Færslur: Rás 1

Útvarpsútsendingar lágu niðri
Útvarpsútsendingar Rásar 1 og Rásar 2 lágu niðri í gegnum stuttbylgju frá því upp úr miðnætti þar til rétt fyrir klukkan eitt í nótt. Bilunin átti við um höfuðborgarsvæðið, og mögulega stærra svæði. Strengur rofnaði í viðhaldsvinnu,og af einhverjum sökum fór varaaflskerfi ekki í gang. Útsendingar ættu að vera komnar í lag.
03.07.2020 - 00:56
 · Rás 1 · Rás 2
Heimskviður
Þúsundum kínverskra barna rænt ár hvert
Fjölmiðlar í Kína, og víðar, fylgdust í síðustu viku með langþráðum endurfundum ungs manns og foreldra hans. Þau höfðu ekki hist í 32 ár eða frá því að syninum var rænt þegar hann var tveggja ára. Þúsundum barna er rænt á hverju ári í Kína, og þau ganga kaupum og sölum.
27.05.2020 - 08:00
Erlent · Asía · Rás 1 · Kína
Skemmtiferð Vals og Víkings til Þýskalands nasismans
Hvenær er óhætt að leggja af stað? Það er spurningin sem hefur brunnið á okkur öllum undanfarnar vikur. Haustið 1939 lögðu ekki heldur margir í skemmtiferð til Þýskalands. Blöðin voru full af fréttum af yfirvofandi átökum í Evrópu og stríðsæsingi nýrra valdhafa í Berlín. Það stöðvaði þó ekki úrvalslið knattspyrnumanna úr Val og Víkingi í að sigla í fangið á heimstyrjöldinni.
21.05.2020 - 10:46
Rás 1 safnar sögum úr COVID-19 faraldrinum
Í dag opnaði gátt á RÚV.is þar sem hægt er að senda inn frásagnir af því ástandi sem COVID-19 faraldurinn hefur skapað.
26.03.2020 - 15:39
Heimskviður
Skipta þakkarræður á Óskarnum einhverju máli?
Óskarsverðlaunin verða veitt í kvöld, í 92. sinn. Það er ekki ósennilegt að stór hluti þjóðarinnar verði óútsofinn í vinnu og skóla á mánudag, þau sem vilja fylgjast með því hvort Hildur Guðnadóttir bæti ekki síðustu og stærstu verðlaununum í ríkulega uppskeru sína síðastliðnar vikur og mánuði. En saga Óskarsins er löng, og þau eru mörg sem hafa sett mark sitt á hana með eftirminnilegum hætti.
09.02.2020 - 07:30
Heimskviður
Megxit: Hvað gera Harry og Meghan nú?
Hertogahjónin af Sussex, Harry Bretaprins og Meghan, vilja draga sig í hlé, draga úr embættisverkum á vegum bresku konungsfjölskyldunnar og standa á eigin fótum. Það gera þau meðal annars til að forða sér og sínum undan vökulum augum fjölmiðla. En er víst að ákvörðun þeirra verði til þess að draga úr áhuga fjölmiðla og almennings á þeim Harry og Meghan?
25.01.2020 - 07:30
Bilun í sendi Rásar 1 í Bólstaðarhlíð
Bilun er í sendi Rásar 1 í Bólstaðarhlíð á Norðurlandi og því er ekki hægt að hlusta á útsendingar í Svartárdal. Gert verður við sendinn á morgun.
14.01.2020 - 12:25
Morgunvaktin
Ástandið í Nýja Suður-Wales eins og í hryllingsmynd
Ástandinu í Nýja Suður-Wales í Ástralíu er helst hægt að líkja við stríðsástand, segir Sólveig Einarsdóttir, sem búið hefur í bænum Narrabri í fylkinu í þrjátíu ár. Ekkert lát er á gróðureldum, bændur bregða búi og fólk er tilbúið að flýja heimili sín á hverri stundu.
09.01.2020 - 10:00
Samfélagið
Telur lagabreytingu um tryggingar óskiljanlega
Sú skylda eigenda vélsleða, fjórhjóla og torfærumótorhjóla að tryggja ökumenn tækjanna datt úr gildi með nýjum lögum um áramót. Óðinn Elísson, lögmaður og framkvæmdastjóri lögmannsstofunnar Fulltingis, telur þetta mikla afturför, sé vægt til orða tekið. Rætt var við hann í Samfélaginu á Rás 1 í dag.
