Færslur: Raufarhöfn

Myndskeið
Sóttu bilaðan bát norðaustur af Raufarhöfn
Áhöfnin á björgunarskipinu Gunnbjörgu sótti línu- og netabátinn Háey ÞH um 18 sjómílur norðaustur af Raufarhöfn í morgun. Báturinn var með bilaðan gír og komst hvorki lönd né strönd. Engin hætta var á ferðum og aðgerðin gekk vel.
23.04.2020 - 12:27
Halda sig við lokun sundlaugarinnar
Fjölskylduráð Norðurþings heldur sig við þá ákvörðun að hafa sundlaugina á Raufarhöfn lokaða fram á vor. Sundlaugin verður opin í þrjá daga um páskana og opnuð í byrjun maí fyrir sumarið.
10.03.2020 - 16:46
Reynt að ná sáttum um málefni Raufarhafnar
Sveitarstjóri Norðurþings vísar ásökunum íbúa á Raufarhöfn, um misskiptingu innan sveitarfélagsins, á bug. Ákveðið hefur verið að taka lokun sundlaugarinnar á Raufarhöfn til endurskoðunar.
31.01.2020 - 13:02
„Þetta er ótrúlega rotið dæmi“
„Það er enginn sem tekur upp hanskann fyrir Norðurþing eins og staðan er núna,“ segir íbúi á Raufarhöfn. Mikil reiði er yfir því að sundlauginni í þorpinu var lokað um áramót. Íbúafundur var haldinn fyrir helgi.
20.01.2020 - 14:34
Rannsaka bruna á mannlausu veiðihúsi við Deildará
Lögreglan á Húsavík rannsakar nú hvað varð til þess að mannlaust veiðihús við Deildará, sunnan Raufarhafnar, brann til grunna í nótt.
20.11.2019 - 16:22
Féll sjö metra af svölum á Raufarhöfn
Maður féll af svölum blokkar á Raufarhöfn í nótt. Hann féll sjö metra og var meðvitundalítill þegar lögregla kom á staðinn. Hann var fluttur til Þórshafnar með sjúkrabíl og þaðan með sjúkraflugi á Landspítalann klukkan að ganga þrjú í nótt, að sögn lögreglunnar.
15.11.2019 - 16:10
Hvar er Raufarhöfn?
„Þegar ég flutti til Reykjavíkur þá var ég að segja við vinkonur mínar eða vinnufélagana mína að ég væri frá Raufarhöfn. Þau bara eitthvað; Hvar er það? Það náttúrulega vita voða fáir hvar Raufarhöfn er,“ sagði Brynja Dögg Björnsdóttir, íbúi á Raufarhöfn, þegar Kveikur ræddi hana þar í vetur.
16.02.2018 - 11:45