríkja hafa nær tvöfaldast á þeim tveimur mánuðum sem liðnir eru frá því að þeir réðust inn í Úkraínu. Breska blaðið The Guardian greinir frá þessu. Meginástæða þessa er feiknarleg hækkun á eldsneytisverði, sem er bein afleiðing stríðsins. Sú verðhækkun gerir meira en að vega upp á móti minnkandi útflutningi.
ESB boðar aðgerðir gegn stærsta banka Rússlands
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins boðar fleiri refsiaðgerðir gegn Rússum og rússneskum fyrirtækjum. Nýjustu aðgerðunum verður beint sérstaklega gegn rússneskum bönkum og olíuiðnaðinum, að sögn Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnarinnar. „Við höldum áfram að beita okkur gegn bankageiranum, sérstaklega Sberbank, sem er með 37 prósenta markaðshlutdeild í rússneska bankageiranum,“ sagði von der Leyen í samtali við þýska blaðið Bild am Sonntag, „og svo er það auðvitað orkugeirinn.“
Rússar leggja refsiaðgerðir á Ástrala og Nýsjálendinga
Rússnesk stjórnvöld hafa ákveðið að beita ástralska og nýsjálenska ríkisborgara refsiaðgerðum. Utanríkisráðuneyti Rússlands greindi frá þessu og að aðgerðirnar nái meðal annars til forsætisráðherra beggja ríkjanna sem verður óheimilt að sækja Rússland heim.
Sjónvarpsfrétt
Miklar verðhækkanir í Rússlandi
Mikil verðbólga hefur verið í Rússlandi síðustu vikur vegna þeirra refsiaðgerða sem Vesturveldin hafa gripið til. Blaðamaður segir að hinn almenni Rússi hafi fundið fyrir ýmsum breytingum og að stundum valdi skiptar skoðanir á hernaði Rússa deilum innan fjölskyldna. 
31.03.2022 - 22:28
Beina refsiaðgerðum að rússneskum þingmönnum
Leiðtogar G7-ríkjanna, sjö helstu iðnríkja heims komu saman á fundi í Brussel í Belgíu í dag. Þar ræddu þeir um refsiaðgerðir gegn Rússum vegna innrásarinnar í Úkraínu. Leiðtogar aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins og Evrópusambandsins komu einnig saman til funda í borginni í dag.
24.03.2022 - 20:39
Enn fjölgar fyrirtækjum sem hætta starfsemi í Rússlandi
Greiðslukortarisarnir Visa og Mastercard tilkynntu á laugardag að þau ætli að hætta allri starfsemi í Rússlandi. Þar með bætast þau í stóran og vaxandi hóp bandarískra og evrópskra fyrirtækja, sem hafa hætt starfsemi og viðskiptum í og við Rússland eða boðað slíka stöðvun vegna innrásar Rússa í Úkraínu.
Ítalir hirða milljarðaeignir af rússneskum auðmönnum
Ítölsk stjórnvöld hafa lagt hald á snekkjur og fasteignir fimm rússneskra auðkýfinga að andvirði ríflega 20 milljarða króna á síðustu dögum. Allir eru fimmmenningarnir á lista Evrópusambandsins yfir rússneska auðmenn sem má og á að beita viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum, þar á meðal eignaupptöku, vegna tengsla þeirra við Pútín Rússlandsforseta og innrásar Rússa í Úkraínu.
05.03.2022 - 23:22
Breytt afstaða Finna og Svía til NATO
Innrás Rússa í Úkraínu í síðustu viku hefur gjörbreytt afstöðu margra Evrópuríkja í varnar- og öryggismálum. Þjóðverjar breyttu um helgina stefnu sinni um að senda ekki vopn til átakasvæða og sendu vopn og búnað til Úkraínu. Sambandsþingið í Berlín samþykkti stóraukin útgjöld til varnarmála.  Norðmenn og Svíar hafa fylgt fordæmi Þjóðverja og leyfa í fyrsta sinn hernaðaraðstoð við ríki sem á í styrjöld.
Ringulreið á rússneskum fjármálamarkaði
Efnahagsþvinganir gegn Rússlandi hafa valdið ringulreið í fjármálakerfinu þar í landi. Kauphöllin var lokuð í dag. Gengi rúblunnar hríðféll og raðir myndast við hraðbanka til að taka út reiðufé. 
