Færslur: Rás 1

Nýr fréttaskýringaþáttur og breytingar á hlutverki þula
Nýr fréttaskýringaþáttur hefur brátt göngu sína á Rás 1 og verður á dagskrá í hádeginu alla virka daga. Skerpt hefur verið á hlutverkum þula á rásinni, meðal annars til að skilja að lestur dagskrár og auglýsinga.
17.11.2020 - 11:31
Ertu til í að skrúfa upp í fónógrafinum?
Í tilefni dags íslenskrar tungu, sem er á morgun, rifjum við upp þátt Orðs af orði frá því fyrr á árinu. Fjallað var um smíði nýrra orða yfir ýmsa tækni til að spila tónlist, allt frá hljóðrita og málvél til kassettu, hljóðstokks og gettóblasters. Þá kemur einnig við sögu tónlistarveitan Spotify, tilurð þeirrar nafngiftar og ýmislegt fleira. Guðrún Línberg Guðjónsdóttir og Kristján Friðbjörn Sigurðarson höfðu umsjón með þættinum.
„Við erum Gísli Marteinn barnanna“
Jakob Birgisson og Snorri Másson eru fræðarar verkefnis Árnastofnunar sem kallast Handritin til barnanna. Til stóð að Jakob og Snorri heimsæktu rúmlega fimmtíu skóla á landinu og fylgdu verkefninu eftir. Skólarnir urðu þó heldur færri vegna samkomutakmarkana og reglna í samfélaginu, vegna farsóttarinnar sem nú geisar.
Heimskviður
Útrýming á menningu heillar þjóðar
Kínversk stjórnvöld eru sökuð um að reyna að eyða menningu Úígúra þar í landi og að hafa í því skyni lokað eina milljón manns inni í fangabúðum. Þar er fólk neytt til að láta af trú sinni, læra að tala kínversku, og er refsað fyrir að eignast mörg börn. Þá eru einnig dæmi um að eftir vistina þar sé fólk sent í þrælkunarvinnu í verksmiðjum.
14.11.2020 - 07:01
Handritin til barnanna og börnin til handritanna
Í kjallara Árnagarðs, í sérstakri handritageymslu, leynist mikill fjársjóður í formi skinnhandrita frá miðöldum. Í vor er hálf öld frá því fyrstu handritin komu heim frá Danmörku eftir áratuga samningaviðræður Dana og Íslendinga. Tímamótunum er meðal annars fagnað með því að miðla handritafróðleik til grunnskólabarna og með verðlaunahátíð 21. apríl þegar 50 ár eru, upp á dag, síðan Íslendingar tóku á móti Konungsbók eddukvæða og Flateyjarbók á hafnarbakkanum í Reykjavík.
Mynd með færslu
Í BEINNI
Bilun í Skálafelli truflaði útsendingar Rásar 1 og 2
Vegna bilunar í útsendingu Rásar 1 og Rásar 2 frá Skálafelli heyrðust ekki útvarpsrásirnar víða á Suðvestur- og Vesturlandi. Bilunin hafði áhrif á aðra senda sem miðla útvarpsrásunum áfram til hlustenda.
27.10.2020 - 09:47
Víðsjá
Beethoven getur kennt okkur dirfsku og þor
Beethoven - byltingarmaður tónlistarinnar, er heiti á nýjum útvarpsþáttum sem hefjast á Rás 1 á morgun, laugardag. Þar segir tónlistarfræðingurinn Árni Heimir Ingólfsson frá lífshlaupi og list Ludwigs van Beethoven en í ár eru 250 ár frá fæðingu tónskáldsins.
Heimskviður
Ræðan sem ýtti af stað annarri #metoo-bylgju
Önnur #metoo-bylgja ríður nú yfir Danmörku. Á annað þúsund konur í fjölmiðlum þar í landi lýsa yfir stuningi við nýlega frásögn Sofie Linde af áreitni og misrétti í starfi sínu. Allir virðast sammála um að kynbundið misrétti og áreitni eigi ekki að viðgangast í Danmörku en það virðist hægara sagt en gert að uppræta það.
