Færslur: Raufarhöfn

Um 200 rúllur í sjóinn í óveðri —„Sáum þær bara hverfa“
Bændur á Höfða skammt sunnan við Raufarhöfn misstu um tvö hundruð heyrúllur í sjóinn í miklu óveðri sem gekk yfir austanvert landið í fyrradag. Þeir segja tjónið hlaupa á milljónum.
05.01.2022 - 11:42
Rafmagn komið á alstaðar nema í Kelduhverfi
Á Norðausturlandi er rafmagn komið aftur á alstaðar nema í Kelduhverfi og hluta Öxarfjarðar. Vonast er til að það komist fljótlega á þann hluta Öxarfjarðar sem út af stendur, en lengra er í að straumur komist á Kelduhverfið. Þangað þarf að flytja ljósavél og mun það taka einhverjar klukkustundir, samkvæmt upplýsingum frá svæðisvakt Rarik á Norðausturlandi.
09.06.2021 - 03:40
Vilja myndavélar í þorpið — „Hér voru þjófar á ferð“
Byggðarráð Norðurþings hefur falið sveitarstjóra að ræða við lögreglustjórann á Norðurlandi eystra um uppsetningu og rekstur eftirlitsmyndavéla á Raufarhöfn. Hugmyndin kom til umræðu eftir að þjófar létu greipar sópa í þorpinu sumarið 2019.
10.02.2021 - 11:53
„Hálfsúrrealískt að ætla að hunsa þetta“
Leikkonunni Þórdísi Björk Þorfinnsdóttur bárust grófar lífláts- og nauðgunarhótanir eftir að skjáskot af ummælum sem hún lét falla um Raufarhöfn og Kópasker fór í dreifingu á samfélagsmiðlum. Þórdís hefur ákveðið að kæra þá sem stóðu að baki grófustu hótununum til lögreglu. Leikhópurinn Lotta, hverfisráð Raufarhafnar og hverfisráð Öxarfjarðar sendu síðdegis frá sér yfirlýsingu um málið til að reyna að lægja öldurnar.
22.07.2020 - 16:43
Myndskeið
Sóttu bilaðan bát norðaustur af Raufarhöfn
Áhöfnin á björgunarskipinu Gunnbjörgu sótti línu- og netabátinn Háey ÞH um 18 sjómílur norðaustur af Raufarhöfn í morgun. Báturinn var með bilaðan gír og komst hvorki lönd né strönd. Engin hætta var á ferðum og aðgerðin gekk vel.
23.04.2020 - 12:27
Halda sig við lokun sundlaugarinnar
Fjölskylduráð Norðurþings heldur sig við þá ákvörðun að hafa sundlaugina á Raufarhöfn lokaða fram á vor. Sundlaugin verður opin í þrjá daga um páskana og opnuð í byrjun maí fyrir sumarið.
10.03.2020 - 16:46
Reynt að ná sáttum um málefni Raufarhafnar
Sveitarstjóri Norðurþings vísar ásökunum íbúa á Raufarhöfn, um misskiptingu innan sveitarfélagsins, á bug. Ákveðið hefur verið að taka lokun sundlaugarinnar á Raufarhöfn til endurskoðunar.
31.01.2020 - 13:02
„Þetta er ótrúlega rotið dæmi“
„Það er enginn sem tekur upp hanskann fyrir Norðurþing eins og staðan er núna,“ segir íbúi á Raufarhöfn. Mikil reiði er yfir því að sundlauginni í þorpinu var lokað um áramót. Íbúafundur var haldinn fyrir helgi.
20.01.2020 - 14:34
Rannsaka bruna á mannlausu veiðihúsi við Deildará
Lögreglan á Húsavík rannsakar nú hvað varð til þess að mannlaust veiðihús við Deildará, sunnan Raufarhafnar, brann til grunna í nótt.
20.11.2019 - 16:22
Féll sjö metra af svölum á Raufarhöfn
Maður féll af svölum blokkar á Raufarhöfn í nótt. Hann féll sjö metra og var meðvitundalítill þegar lögregla kom á staðinn. Hann var fluttur til Þórshafnar með sjúkrabíl og þaðan með sjúkraflugi á Landspítalann klukkan að ganga þrjú í nótt, að sögn lögreglunnar.
15.11.2019 - 16:10
Hvar er Raufarhöfn?
„Þegar ég flutti til Reykjavíkur þá var ég að segja við vinkonur mínar eða vinnufélagana mína að ég væri frá Raufarhöfn. Þau bara eitthvað; Hvar er það? Það náttúrulega vita voða fáir hvar Raufarhöfn er,“ sagði Brynja Dögg Björnsdóttir, íbúi á Raufarhöfn, þegar Kveikur ræddi hana þar í vetur.
16.02.2018 - 11:45