28.02.2022 - 19:08
Evrópusambandið boðar viðamiklar refsiaðgerðir
Evrópusambandið kynnti í nótt viðamiklar refsiaðgerðir gegn Rússlandi. Forseti framkvæmdastjórnar sambandsins segir að vatnaskil hafi orðið í Evrópu en forseti Frakklands útilokar ekki að enn megi semja við Rússlandsforseta.
Beinar viðræður Bandaríkjanna og Íran brýnar
Háttsettur bandarískur embættismaður segir að samningaviðræður við Írani um kjarnorkuáætlun þeirra sé að renna út í sandinn. Hann hvetur írönsk stjórnvöld að efna til beinna viðræðna við Bandaríkjamenn svo hægt verði að komast að samkomulagi.
Sjötta eldflaugatilraun Norður-Kóreu í þessum mánuði
Norður-Kóreumenn skutu óþekktri gerð eldflaugar á loft snemma í morgun að staðartíma að því er fram kemur í tilkynningu hermálayfirvalda í Suður-Kóreu. Þetta er í sjötta sinn á árinu sem Norður-Kóreumenn sýna hernaðarmátt sinn í verki.
Áríðandi að ljúka gerð kjarnorkusamnings fljótt
Bandaríkin þurfa að leita annarra leiða náist ekki samkomulag við Írana um kjarnorkuáætlun þeirra. Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að örfáar vikur séu til stefnu.
Þingmenn vilja grípa til tafarlausra refsiaðgera
Þrír bandarískir þingmenn hvetja til að gripið verði til fyrirbyggjandi refsiaðgerða gegn Rússum. Jafnframt vilja þeir að aukið verði í vopnasendingar til Úkraínu þar sem þeir álíta að þau ráð sem þegar hefur verið gripið til dragi ekki úr vilja Vladímirs Pútín til að láta til skarar skríða.
Pólskar mæður sýndu flóttafólki stuðning
Hópur pólskra mæðra safnaðist saman í dag í Michalowo við landamærin að Hvíta Rússlandi til að mótmæla því að flóttafólki sé ekki hleypt yfir austurlandamæri Evrópusambandsins. Fjöldi barna er í þeim hópi.
Sjö flóttamenn hafa látist við austurlandamæri ESB
Alls hafa sjö flóttamenn dáið við austurlandamæri Evrópusambandsins undanfarna mánuði. Hjálparsamtök eru afar gagnrýnin á aðgerðir Pólverja við landamærin sem miða að því að stöðva flóttamannastrauminn.
Neyðarástand áfram við mæri Póllands og Hvíta Rússlands
Pólska þingið samþykkti í gær að neyðarástand við landamærin að Hvíta-Rússlandi skuli framlengt um sextíu daga. Ásókn flótta- og farandfólks yfir landamæri Hvíta Rússlands til Evrópusambandsríkjanna Lettlands, Litháen og Póllands, hefur aukist mjög undanfarnar vikur og mánuði.
Norður-Kórea gerir tilraun með hljóðfrátt flugskeyti
Tilraunaskot hljóðfrárrar skotflaugar Norður-Kóreumanna tókst giftusamlega í gær að sögn þarlendra ríkismiðla. Bæði ríkin á Kóreuskaga keppast við að auka í vopnabúr sitt. Bandaríkjastjórn fordæmir athæfið.
Norðurkóreskt flugskeyti lenti í Suður-Kínahafi
Ókennilegt flugskeyti sem skotið var frá Norður-Kóreu í dag endaði í Suður-Kínahafi að því er fram kemur í tilkynningu hernaðaryfirvalda í Suður-Kóreu.
15.09.2021 - 04:33
Kveðst neyddur til að horfa á ríkisáróður tímunum saman
Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexey Navalny kveðst vera neyddur til að horfa á rússneskar ríkissjónvarpsstöðvar í allt að átta tíma á dag í fangelsinu þar sem hann er vistaður. Hann veitti New York Times viðtal á dögunum og er það fyrsta viðtalið við hann eftir að hann var tekinn fastur við komuna til Rússlands frá Þýskalandi 17. janúar síðastliðinn.
26.08.2021 - 16:30
Saka Hvítrússa um kúgunartilburði vegna flóttafólks
Forsætisráðherra Póllands sakar hvítrússnesk stjórnvöld um kúgunartilburði vegna hóps flóttafólks sem situr fast á landamærum ríkjanna. Ekkert fjögurra ríkja sem deila landamærum vill taka á móti fólkinu.