Færslur: Recep Tayyip Erdogan

Rússar hvetja Tyrki til stillingar í Sýrlandi
Rússnesk stjórnvöld segjast vonast til að Tyrkir sýni stillingu og beiti ekki of mikilli hörku gagnvart útlagasveitum Verkamannaflokks Kúrda í Sýrlandi. Tyrkir hafa gert loftárásir á búðir þeirra og hóta atlögu á landi.
Erdogan og Kristersson hittast aftur í Stokkhólmi
Recep Tayyip Erdogan forseti Tyrklands segir að annan fundur hafi verið ákveðinn með Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, í Stokkhólmi síðar í mánuðinum. Þeir áttu fund í Ankara í dag.
08.11.2022 - 17:41
Tyrkir fagna ákvörðun Svía varðandi kúrdísk samtök
Tyrklandsstjórn fagnar þeirri ákvörðun Svía að rjúfa tengsl við Kúrda í Sýrlandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá talsmanni forseta Tyrklands í kvöld. Ákvörðunin er ekki að allra skapi.
Svíar slíta á tengsl við fylkingar Kúrda
Sænska ríkisstjórnin hefur lýst því yfir að hún hyggist slíta á öll tengsl við svonefndar Varnarsveitir Kúrda YPG og Lýðræðisbandalagið PYD, stjórnmálafylkingu Kúrda í Sýrlandi. Það er gert til að treysta sambandið við Tyrki.
Tímabært að bjóða Finna og Svía velkomna í NATO
Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, segir tímabært að bjóða Finna og Svía velkomna í bandalagið. Ríkin væru ákveðin í að eiga gott samstarf við Tyrkland og takast á við áhyggjur Tyrkja af inngöngu þeirra.
Heimsglugginn
Heimsglugginn: Öryggismál í Grænlandi
Múte B. Egede, formaður grænlensku landstjórnarinnar, segir mikilvægt að lítil hernaðarspenna verði áfram á norðurslóðum. Hann segir Grænlendinga vera að móta stefnu í öryggismálum og að mikilvægt sé að hlustað sé á fólkið sem býr á heimskautasvæðunum. Það sé augljóst að allar aðstæður í öryggis- og varnarmálum hafi gjörbreyst við innrás Rússa í Úkraínu í febrúar.
Hyggst ræða aðildarumsókn við Tyrklandsforseta
Framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagið tilkynnti í dag um að hann hygðist í náinni framtíð ræða við Tyrklandsforseta um aðildarumsókn Svía og Finna. Enn strandar á Tyrkjum og Ungverjum.
Árásir Rússa halda áfram — Erdogan vill friðarviðæður
Karlmaður á fertugsaldri og kona á níræðisaldri létust í loftárásum á borgina Mykolaiv í nótt. Börnum hefur verið bjargað úr rústum húsa í borginni og minnst sjö er saknað.
Tyrkir kalla sænska sendiherrann á teppið vegna satíru
Tyrknesk stjórnvöld hafa boðað sendiherra Svíþjóðar í Tyrklandi á fund vegna sjónvarpsþáttar sem þótti móðgandi í garð forseta Tyrklands. Málið gæti haft áhrif á aðild Svía að Atlantshafsbandalaginu.
05.10.2022 - 18:04
Enn hótar Erdogan Finnum og Svíum
Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, hefur ítrekað hótanir sínar um að hann muni ekki samþykkja aðild Finna og Svía að Atlantshafsbandalaginu nema ríkin standi við gefin loforð gagnvart Tyrkjum. „Þar til staðið er við loforðin gagnvart okkar ríki er stefna okkar óbreytt,“ sagði Erdogan í ræðu á tyrkneska þinginu í dag.
01.10.2022 - 14:00
Kallaði Erdogan litla ræsisrottu
Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, höfðaði í dag mál gegn varaforseta neðri deildar þýska þingsins fyrir meiðyrði. Wolfgang Kubicki, þingmaður Frjálslyndra demókrata og varaforseti þingsins, kallaði forsetann litla ræsisrottu í ræðu á framboðsfundi í Neðra-Saxlandi í byrjun vikunnar.
30.09.2022 - 22:55
„Pútín eyðileggur ekki bara Úkraínu heldur eigið land“
Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, segir að Vladimír Pútín eyðileggi ekki aðeins Úkraínu með hernaðaraðgerðum sínum heldur ekki síður eigið land. Þetta sagði kanslarinn í ræðu á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna.
Ráðamenn Tyrklands og Ísraels ræða saman
Yair Lapid, forsætisáðherra Ísraels, leitaði í gær fulltingis Receps Tayyips Erdogans, forseta Tyrklands, við að fá ísraelska borgara leysta úr haldi palestínskra vígasveita Hamas. Heldur hefur dregið úr spennu milli ríkjanna undanfarið. Leiðtogarnir hittust í tenglsum við fund Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna.
Telur að Pútín vilji binda enda á stríðið
Forseti Tyrklands segist telja að Rússlandsforseti leiti nú leiða til að binda enda á stríðið í Úkraínu. Hann segir mikilvægt skref innan seilingar.
