Færslur: Raunveruleikaþættir

Gagnrýni
Akkúrat passlega mikið „beef“ fyrir fólk á ketó
„Vittu til. Þú munt fyrr en varir líklega fara að sakna vinanna þriggja og kíkja á þá á Instagram til að vita hvað þeir eru að brasa því þeir eru, eins og þættirnir, algjört æði,“ segir Júlía Margrét Einarsdóttir gagnrýnandi Lestarinnar um raunveruleikaþáttinn Æði sem sýndur er á Stöð 2.
Viðtal
Jákvæðar og neikvæðar hliðar á útilokunarmenningu
Aðjúnkt í félagsfræði við Háskóla Íslands, segir að svokölluð útilokunarmenning þar sem hópur fólks vekur athygli á ummælum eða hegðun sem þykir brjóta gegn samfélagslegum gildum færist í aukana. Rannsóknir á þessu fyrirbæri séu stutt á veg komnar og misjafnt hvort fræðimenn telji það jákvætt eða neikvætt.
Viðtal
Fann kærastann á Ástareyjunni og vann fyrstu verðlaun
Þegar Andrea Sveinsdóttir skráði sig í fyrstu seríu raunveruleikaþáttarins Ástareyjunnar í Noregi átti hún alls ekki von á því að finna ástina, enn síður að vinna nokkrar milljónir. Hana langaði þó að taka þátt til að gera eitthvað nýtt og spennandi. Í dag á hún hús og hund með öðrum keppanda í þáttunum, Morten.
Daði á sér uppáhald í breskum raunveruleikaþætti
Lag Daða og Gagnamagnsins hefur heldur betur slegið í gegn út um allan heim. Á laugardaginn hefst ný þáttaröð af raunveruleikaþættinum Strictly Come Dancing á BBC og eitt dansparið dansar við lagið Think About Things í fyrsta þætti.
22.10.2020 - 10:51
Leituðu eiginmanns Carole Baskin í auglýsingahléi
Kattakonan Carole Baskin, sem flestir kannast við úr heimildarþáttunum Tiger King, steig sinn fyrsta dans í raunveruleikaþáttinum Dancing with the Stars í gærkvöldi. Í auglýsingahléi eftir dansinn birtist auglýsing þar sem stjúpdætur Baskin óskuðu eftir aðstoð almennings við að finna fyrrverandi mann hennar sem þær grunar að hún hafi komið fyrir kattarnef.
Olíubornir bossar og þrýstnir stútar Kardashian-systra
Nú þegar raunveruleikaþættirnir Keeping up with the Kardashians eru að renna sitt skeið eftir þrettán ára sigurgöngu er vert að velta fyrir sér arfleifð, sigrum og skakkaföllum fjölskyldunnar á skjánum. Systurnar, sem allar eru moldríkar, hafa til dæmis haft gífurleg áhrif á almenna fegurðarstaðla með því að leggjast margoft undir hnífinn og kynna til leiks stæðilegar varir og flennistóra bossa sem margir þrá að geta einnig skartað.
10.09.2020 - 15:54
Carole Baskin mun sýna klærnar á dansgólfinu
Stórkattaeigandinn Carole Baskin, sem flestir ættu að þekkja úr heimildarþáttunum Tiger King, verður meðal keppenda í bandarísku raunveruleikaþáttunum Dancing with the Stars þar sem stjörnur úr öllum áttum læra samkvæmisdans í von um að sigra glitrandi glimmerbikar.
Matt James brýtur blað í sögu The Bachelor
Raunveruleikaþættirnir The Bachelor eru með lífseigari þáttaröðum sjónvarpssögunnar. Í vor kláraðist tuttugasta og fjórða þáttaröðin og lítið lát er á vinsældum þeirra. Piparsveinn tuttugustu og fimmtu þáttaraðarinnar, Matt James, var kynntur nýlega en hann verður fyrsti svarti piparsveinninn í sögu þáttanna.
