Færslur: Rás 1

Þetta helst
Glæpavarnir og forvirkar rannsóknarheimildir lögreglu
Frumvarp um forvirkar rannsóknarheimildir, eða afbrotavarnir, eins og dómsmálaráðherra kallar það, er tilbúið. Ráðherra tilkynnti þetta í síðustu viku, en tilefnið var handtaka tveggja ungra íslenskra manna sem eru grunaðir um að hafa verið að skipuleggja hryðjuverk á Íslandi. Vopnaframleiðsla, fjöldamorð og voðaverk eru orðin sem lögreglan notaði í tengslum við þetta mikla mál. Mál án fordæma á Íslandi. Þetta helst fjallar í dag um forvirkar rannsóknarheimildir lögreglunnar.
Heimskviður
Hlaðvarpið sem breytti rannsóknarblaðamennskunni
Adnan Syed, rúmlega fertugum Bandaríkjamanni, var sleppt úr fangelsi á mánudag, eftir 23 ára vist á bak við lás og slá. Syed var 17 ára þegar hann var handtekinn í Baltimore í Bandaríkjunum 1999, grunaður um að hafa myrt fyrrverandi kærustuna sína. Hann var fundinn sekur, þó að rannsókn lögreglu á morðinu hafi verið afar hroðvirknisleg, segja margir, og sönnunargögnin gegn drengnum í besta falli vafasöm. Fjallað er um hlaðvarpið sem rannóknarblaðamennskutæki í Heimskviðum.
25.09.2022 - 07:30
 · Hlaðvarp · Erlent · Rás 1 · Lögreglumál · Dómsmál · Serial
Þetta helst
Allt í fokki hjá Flokki fólksins
Það hefur ekki blásið byrlega fyrir Flokki fólksins undanfarið. Eftir stórsigur í Alþingiskosningum og gott gengi í sveitarstjórnarkosningunum, hefðu sumir sagt að nú væri tækifæri fyrir flokkinn að láta til sín taka. En hneykslismálin hafa gert honum erfitt um vik. Karlarnir virðast sumir hafa átt í vandræðum með sig, þá sérstaklega hvað varðar samskipti við konur. Það andar nú köldu á milli forystu flokksins og karlanna á efstu sætum listans á Akureyri. Þetta helst skoðaði Flokk fólksins.
22.09.2022 - 13:15
Þetta helst
Haustlitirnir: Náttúran býr sig undir vetrarkomu
Haustið er uppskera sumarsins og undirbúningur fyrir veturinn. Náttúran breytir um lit til að leggjast í dvala, plönturnar færa næringuna niður í ræturnar og fella fagurgul laufin til að geta tekist á við vorið eftir kuldann og myrkrið í vetur. Skógfræðingar segja að á Íslandi sé æskilegt fyrir plönturnar að haustlitirnir verði komnir í kringum 1. október. Það þýðir að þær séu heilbrigðar, að þeim líði vel. Svo er líka alveg voðalega fallegt. Haustlitir verða helst í dag.
21.09.2022 - 13:09
 · Rás 1 · Innlent · Náttúra · vísindi · Umhverfismál · Hlaðvarp
Þetta helst
Hollywood gegn íslenskri kvikmyndaframleiðslu?
Kvikmyndabransinn á Íslandi var á dagskrá Þetta helst í dag. Á nýafstaðinni Edduhátíð notaði kvikmyndagerðarfólk flest tækifærið til að hvetja stórnvöld til að falla frá ríflega þrjátíu prósenta niðurskurði til Kvikmyndasjóðs. Íslensk kvikmyndagerð þarf á peningunum að halda til að blómstra, til að lifa af. Og íslensk kvikmyndagerð er mikilvæg. En á sama tíma erum við að fá stærsta kvikmyndaverkefni sögunnar til Íslands, fjórðu seríuna af HBO þáttunum True Detective.
Heimskviður
Magnitsky-lögin: réttlæti og refsiaðgerðir
Þegar rætt er um refsiaðgerðir, ekki gagnvart ríkjum, heldur einstaklingum sem gerst hafa sekir um mannréttindabrot og spillingu, líður sjaldnast á löngu áður en Magnitsky-lögin ber á góma. Þessi lög voru fyrst sett í Bandaríkjunum 2012 og eru nú í gildi í yfir þrjátíu ríkjum. Þau eru afrakstur þrotlausrar vinnu manns að nafni Bill Browder sem vildi með þeim ná fram réttlæti fyrir rússneskan lögfræðing að nafni Sergei Magnitsky.