Heimsglugginn
Heimsglugginn: Kristersson reynir stjórnarmyndun
Magdalena Anderson, forsætisráðherra Svíþjóðar, baðst lausnar í morgun. Andreas Norlén, forseti sænska þingsins, fól henni að sitja áfram uns ný ríkisstjórn hefur verið mynduð. Ulf Kristersson, formaður hægri flokksins Moderaterna, fær nú tækifæri til að mynda stjórn sem nýtur stuðnings meirihluta sænska þingsins. Fylking hægri flokka fékk 176 þingsæti í kosningunum á sunnudag en vinstri flokkar 173.
Erdogan hótar hörðum aðgerðum gegn Grikkjum
Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti sendi Grikkjum skýra viðvörun á fjöldafundi í dag. „Lítið á söguna Grikkir. Ef þið gangið lengra eigið þið eftir að gjalda fyrir það dýru verði,“ hefur AFP fréttastofan eftir forsetanum, sem vísaði þarna til deilna ríkjanna í háloftunum.
03.09.2022 - 15:24
Erdogan lýsir afdráttarlausum stuðningi við Úkraínu
Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti lýsti í gær yfir afdráttarlausum stuðningi Tyrkja við Úkraínu í stríðinu við Rússa. Erdogan lýsti þessu yfir í Lviv í Úkraínu, þar sem hann fundaði með Volodymyr Zelensky Úkraínuforseta og Antonio Guterres, aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna. Aðeins eru tvær vikur síðan Erdogan hét því á fundi með Vladimír Pútín Rússlandsforseta að auka og efla stjórnmála- og viðskiptasamband Tyrkja og Rússa.
Guterres og Erdogan halda til Úkraínu
Antonio Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, og Recep Tayyip Erdoğan Tyrklandsforseti halda til fundar við Volodymyr Zelensky Úkraínuforseta í Kænugarði á morgun, fimmtudag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá skrifstofu Guterres.
Svíar ætla að framselja fanga til Tyrklands
Sænska ríkisstjórnin hefur tekið ákvörðun um að framselja fanga, tyrkneskan ríkisborgara, aftur til heimalands síns. Það er fyrsti fanginn sem Svíar ákveða að framselja til Ankara eftir að Tayyip Erdogan, Tyrklandsforseti, hótaði að beita neitunarvaldi sínu gegn umsókn Svía að NATO.
11.08.2022 - 18:01
Verðbólga í Tyrklandi nær stöðugleika í 80%
Ársverðbólga í Tyrklandi mælist 80%, samkvæmt opinberri mælingu júlímánaðar. Verðbólgan hefur vaxið nær stjórnlaust það sem af er ári, en þetta er í fyrsta sinn sem hún helst stöðug milli tveggja mánaða. Að sögn Recep Erdogan forseta er það til marks um að verðstöðugleiki sé innan seilingar.
03.08.2022 - 10:15
Heimsmarkaðsverð á hveiti lækkaði mikið í gær
Heimsmarkaðsverð á hveiti lækkaði snarlega á gær og hefur ekki verið jafn lágt síðan fyrir innrás Rússa í Úkraínu í febrúar síðastliðnum. Verðlækkunin varð í kjölfar þess að Rússar og Úkraínumenn undirrituðu samkomulag um að heimila útflutning á úkraínsku hveiti og öðru korni í Istanbúl í gær, undir vökulum augum Antonios Guterres, aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna og Receps Tayyips Erdogan, Tyrklandsforseta, en Tyrkir og Sameinuðu þjóðirnar höfðu milligöngu um samninginn.
Heimsglugginn
Heimsglugginn: Mikil áhersla Rússa á norðurslóðir
Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra og alþingismaður, segir að Vladimír Pútín Rússlandsforseti leggi gífurlega mikla áherslu á uppbyggingu á norðurslóðum. Hann geri sér grein fyrir því að þar séu miklar auðlindir, jarðefnaeldsneyti, gas og fleira, sem hægt sé að nálgast núna þegar loftslagsbreytingar hafi leitt til hlýnunar. Björn skrifaði fyrir tveimur árum skýrslu að beiðni norrænu utanríkisráðherranna um öryggissamstarf Norðurlanda.
Erdogan segir Tyrki enn geta beitt neitunarvaldi
Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti varaði við því í lok leiðtogafundar NATO að Tyrkir gætu enn ákveðið að beita neitunarvaldi gegn umsóknum Finna og Svía um aðild að bandalaginu. Sagði Erdogan að það gæti gerst ef ríkin tvö standa ekki við samkomulag sem þau gerðu við Tyrki.
30.06.2022 - 17:54
Háttsettir tyrkneskir embættismenn funduðu með Zelensky
Talsmaður Tyrklandsforseta og aðstoðarutanríkisráðherra Tyrklands funduðu með Volodymyr Zelensky Úkraínuforseta í Kænugarði í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá skrifstofu talsmannsins, Ibrahims Kalin. Ekki er greint frá efni viðræðna þeirra Sedats Onal, aðstoðarutanríkisráðherra við Zelensky, en Tyrkir hafa lagt sig eftir því að hafa milligöngu um friðarviðræður Rússa og Úkraínumanna.
Guterres hvetur Ísraela og Palestínumenn til stillingar
Antonio Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna ræddi símleiðis bæði við forsætisráðherra Ísraels og forseta Palestínu um mikilvægi þess að draga úr þeirri vaxandi spennu sem ríkir í Jerúsalem. Guterres heldur til Moskvu og Kyiv þegar eftir helgina.

Mest lesið