Færslur: Rauð veðurviðvörun

Veðurviðvaranir taka gildi vegna hitabylgju í Bretlandi
Gul veðurviðvörun hefur tekið gildi í Bretlandi og verða viðvaranir í gildi fram á þriðjudag, vegna mikils hita sem spáð er í landinu næstu daga. Á morgun, mánudag, tekur svo við rauð viðvörun af þeirri gulu inn til landsins.
17.07.2022 - 05:52
Fólk varað við að vera úti - Hellisheiði lokað
Búið er að loka veginum yfir Hellisheiði vegna óveðursins sem skellur á undir kvöld, en aðrir vegir á suðvesturhorninu eru á óvissustigi og líklegt er að víðar verði lokað áður en veðrið versnar frekar suðvestanlands, þar sem appelsínugul viðvörun tók gildi klukkan fjögur og klukkan sjö breytist hún í rauða. Óvissustig almannavarna tekur gildi klukkan fimm og verður samhæfingarmiðstöð starfrækt fram til morguns. Íbúar eru hvattir til að halda sig heima meðan veðrið gengur yfir.
Björgunarsveitir í yfir 130 útköll í óveðrinu
Björgunarsveitir hafa farið í um 130 útköll tengd aftakaveðrinu sem nú gengur yfir landið, lang flest þeirra á suðvesturhorni landsins. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir veðrið virðast mildara í öðrum landshlutum en spár gerðu ráð fyrir.
07.02.2022 - 11:06