16.09.2022 - 18:06
Heimskviður
Mjótt á munum fyrir kosningar í Svíþjóð á morgun
Gengið verður til kosninga í Svíþjóð á morgun. Afar mjótt verður á mununum ef marka má skoðanakannanir. Kosið er um þrjú stjórnsýslustig í einu; þing, sveitarstjórnir og héraðsstjórnir.
Þetta helst
Erfiðar aðstæður kvenna í íslenskum fangelsum
Tíu konur afplána nú dóma í fangelsinu á Hólmsheiði. Hlutfall kvenna í fangelsi hefur farið hækkandi undanfarinn áratug og hefur verið á bilinu átta til ellefu prósent, en ekki fimm prósent eins og áður. Samkvæmt nýjum tölum frá Fangelsismálastofnun eru konurnar sem nú afplána dóma á aldrinum 23 til 62 ára. Umboðsmaður Alþingis ætlar mögulega að skoða hvort konum bjóðist lakari úrræði en karlar í fangelsum landsins. Þetta helst skoðaði aðstæður kvenna í fangelsum.
Heimskviður
Góði leikarinn sem var svo vondi kallinn í alvörunni
Ein skærasta og virtasta stjarna Bandaríkjanna er nú svo eitraður að hann getur hvergi verið, enginn vill vinna með honum og enginn trúir honum. Tugir hafa stigið fram og sakað Kevin Spacey um áreitni og ofbeldi í gegnum tíðina, þrjú hafa fallið frá áður en til málaferla kom, honum hefur verið gert að greiða óheyrilega háar fjárhæðir í bætur til Netflix vegna House of Cards og þetta virðist hvergi nærri hætt. Málin halda bara áfram að koma.
04.09.2022 - 08:30
Þetta helst
Aldrei hafa fleiri látist úr ofskammti lyfja en í fyrra
Aldrei hafa fleiri látist vegna lyfjaeitrana en á síðasta ári. Samkvæmt nýbirtum tölum Landlæknisembættisins um lyfjatengd andlát 46 árið 2021, 24 á fyrri helmingi ársins og 22 á síðari helmingi. Af þeim sem létust vegna lyfjaeitrana voru níu undir þrítugu. Ópíóíðinn oxycontin og flogaveikilyfið pregabalin voru algengustu lyfin sem fundust í þeim látnu. Þetta helst fjallaði um lyfjatengd andlát og ópíóíða í dag.
31.08.2022 - 13:19
Þetta helst
Risaorkuver, vestaðar kjarnorkuofurhetjur og Chernobyl
Alheimurinn óttast að meiriháttar kjarnorkuslys kunni að vera yfirvofandi í stærsta kjarnorkuveri Evrópu, kjarnorkuverinu í úkraínsku iðnaðarborginni Zaporizhzhia. Rússneskt herlið hefur haft verið á valdi sínu síðan í mars, en skæðir bardagar hafa staðið yfir allt umhverfis það vikum saman. Leiðtogar um allan heim hafa hvatt bæði Rússa og Úkraínumenn að láta af bardögunum. Þetta helst skoðaði aðeins Zaporizhzhia kjarnorkuverið og leit til Chernobyl í leiðinni.
Heimskviður
Trúarofbeldi mormónanna: Verið góð, biðjið og hlýðið
Safnaðarmeðlimir Kirkju Jesú Krists hinna síðari daga heilögu, mormónarnir bandarísku, hafa ekki beint átt sjö dagana sæla undanfarið. Þó að sértrúarsafnaðir undan Mormónakirkjunni hafi lengi verið undir smásjánni hjá stjórnvöldum í Bandaríkjunum, reyndar í um það bil 130 ár, þá er eins og fjölmiðlar vestanhafs hafi nýverið tekið til við að dusta rykið af gömlu hneykslismálunum, kynferðisbrotunum, sértrúarsafnaðarleiðtogunum og ógeðinu sem fékk að grassera undir niðri í nafni trúar.
