Færslur: Rauðagerði

Rauðagerðismálið komið til héraðssaksóknara
Rauðagerðismálið svokallaða er komið til héraðssaksóknara. Þetta staðfestir Kolbrún Benediktsdóttir, varahéraðssaksóknari, í svari til fréttastofu. Albanskur karlmaður hefur játað að hafa skotið Armando Bequiri, ríflega þrítugan fjölskylduföður frá Albaníu, til bana fyrir utan heimili hans um miðjan febrúar.
03.05.2021 - 11:42
Blaðamannafundur vegna morðsins í Rauðagerði
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu boðar til blaðamannafundar í dag vegna rannsóknarinnar á morðinu á Armando Beqiri við Rauðagerði um miðjan febrúar. Boðað var til fundarins í morgun og verður hann á Teams. „Til umfjöllunar verður rannsókn embættisins á manndrápi í austurborginni í síðasta mánuði,” segir í tilkynningunni.
Sjónvarpsfrétt
Umfangsmesta morðrannsókn Íslandssögunnar
Fjórir voru handteknir í aðgerðum lögreglu í dag vegna rannsóknar á morðinu í Rauðagerði. Að auki var leitað á sex stöðum. 14 manns hafa verið handtekin frá því rannsókn hófst fyrir rúmum mánuði síðan, 12 eru með stöðu sakbornings og lögreglan hefur leitað á yfir 30 stöðum. Þetta er langumfangsmesta morðrannsókn lögreglunnar til þessa.
Sakborningar yfirheyrðir daglega vegna morðsins
Fjórir eru í varðhaldi lögreglu vegna rannsóknar hennar á morðinu sem var framið við Rauðagerði fyrir rúmum mánuði. Fimm eru í farbanni út mánuðinn. Lögreglan yfirheyrir fólkið sem er í haldi á hverjum degi og miðar rannsókninni vel, þó að hún sé flókin. Meðal þess sem er enn í skoðun er hvort morðið hafi verið fyrirskipað af öðrum en byssumanninum sjálfum og hvort málið sé mögulega stærra í sniðum en deilur á milli tveggja manna.
15.03.2021 - 15:38
Spegillinn
Nýr veruleiki að menn séu myrtir „með köldu blóði“
Lögreglan verður að komast að því hvað gerðist þegar maður var skotinn til bana fyrir utan heimili sitt við Rauðagerði í Reykjavík um helgina. Þetta segir Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur og prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands. Hann segir að það sé nýr veruleiki hér á landi, að menn séu myrtir með köldu blóði fyrir utan heimili sitt. Það auki hins vegar ekki öryggi borgaranna að vopnavæða almenna lögreglumenn.
Lögreglan verst allra frétta af morðrannsókn
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu verst allra frétta af gangi rannsóknar á skotárás í Bústaðahverfi á laugardagskvöld. Erlendur karlmaður á fertugsaldri var skotinn til bana og útlengingur á sama aldri hefur verið úrskuðaður í gæsluvarðhald.