Færslur: Rauði krossinn

Á fimmta hundrað fengu úthlutað úr sárafátæktarsjóði
451 einstaklingur hefur notið góðs af sárafátæktarsjóði Rauða krossins á Íslandi síðan úthlutun hófst í mars. Frá þessu er greint í fréttatilkynningu frá Rauða krossinum. Sjóðnum er ætlað að styðja við mjög tekjulága einstaklinga.
29.11.2019 - 15:04
Öryrkjar stærsti hópur þeirra sem sækja um aðstoð
Öryrkjar eru stærsti hópur þeirra sem sækja um jólaaðstoð á Eyjafjarðarsvæðinu fyrir þessi jól. Um 12 milljónir króna þarf til að veita öllum aðstoð sem þess óska.
Viðtal
„Það er betra að hætta inn í sumarið“
„Fyrsta árið var svolítið skrítið, það vantaði svolítið inn í tilveruna því þessi tilvera, vinnutilveran, sérstaklega þegar maður er búinn að vinna svona lengi á sama stað, er partur og jafnvel stór partur af hverjum manni, vinnustaðurinn, vinnufélagarnir.“ Svona lýsir Jóhann Salomon Gunnarsson þeim tímamótum að hætta að vinna.
Kókaínneysla virðist aukast og efnið sterkara
Kókaínneysla virðist hafa aukist mjög og efnið er að verða sterkara. Þetta segir Svala Jóhannesdóttir verkefnisstýra Frú Ragnheiðar. Hún segir að nokkur dauðsföll á þessu ári megi rekja til kókaínneyslu. Rauði kross Íslands rekur Frú Ragnheiði en hún þjónustar vímuefnaneytendur og heimilislausa.
12.09.2019 - 12:19
Myndband
Traustir vinir í nýju landi
Það er gefandi að aðstoða fólk og kynnast því á persónulegum nótum, segir Svala Jónsdóttir, sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum. Hún hefur verið leiðsögumaður fjölskyldu frá El Salvador í eitt ár. Þau segja hjálpina hafa skipt sköpum, enda hafi Svala aðstoðað þau við að finna bæði vinnu og íbúð.
Mikill gleðidagur og ágreiningur úr sögunni
Tuttugu og fimm nýjir sjúkrabílar eru væntanlegir til landsins á næstu mánuðum. Sjúkratryggingar Íslands og Rauði krossins undirrituðu í dag samkomulag um að framlengja samning um kaup og rekstur sjúkrabifreiða. Framkvæmdastjóri Rauða krossins segir tryggt að óvissuástand skapist ekki aftur. 
11.07.2019 - 21:57
Rauði krossinn með 25 milljón króna framlag
Rauði krossinn á Íslandi styður við neyðaraðstoð vegna ebólufaraldurs sem geysar nú í Austur-Afríku með 25 milljóna króna framlagi.
20.06.2019 - 07:00
Viðtal
Safnað fyrir sýrlenskar fjölskyldur
Rauði Krossinn á Blönduósi undirbýr komu flóttafólks frá Sýrlandi og óskar eftir húsgögnum, húsbúnaði og heillegum fötum. Fjölskyldurnar eru væntanlegar til Blönduóss og Hvammstanga um miðjan maí.
Vonast eftir upplýsingum um mannrán í Sýrlandi
Alþjóða Rauði krossinn ákvað í gær að birta nafn nýsjálensks hjúkrunarfræðings sem var rænt ásamt tveimur sýrlenskur hjúkrunarfræðingum í Sýrlandi árið 2013. Vonast samtökin til þess að með falli vígahreyfingarinnar sem kennir sig við íslamskt ríki verði auðveldara að hafa uppi á henni.
15.04.2019 - 04:57
Setja af stað neyðaráætlun vegna kuldans
Reykjavíkurborg hefur ákveðið að setja af stað neyðaráætlun vegna kulda sem spáð er um helgina. Eins og greint hefur verið frá á RÚV.is verða Konukot og Gistiskýlið, athvarf heimilislausra í borginni, opin lengur en vanalega. Heimilislausir geta þess vegna haft skjól allan daginn.
01.02.2019 - 18:25
Konukot opið um helgina vegna kuldans
Stefnt er að því að hafa Konukot opið allan daginn á meðan það er eins kalt í veðri og verið hefur. Konukot er neyðarathvarf fyrir heimilislausar konur og er vanalega aðeins opið frá klukkan 17 til 10 daginn eftir. Þar eru tólf gistipláss.
01.02.2019 - 15:53
Opna neyslurými í Reykjavík fyrir 50 milljónir
Breyta á lögum um ávana- og fíkni efni til þess að tryggja að hægt sé að opna neyslurými í Reykjavík fyrir langt leidda vímuefnanotendur. Í fjárlagafrumvarpinu sem liggur nú fyrir Alþingi er gert ráð fyrir að 50 milljónum verði varið í verkefnið á næsta ári. Rauði krossinn á Íslandi mun sinna þjónustunni.