28.08.2022 - 08:28
 · Rás 1 · Hlaðvarp · trúmál · Mormónar · Bandaríkin · Erlent · Lögreglumál · Dómsmál · Warren Jeffs · FLSD
Heimskviður
Löng saga sundrungar í bandarísku samfélagi
Ótal fréttir hafa verið sagðar undanfarin misseri af sundrungu í bandarískum stjórnmálum og samfélagi. Skotvopnaeign, löggjöf um þungunarrof, lögregluofbeldi gegn svörtu fólk, brottflutningur bandaríska hersins frá Afganistan, innrásin í þinghúsið í Washington og um það bil allt sem Donald Trump segir og gerir. Já, þau hafa verið ófá þrætueplin þar vestra. Sundrung í Bandaríkjunum er þó ekki ný af nálinni heldur á sér langa sögu sem Trump ber sannarlega ekki einn ábyrgð á.
27.08.2022 - 13:57
Heimskviður
Ætlar ekki að una niðurstöðum kosninga í fimmta sinn
Niðurstöður nýafstaðinna forsetakosninga í Kenía voru tilkynntar í síðustu viku. Varaforseti landsins stóð uppi sem sigurvegari en sá þurfti að svara til saka fyrir Alþjóðasakamáladómstólnum í kjölfar kosninga árið 2007 þegar hann var sakaður um glæpi gegn mannkyni. Fráfarandi forseti landsins studdi hins vegar mótframbjóðanda hans, en sá beið nú ósigur í fimmta sinn í röð í forsetakosningum í landinu. Líkt og í öll hin skiptin ætlar hann ekki að una niðurstöðunni.
23.08.2022 - 07:30
Þetta helst
Fangelsi eru ekki góðir staðir fyrir veikt fólk
„Fangelsi eru ekki góðir staðir fyrir veikt fólk,“ segir yfirlæknir geðheilbrigðisteymis fangelsanna í viðtali við Læknablaðið. Sumir fangar sem geðheilbrigðisteymið telur að eigi ekki erindi inn í fangelsi, beita ofbeldi þar, en hefðu líklega ekki gert það áður. Fangelsin búa til ofbeldismenn. Þetta helst skoðaði stöðuna á geðheilbrigðskerfinu þegar kemur að föngum á Íslandi.
Þetta helst
Afskipti Rússa af starfsemi Fréttablaðsins
Fréttablaðið birti í vikunni mynd af rússneskum fána sem var notaður sem dyramotta á úkraínsku heimili. Þetta helst fjallar um viðbrögð rússneska sendiráðsins hér í bæ á þeirri birtingu og atburðarrásina sem þá fór af stað. Netárás var gerð á vef Fréttablaðsins, Rússar kröfðu ritstjórnina um afsökunarbeiðni og hótað var öllu illu. Árásin var kærð til lögreglu, Blaðamannafélagið fordæmdi afskiptin og ráðherra fjölmiðla sagðist harma árásina. Farið er yfir þessa atburðarrás í þætti dagsins.
12.08.2022 - 14:41
Þetta helst
Drottningin hættir á toppnum
Serena Williams er óumdeilanlega ein besta og merkilegasta íþróttakona heims. Hún og systir hennar, Venus, eiga að baki frekar lygilega sögu og það er óhætt að segja að þetta heimsfræga tvíeyki hafi svo sannarlega unnið fyrir þeim gífurlega árangri sem þær geta státað af í dag. Þó að saga systranna sé á mjög margan hátt sameiginleg og samtvinnuð verður Serena stjarnan í dag. Þegar hún var spurð af hverju hún væri að hætta sagði hún að það væri ljós við enda gangnanna og það ljós sé frelsið.
11.08.2022 - 13:45
 · Serena Williams · Rás 1 · Hlaðvarp · Tennis · Erlent
Þetta helst
Þunglyndi og félagsfælni geta fylgt eldingaslysum
Að meðaltali deyja um sextíu manns á dag eftir að hafa orðið fyrir eldingu. Þó eru bara til heimildir um níu banaslys af völdum eldinga hér á Íslandi, en það á sér svo sem nokkuð eðlilegar skýringar. Félagsfælni, persónuleikabreytingar og jafnvel sjálfsvígshugsanir geta hrjáð þau sem hafa orðið fyrir eldingu og lifað það af. Við lítum til himins í Þetta helst í dag og skoðum þessi óútreiknanlegu náttúrufyrirbrigði sem eldingar eru.