22.09.2020 - 07:00
Heimskviður
Drepin vegna starfa sinna
Í vikunni hófust í París réttarhöld yfir mönnum sem sakaðir eru um aðild að skotárás á ritstjórnarskrifstofu franska blaðsins Charlie Hebdo fyrir fimm árum. Þau ellefu sem voru myrt í vinnunni þennan janúardag í París eru ekki einu blaðamennirnir sem ekki fá að snúa aftur heim eftir vinnu. Bara í ár hafa 17 fréttamenn látist vegna vinnu sinnar, meirihluti þeirra var myrtur.
05.09.2020 - 07:30
Útvarpsútsendingar lágu niðri
Útvarpsútsendingar Rásar 1 og Rásar 2 lágu niðri í gegnum stuttbylgju frá því upp úr miðnætti þar til rétt fyrir klukkan eitt í nótt. Bilunin átti við um höfuðborgarsvæðið, og mögulega stærra svæði. Strengur rofnaði í viðhaldsvinnu,og af einhverjum sökum fór varaaflskerfi ekki í gang. Útsendingar ættu að vera komnar í lag.
03.07.2020 - 00:56
 · Rás 1 · Rás 2
Heimskviður
Þúsundum kínverskra barna rænt ár hvert
Fjölmiðlar í Kína, og víðar, fylgdust í síðustu viku með langþráðum endurfundum ungs manns og foreldra hans. Þau höfðu ekki hist í 32 ár eða frá því að syninum var rænt þegar hann var tveggja ára. Þúsundum barna er rænt á hverju ári í Kína, og þau ganga kaupum og sölum.
27.05.2020 - 08:00
Erlent · Asía · Rás 1 · Kína
Skemmtiferð Vals og Víkings til Þýskalands nasismans
Hvenær er óhætt að leggja af stað? Það er spurningin sem hefur brunnið á okkur öllum undanfarnar vikur. Haustið 1939 lögðu ekki heldur margir í skemmtiferð til Þýskalands. Blöðin voru full af fréttum af yfirvofandi átökum í Evrópu og stríðsæsingi nýrra valdhafa í Berlín. Það stöðvaði þó ekki úrvalslið knattspyrnumanna úr Val og Víkingi í að sigla í fangið á heimstyrjöldinni.
21.05.2020 - 10:46
Rás 1 safnar sögum úr COVID-19 faraldrinum
Í dag opnaði gátt á RÚV.is þar sem hægt er að senda inn frásagnir af því ástandi sem COVID-19 faraldurinn hefur skapað.
26.03.2020 - 15:39
Heimskviður
Skipta þakkarræður á Óskarnum einhverju máli?
Óskarsverðlaunin verða veitt í kvöld, í 92. sinn. Það er ekki ósennilegt að stór hluti þjóðarinnar verði óútsofinn í vinnu og skóla á mánudag, þau sem vilja fylgjast með því hvort Hildur Guðnadóttir bæti ekki síðustu og stærstu verðlaununum í ríkulega uppskeru sína síðastliðnar vikur og mánuði. En saga Óskarsins er löng, og þau eru mörg sem hafa sett mark sitt á hana með eftirminnilegum hætti.
09.02.2020 - 07:30
Heimskviður
Megxit: Hvað gera Harry og Meghan nú?
Hertogahjónin af Sussex, Harry Bretaprins og Meghan, vilja draga sig í hlé, draga úr embættisverkum á vegum bresku konungsfjölskyldunnar og standa á eigin fótum. Það gera þau meðal annars til að forða sér og sínum undan vökulum augum fjölmiðla. En er víst að ákvörðun þeirra verði til þess að draga úr áhuga fjölmiðla og almennings á þeim Harry og Meghan?
25.01.2020 - 07:30
Bilun í sendi Rásar 1 í Bólstaðarhlíð
Bilun er í sendi Rásar 1 í Bólstaðarhlíð á Norðurlandi og því er ekki hægt að hlusta á útsendingar í Svartárdal. Gert verður við sendinn á morgun.
14.01.2020 - 12:25
Morgunvaktin
Ástandið í Nýja Suður-Wales eins og í hryllingsmynd
Ástandinu í Nýja Suður-Wales í Ástralíu er helst hægt að líkja við stríðsástand, segir Sólveig Einarsdóttir, sem búið hefur í bænum Narrabri í fylkinu í þrjátíu ár. Ekkert lát er á gróðureldum, bændur bregða búi og fólk er tilbúið að flýja heimili sín á hverri stundu.