08.01.2020 - 16:15
Heimskviður
Stórsigur Johnsons og svanasöngur Corbyns
Stórsigur breska Íhaldsflokksins í þingkosningunum í Bretlandi í gær og ósigur Verkamannaflokksins þóttu báðir sögulegir. Forsætisráðherrann Boris Johnson var sigurreifur í morgun en Jeremy Corbyn, formaður Verkamannaflokksins, segist ekki ætla að veita flokknum forystu í næstu kosningum.
13.12.2019 - 12:19
Heimskviður
Svanasöngur Simpson fjölskyldunnar á næsta leiti?
Á dögunum var ýjað að því að þættirnir um Simpson fjölskylduna renni bráðum sitt skeið á enda, þrjátíu þáttaröðum frá því að fyrsti þátturinn var sýndur. Aðdáendur þáttanna eru miður sín, eða hvað? Einn af eldheitustu aðdáendum þáttanna segir að þetta sé komið gott og að í raun hefði átt að loka Simpson-sjoppunni fyrir löngu. Hvernig ætli standi á því?
11.12.2019 - 07:30
 · Erlent · Rás 1 · The Simpsons
Heimskviður
„Hún skilur eftir sig stórt gat í þjóðfélaginu“
Óhugnanlegt morðmál hefur skekið samfélagið á Möltu síðan í október 2017. Þá var blaðamaðurinn Daphne Caruana Galizia, ráðin af dögum. Sprengju var komið fyrir í bíl hennar. Ýmislegt hefur komið í ljós um málið á síðustu dögum og vísbendingar eru um að það teygi anga sína í forsætisráðuneyti Möltu. Íslensk vinkona hennar segir að hún skilji eftir sig stórt skarð í samfélaginu enda hafi hún verið einstaklega fær blaðamaður.
07.12.2019 - 07:01
Heimskviður
Dauðarefsingu frestað og málið rannsakað að nýju
Dauðarefsingu yfir bandarískum manni var frestað í síðustu viku eftir að hávær mótmæli náðu eyrum ríkisstjóra Texas. Mótmælin snerust um að ný sönnunargögn bentu til að maðurinn væri alls ekki sekur um glæpinn sem átti að lífláta hann fyrir. Kim Kardashian og Bernie Sanders eru meðal þeirra sem fagna því að Rodney Reed sé enn á meðal vor, á meðan mál hans verður rannsakað á nýjan leik.
26.11.2019 - 07:30
Heimskviður
Drottningin snýr aftur á Netflix
Í dag verður þriðja þáttaröðinn af The Crown aðgengileg á streymisveitunni Netflix. Í þáttaröðinni er sagt frá valdatíð Elísabetar Englandsdrottningar. Ævisaga drottningarinnar eru næst dýrustu sjónvarpsþættir sögunnar, enda er engu til sparað við að sviðsetja ævi konungsfjölskyldunnar. Ekki eru þó allir ánægðir með uppátækið, á meðan sum gagnrýna umfjöllun um persónuleg málefni tengd fjölskyldunni segja aðrir að söguleg ónákvæmni á köflum rýri heimildagildi þáttanna.
17.11.2019 - 07:30
Fréttaskýring
„Vita ekki hvort þeir eru að koma eða fara“
Bretar eru ekki enn farnir úr Evrópusambandinu, þó að enn einn fresturinn til þess hafi runnið út í gær. En þyki fólki það taka langan tíma fyrir Breta að komast úr Evrópusambandinu má hafa það í huga að það tók líka þó nokkur ár fyrir þá að komast í sambandið. Það togast nefnilega á í mörgum Bretum viljinn til að tilheyra og hagnast á veru innan Evrópusambandsins og minningin um heimsveldið sem þeir eitt sinn voru.
03.11.2019 - 07:30
Fréttaskýring
Sögðu morð á tuttugu börnum uppspuna
Foreldrar þeirra tuttugu barna sem myrt voru í Sandy Hook skólanum í Bandaríkjunum árið 2012 hafa ekki bara þurft að burðast með sorgina sem fylgir því að missa barn heldur hafa einnig staðið í stríði við samsæriskenningasmiði sem segja skotárásina uppspuna frá rótum. Í síðastliðinni viku fékk faðirinn dæmdar bætur frá mönnum sem skrifuðu bók sem heitir einfaldlega Enginn dó í Sandy Hook.