20.11.2018 - 22:18
Hjálpa fyrrverandi föngum að fóta sig á ný
Rauði krossinn ætlar að aðstoða fólk sem er að ljúka afplánun í fangelsi við að verða virkir þátttakendur í samfélaginu á ný. Verkefnisstjóri hjá samtökunum segir mikla þörf á slíkri aðstoð enda taki ekkert við hjá fólki að lokinni afplánun.
06.09.2018 - 13:36
Fleiri unglingar „fikta við nálina“
Færst hefur í aukana að unglingar sprauti sig með vímuefnum. Forstöðumaður Stuðla segir að neyslan sé orðin viðteknari. Ræða megi hvort þörf er á skaðaminnkandi úrræði fyrir þennan hóp en það sé brýnt að gefast ekki upp á honum. 
14.07.2018 - 19:42
Dæmi um að þrettán ára noti vímuefni í æð
Unglingar sem nota vímuefni í æð veigra sér við að sækja sér hreinar sprautur og aðhlynningu vegna þess að þeir óttast tilkynningaskyldu heilbrigðisstarfsfólks. Þetta segir verkefnastýra skaðaminnkunar verkefnis Rauða krossins, Frúar Ragnheiðar.
Telja skilyrði nýrrar reglugerðar of þröng
Rauði krossinn lýsir yfir áhyggjum af nýrri reglugerð sem samtökin telja að þrengi túlkun á því hvenær sérstakar ástæður eigi við í málum umsækjenda um alþjóðlega vernd og hvenær beri að taka mál sérstaklega viðkvæmra einstaklinga til efnislegrar meðferðar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Rauða krossinum.
21.03.2018 - 14:29
Uppnám í Eyjafjarðardeild Rauða krossins
Deildarstjóri Eyjafjarðardeildar Rauða krossins hefur sagt upp störfum eftir 26 ár hjá félaginu. Ástæðan er vantraust sem hann segir hafa komið fram á störf sín. Fleiri hafa yfirgefið deildina vegna þessa.
20.03.2018 - 15:59
Fréttaskýring
Segja Metoo-bylgjuna nú skekja hjálparsamtök
Það er ólíðandi að ekki sé leitað annarra lausna, að velferð kvenna sé fórnað fyrir hagsmuni heildarinnar. Þetta segir framkvæmdastjóri Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi. Dæmi eru um að starfsmenn á vegum Sameinuðu þjóðanna neiti að afhenda sýrlenskum konum hjálpargögn og krefjist kynferðislegra greiða. Síðastliðnar vikur hefur hulunni verið svipt af ósæmilegri hegðun hjálparstarfsmanna á hamfara- og stríðssvæðum. Ofbeldi og misbeitingu þar sem síst skyldi. Þau skoða nú sinn gang.
Undirbúa opnun fjöldahjálparstöðvar í Aratungu
Rauði krossinn á Selfossi býr sig nú undir að halda í félagsmiðstöðina Aratungu í Reykholti og opna þar fjöldahjálparstöð. „Björgunarsveitirnar ætla að hjálpa okkur að komast þangað,“ segir Erla Guðlaug Sigurjónsdóttir, deildarstjóri Rauða krossins í Árnessýslu. Fjöldahjálparstöð var opnuð á Selfossi klukkan sex en Erla segir að þangað hafi ekki komið mjög margt fólk. Henni verði þó líka haldið opinni.
10.02.2018 - 21:18
Eitt erfiðasta verkefni í sendifulltrúa minnum
Rauði krossinn á Íslandi sendir í næstu viku þrjá hjúkrunarfræðinga til Bangladess til að starfa í tjaldsjúkrahúsi í stærstu flóttamannabúðum landsins. Áður hafði Rauði krossinn sent átta sendifulltrúa til landsins og hefur ekki sent jafnmarga sendifulltrúa í neitt verkefni árum saman að sögn Brynhildar Bolladóttur, upplýsingafulltrúa Rauða krossins.
10.11.2017 - 11:45
Sex ár frá upphafi mótmæla og átaka í Sýrlandi
Sex ár eru liðin í dag frá því fyrstu mótmælin hófust í Sýrlandi; mótmæli sem svarað var með ofbeldi, sem síðan leiddi af sér meira ofbeldi. Anna Lára Steindal, starfsmaður Rauða krossins á Íslandi kom í Morgunútvarp Rásar 2 í morgun, til að fara yfir þróun þessara átaka sem kostað hafa hundruð þúsunda manns lífið og leitt til þess að milljónir hafa flúið land.
15.03.2017 - 09:51
„Þetta þarf ekki að vera svona brútal“
Eyjaskeggjar skera gúmmíbátana sem fólkið skilur eftir í flæðarmálinu niður í búta. Þeir nota þá sem efnivið í hænsnabúr. Utanborðsmótorum má oft koma í verð. Skátarnir sjá um að hreinsa strendurnar sem sumar hafa tekið á sig appelsínugulan lit. Þær eru þaktar björgunarvestum. Þeir safna saman vestunum, binda þau í búnt og koma þeim um borð í næsta öskubíl.
12.01.2016 - 17:21
  •