09.01.2020 - 10:00
Samfélagið
Telur lagabreytingu um tryggingar óskiljanlega
Sú skylda eigenda vélsleða, fjórhjóla og torfærumótorhjóla að tryggja ökumenn tækjanna datt úr gildi með nýjum lögum um áramót. Óðinn Elísson, lögmaður og framkvæmdastjóri lögmannsstofunnar Fulltingis, telur þetta mikla afturför, sé vægt til orða tekið. Rætt var við hann í Samfélaginu á Rás 1 í dag.
08.01.2020 - 16:15
Heimskviður
Stórsigur Johnsons og svanasöngur Corbyns
Stórsigur breska Íhaldsflokksins í þingkosningunum í Bretlandi í gær og ósigur Verkamannaflokksins þóttu báðir sögulegir. Forsætisráðherrann Boris Johnson var sigurreifur í morgun en Jeremy Corbyn, formaður Verkamannaflokksins, segist ekki ætla að veita flokknum forystu í næstu kosningum.
13.12.2019 - 12:19
Heimskviður
Svanasöngur Simpson fjölskyldunnar á næsta leiti?
Á dögunum var ýjað að því að þættirnir um Simpson fjölskylduna renni bráðum sitt skeið á enda, þrjátíu þáttaröðum frá því að fyrsti þátturinn var sýndur. Aðdáendur þáttanna eru miður sín, eða hvað? Einn af eldheitustu aðdáendum þáttanna segir að þetta sé komið gott og að í raun hefði átt að loka Simpson-sjoppunni fyrir löngu. Hvernig ætli standi á því?
11.12.2019 - 07:30
 · Erlent · Rás 1 · The Simpsons
Heimskviður
„Hún skilur eftir sig stórt gat í þjóðfélaginu“
Óhugnanlegt morðmál hefur skekið samfélagið á Möltu síðan í október 2017. Þá var blaðamaðurinn Daphne Caruana Galizia, ráðin af dögum. Sprengju var komið fyrir í bíl hennar. Ýmislegt hefur komið í ljós um málið á síðustu dögum og vísbendingar eru um að það teygi anga sína í forsætisráðuneyti Möltu. Íslensk vinkona hennar segir að hún skilji eftir sig stórt skarð í samfélaginu enda hafi hún verið einstaklega fær blaðamaður.
07.12.2019 - 07:01
Heimskviður
Dauðarefsingu frestað og málið rannsakað að nýju
Dauðarefsingu yfir bandarískum manni var frestað í síðustu viku eftir að hávær mótmæli náðu eyrum ríkisstjóra Texas. Mótmælin snerust um að ný sönnunargögn bentu til að maðurinn væri alls ekki sekur um glæpinn sem átti að lífláta hann fyrir. Kim Kardashian og Bernie Sanders eru meðal þeirra sem fagna því að Rodney Reed sé enn á meðal vor, á meðan mál hans verður rannsakað á nýjan leik.
26.11.2019 - 07:30
Heimskviður
Drottningin snýr aftur á Netflix
Í dag verður þriðja þáttaröðinn af The Crown aðgengileg á streymisveitunni Netflix. Í þáttaröðinni er sagt frá valdatíð Elísabetar Englandsdrottningar. Ævisaga drottningarinnar eru næst dýrustu sjónvarpsþættir sögunnar, enda er engu til sparað við að sviðsetja ævi konungsfjölskyldunnar. Ekki eru þó allir ánægðir með uppátækið, á meðan sum gagnrýna umfjöllun um persónuleg málefni tengd fjölskyldunni segja aðrir að söguleg ónákvæmni á köflum rýri heimildagildi þáttanna.
17.11.2019 - 07:30
Fréttaskýring
„Vita ekki hvort þeir eru að koma eða fara“
Bretar eru ekki enn farnir úr Evrópusambandinu, þó að enn einn fresturinn til þess hafi runnið út í gær. En þyki fólki það taka langan tíma fyrir Breta að komast úr Evrópusambandinu má hafa það í huga að það tók líka þó nokkur ár fyrir þá að komast í sambandið. Það togast nefnilega á í mörgum Bretum viljinn til að tilheyra og hagnast á veru innan Evrópusambandsins og minningin um heimsveldið sem þeir eitt sinn voru.
03.11.2019 - 07:30