10.08.2022 - 13:22
 · Innlent · Erlent · Náttúra · veður · eldingar · Rás 1 · Hlaðvarp
Þetta helst
Það eru eldgos á fleiri stöðum í heiminum en Íslandi
Þó að við Íslendingar skilgreinum okkur eðlilega sem eldfjallaþjóð, búandi á þessu landi íss og elda, erum við svo sannarlega ekki eina landið í heiminum sem býr yfir þessum mikla og óútreiknanlega náttúrukrafti undir yfirborðinu. Akkúrat núna eru um það bil 25 gjósandi eldfjöll í heiminum, þar af eru sex bara í Indónesíu. Þetta helst skoðar í dag gjósandi heimskortið, lítur aðeins aftur til hryllingsins í Bandaríkjunum 1980 sem varð innblástur að Hollywoodmynd.
08.08.2022 - 13:52
 · Innlent · Erlent · eldgos · Hollywood · eldfjöll · Náttúra · Rás 1 · Hlaðvarp
Þetta helst
Einkaþotur: Bráðmengandi bruðl eða sjálfsagður munaður?
Það er einkaþotuskortur í heiminum. Eða framboðið annar ekki eftirspurninni, skulum við segja. Reykjavíkuflugvöllur er fullur af þessum vélum, enda lenda þar um tvö hundruð stykki á mánuði þegar mest er og gert er ráð fyrir að nærri því 900 einkaþotur lendi þar í ár. Ef farþegarnir vilja staldra hér við á landinu í einhvern tíma þarf að greiða stæðisgjald. Það er ókeypis fyrstu sex tímana, en svo byrjar mælirinn að tikka. Þetta helst skoðar þennan þægilega, mengandi og óhemjudýra ferðamáta.
04.08.2022 - 13:33
Þetta helst
Síkvik jörð Reykjanesskagans í gegn um tíðina
Þúsundir jarðskjálfta mælast nú á hverjum sólarhring á Reykjanesskaganum, langflestir meinlausir þó, en nokkrir vel snarpir. Myndir hafa dottið af veggjum, dósir úr hillum, börn vakna af værum blundi og kaffivélasvæðin eru aftur farin að einkennast af nokkuð einhæfum spurningum eins og fannstu skjálftann, eða vaknaðirðu í nótt. Og er það vel. En við erum fljót að gleyma. Þetta helst lítur aðeins yfir söguna á Reykjanesskaganum í dag.
02.08.2022 - 13:43
Þetta helst
Dramadrottningin í Dyngjufjöllum rumskar
Askja er vöknuð af værum blundi, segja vísindamenn. 60 ár eru frá síðasta gosi í Öskju, en næstum því 150 ár eru frá því að hún var með svakaleg læti. Land hefur risið um 35 sentímetra við Öskju á síðasta ári, sem er alveg slatti, og vísindamenn segja að þessi þróun bendi til þess að kvika sé að safnast saman undir henni. Þetta helst kíkti ofan í Öskju.
28.07.2022 - 13:21
Þetta helst
Vafasöm hegðun vararíkissaksóknara
Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari er aftur búinn að koma sér í klandur. Nú síðast fullyrti hann að hælisleitendur ljúgi til um kynhneigð sína og spurði hvort það væri hér skortur á hommum. Samtökin 78 kærðu Helga Magnús, formaður Viðreisnar vill að dómsmálaráðherra beiti sér og ríkissaksóknari er að skoða málið, enn og aftur. Því þetta er ekki í fyrsta sinn sem embættismaðurinn segir eitthvað sem slær fólk illa. Þetta helst fer í dag yfir mál vararíkissaksóknarans og skoðar söguna.
Þetta helst
Alþjóðlegt neyðarástand vegna apabólu
16.000 manns hafa nú greinst með apabólu á heimsvísu. Sjúkdómurinn hefur greinst í 75 löndum og fimm hafa dáið af völdum hans. Níu hafa greinst á Íslandi samkvæmt nýjustu fréttum og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin lýsti um helgina yfir neyðarástandi á heimsvísu vegna faraldursins. Læknar segja ýmislegt í orðræðunni minna á upphaf HIV-faraldursins. Þetta helst skoðar betur þennan miður skemmtilega sjúkdóm.
Þetta helst
Kíkirinn sem getur ferðast aftur í tímann
Það eru um það bil tvö þúsund milljarðar vetrarbrauta í okkar sýnilega alheimi. Hver og ein vetrarbraut er með marga milljarða stjarna. Við, jarðarbúar, búum á einni slíkri stjörnu. Í Þetta helst lítum við út í geim, langt upp í himininn og út um allt, næstum því til upphafs tímans með hjálp James Webb sjónaukans, nýjasta tryllitæki geimvísindastofnunar Bandaríkjanna, NASA.
21.07.2022 - 12:56