Færslur: Rebekka Hilmarsdóttir

Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum
Óvissustig vegna snjóflóðahættu er enn í gildi á öllum Vestfjörðum og hættustig á Ísafirði og Patreksfirði. Mikið hefur snjóað á Vestfjörðum í norðlægum og austlægum áttum frá því um miðja síðustu viku og vitað er um veikleika í snjóþekjunni. Átta íbúðarhús voru rýmd á Patreksfirði í gær og tveir sveitabæir nærri Ísafirði og í Bolungarvík.
Gagnrýna skiptingu úthlutunar úr Fiskeldissjóði
Vesturbyggð fékk úthlutað til tveggja verkefna af þeim fimm sem sótt var um í Fiskeldissjóð og fékk aðeins brot þeirra fjármuna sem sóst var eftir. Bæjarstjóri Vesturbyggðar segir þess fyrstu úthlutun endurspegla aðstöðumun milli stærri og minni sveitarfélaga.