15.06.2020 - 16:54
Umdeildur áhrifavaldur gerist lærifaðir
Áhrifavaldurinn umdeildi, James Charles, leitar að næsta stóra áhrifavaldi Bandaríkjanna í nýjum raunveruleikaþáttum, Instant Influencer. Í þáttunum vonast sex ungir förðunarfræðingar til þess að ná að sanna sig fyrir James sem reynir á sama tíma að miðla til þeirra af sinni reynslu í bransanum.
11.05.2020 - 11:49
Too Hot To Handle: Hér eru þau í dag
Raunveruleikaþátturinn Too hot to handle hefur verið einn sá vinsælasti í heiminum undanfarnar vikur og margir hafa sennilega velt fyrir sér hvar þátttakendurnir séu staddir í dag.
Lúmskur lærdómur í lostafullum raunveruleikaþáttum
Þáttaröðin Too hot to handle er nýjasta viðbót Netflix í hina fjölbreyttu flóru raunveruleikaþátta. Hugmyndin af þáttunum kviknaði út frá Seinfeld þætti en þeir snúast í grófum dráttum um að venja þátttakendur af merkingarlausum samböndum og hjálpa þeim að mynda djúp, tilfinningaleg tengsl.
24.04.2020 - 13:17
Ekkert kynlíf né kúr og engir kossar ef þú vilt vinna
Keppendur í nýjasta raunveruleikaþætti Netflix, Too Hot to Handle, þurfa að halda að sér höndunum og mega ekki kyssast, kúra eða stunda kynlíf ef þeir vilja eiga tækifæri á að vinna samtals 100 þúsund dollara.
Gagnrýni
Við fæðumst öll nakin og restin er drag
Íhaldssemi og fordómar hafa aukist í valdatíð Donalds Trumps Bandaríkjaforseta en á sama tíma hefur hálfgert dragæði gripið Bandaríkjamenn, ekki síst í kjölfar vinsælda raunveruleikaþáttanna RuPaul’s Drag Race. Nýjasta útspil RuPaul eru leiknir sjónvarpsþættir, AJ and the Queen. Katrín Guðmundsdóttir rýnir í þættina.
29.03.2020 - 16:37
Ákveða að gifta sig án þess að hafa séð hvort annað
Raunveruleikaþættirnir Love is Blind hafa vakið mikla athygli undanfarið. Markmið þáttanna er að komast að því hvort ástin sé í raun og veru blind og hvort tilfinningaleg tengsl milli fólks geti dugað til þess að það ákveði að eyða ævinni með hvort öðru.
Leiðarvísirinn að Love Island
Bresku raunveruleikaþættirnir Love Island verða stöðugt vinsælli meðal Íslendinga en nú á sunnudag hefst sjötta þáttaröðin. Tíu manns koma þar saman í glæsihýsi í Suður-Afríku og freista þess að finna ástina.
10.01.2020 - 15:12
Ársuppgjör ástareyjunnar
Raunveruleikaþáttaröðin Love Island hefur verið mikið á milli tannanna á fólki að undanförnu. Í gær lauk fimmtu syrpu þáttanna, sem hafa notið vaxandi vinsælda hjá landanum og sífellt fleiri eru farnir að tala um „sínar týpur á pappír.“ En hvað er svona sérstakt við þætti sem fjalla um fallega einstaklinga í leit að ástinni (eða fleiri Instagramfylgjendum)?
30.07.2019 - 14:12
Rita Ora tekur við af Tyru Banks
Þann 8. mars síðastliðinn lauk 23. seríu bandaríska raunveruleikaþáttarins America’s Next Top Model. Keppnin miðar að því að velja næstu ofurfyrirsætu Bandaríkjanna, og er einn keppandi kosinn í burtu í hverjum þætti. Þetta er fyrsta serían sem söngkonan Rita Ora stýrir, en hún tók við keflinu af ofurfyrirsætunni Tyru Banks, sem framleiddi og stýrði öllum seríunum á undan.
09.03.2017 - 16:27

Mest lesið