30.10.2019 - 07:30
Viðtal
Vegan með slátursvín á handleggnum
„Ég bjóst aldrei við því að taka þetta skref, ég var mikill kjötkarl, ég er með svín tattúverað á handlegginn á mér, slátursvín.“ Þetta segir Ágúst Garðarsson, kokkur hjá verkfræðistofunni Eflu. Hann gerðist vegan, nánast á einni nóttu, eftir að hafa byrjað að nota nýtt forrit sem reiknar út kolefnisspor réttanna sem hann eldar í mötuneyti Eflu.
26.10.2019 - 14:05
Viðtal
Vill ekki láta kalla sig afneitunarsinna
„Eins og ég horfi á þetta þá er það þannig að vísindamenn eru ekki sammála um þessa hluti. Loftslagið er bara eins og sjórinn, fólk þekkir það ekki mjög vel.“ Þetta segir Erna Ýr Öldudóttir, sjálfstæður blaðamaður á vefritinu Viljanum. Hún hefur meðal annars skrifað grein þar sem hún færir rök fyrir því að Parísarsamkomulagið sé svikamylla. Hún trúir því ekki að hlýnun jarðar sé ógn við mannkynið og efast um að koltvíoxíð valdi gróðurhúsaáhrifum.
19.10.2019 - 14:00
Hljóð
Forkastanlegt að aðstoða FBI vegna WikiLeaks
Kolbeinn Óttarson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, segir forkastanlegt að íslensk lögregluyfirvöld hafi aðstoðað við rannsókn bandarísku alríkislögreglunnar á WikiLeaks-málinu án vitneskju ráðherra. Þetta sagði hann í Vikulokunum á Rás 1 í dag.
08.06.2019 - 13:01
Fimm ráð til að fara jákvæð inn í sumarið
Öll höfum við þörf fyrir að fá hrós. Það er fátt sem gleður meira, gefur meiri orku og gerir fólk ánægð­ara en hrós sem er sett fram af ein­lægni. Ingrid Kuhlman er með meistaragráðu í jákvæðri sálfræði og hún heldur úti Facebook-síðunni Hrós dagsins.
Klukka og áttaviti til bjargar í hamfaraveðri
„Ætli það hafi ekki verið 1-2 tímum áður en við komum í land, þá áttaði ég á mig hversu svakalegt skipið var. Og ég hugsaði hvað ég væri að gera hingað vestur - bara til að drepa mig,“ segir Bjarni Loftur Benediktsson, fyrrverandi sjómaður úr Bolungarvík. Hann var 18 ára þegar hann komst fyrir illan leik, ásamt Hávarði Olgeirssyni skipstjóra, með stálskipið Hugrúnu frá Bolugnarvík í var inn á Ísafjörð, í versta veðri í manna minnum. Bjarni segir frá siglingunni í öðrum þætti Hyldýpis á Rás 1.
19.04.2019 - 14:30
Óveður sem skildi samfélög eftir í sárum
„Ég minnist þess ekki að hafa lent í eins slæmu veðri,“ segir Sigurður Þorkell Árnason, fyrrverandi skipherra á varðskipinu Óðni um óveðrið í Ísafjarðardjúpi 4.-5. febrúar 1968. Í útvarpsþáttunum Hyldýpi á Rás 1 er fjallað um þetta hamfaraveður í Djúpinu.
18.04.2019 - 14:30
Tónlist í einangrun á Myrkum músíkdögum
Samtímatónlistarhátíðin Myrkir músíkdagar stendur sem hæst en hún fer fram á fjölmörgum tónleikastöðum og lýkur á laugardag. Austurríska tónskáldið Georg Friedrich Haas sagði frá verki sínu Sólstöður (e. Solstices) á hátíðinni en flutningur þess fór fram í niðamyrkri í Norræna húsinu. Það var breski tónlistarhópurinn The Riot Ensemble sem flutti.
Hver er uppáhalds íslenska tónsmíðin þín?
Í þriðja sinn fer samkvæmisleikur Sinfóníuhljómsveitar Íslands og RÚV, Klassíkin okkar, í gang. Og nú er þema leiksins Uppáhalds íslenskt. Með þátttöku velja hlustendur efnisskrá á sjónvarpstónleikum hljómsveitarinnnar í lok ágúst.