Færslur: RARIK

Rafmagnslaust á Siglufirði og Ólafsfirði vegna bilunar
Rafmagnslaust er nú á Siglufirði og Ólafsfirði eftir að bilun kom upp í línu á milli Dalvíkur og Ólafsfjarðar. Vegna þess datt út tenging við Skeiðsárvirkjun í Fljótum sem olli rafmagnsleysinu.
21.02.2020 - 15:16
Myndskeið
Fyrirtækjum sagt að útvega sitt eigið varaafl
Atvinnulífið í Vestmannaeyjum er án varaafls. HS veitur hafa ráðlagt fyrirtækjum í bænum að tryggja það sjálf. Framkvæmdastjóri Löngu ehf. segir það óviðunandi. 
16.02.2020 - 19:16
Áfram búist við rafmagnstruflunum næstu daga og vikur
Viðgerðir vegna skemmda sem urðu á dreifikerfi rafmagns í óveðrinu síðustu daga munu standa yfir næstu daga og vikur. Á meðan má búst við rafmagnstruflunum, bæði vegna þess að kerfið er laskað eftir óveðrið og vegna þess að taka þarf rafmagn af í styttri eða lengri tíma vegna viðgerða.
16.02.2020 - 10:06
Rafmagn fór af vegna eldingar
Ekki er lengur þörf á að skammta rafmagn á Suðurlandi, en nokkuð víðtækar rafmagnstruflanir hafa verið eftir óveðrið í gær. Eldingu laust niður í leiðara í línu Landsnets.
15.02.2020 - 17:53
Enn skerðing á rafmagni til Vestmannaeyja
Samkvæmt upplýsingum frá Landsneti hefur ekki tekist að koma Hellulínu 1 í gagnið og frekari bilanaleit stendur yfir. Það gerir það að verkum að áfram verða takmarkaðir afhendingarmöguleikar raforku á austanverðu Suðurlandi og í Vestmannaeyjum.
15.02.2020 - 09:37
Víðtækt rafmagnsleysi og varaafl ræst í Vestmannaeyjum
Landsnet vinnur nú að því að ræsa varaafl í Vestmannaeyjum til öryggis og til að tryggja stöðugri rekstur. Víða eru rafmagnstruflanir á Suðurlandi.
14.02.2020 - 06:57
Rafmagnslaust á og við Melrakkasléttu
Rafmagnstruflanir eru nú á landskerfinu í Kelduhverfi, Öxarfirði, Kópaskeri, Sléttu, Raufarhöfn og Þórshöfn vegna bilunar í Kópaskerslínu, milli Þeistareykja og Laxárvirkjunar.
10.02.2020 - 08:32
Íbúar Dalvíkurbyggðar gera upp óveðrið í desember
Helsti lærdómur eftir óveðrið mikla í desember er mikilvægi þess að hafa góða og virka vettvangsstjórn á heimaslóðum, segir sveitarstjóri Dalvíkurbyggðar. Íbúar í Dalvíkurbyggð gerðu aðventustorminn upp á vel sóttum fundi í gærkvöld.
30.01.2020 - 11:44
Spegillinn
Þota væri yfir 10 tíma að fljúga eftir raflínum Rariks
Forstjóri Rariks segir að umfang rafmagnsleysisins í óveðrinu í desember hafi verið með því mesta sem orðið hefur hér á landi. Forstjóri Landsnets segir að ef hitastigið hefði verið örlítið hærra sé líklegt að ástandið hefði getað orðið enn verra og að heilu landshlutarnir hefðu orðið rafmagnslausir. Raflínukerfi Rariks nær samanlagt frá Íslandi til Japans.
24.01.2020 - 13:32
 · Innlent · Landsnet · RARIK · Óveður
Samsláttur á línum olli rafmagnsleysi nyrðra
Rafmagn fór af Húnavallalínu um klukkan hálf tíu í morgun og olli rafmagnsleysi á Húnavöllum og Svínadal að vestanverðu. Rafmagn komst aftur þegar klukkuna vantaði fimmtán mínútur í ellefu. 
14.01.2020 - 11:07
Selta veldur rafmagnstruflunum
Bilun kom upp í rafmagnsdreifingu Rarik í Reynishverfi í Mýrdal í hádeginu. Samkvæmt upplýsingum frá Rarik orsakaðist bilunin af seltu í stæðu og datt rafmagn út í nokkrar mínútur. Rafmagn var tekið af Mýrdalnum í nokkrar mínútur nú á fjórða tímanum til þess að hreinsa seltuna. Allir notendur eiga nú að vera komnir með rafmagn.
08.01.2020 - 17:05
Myndskeið
Dreifikerfið enn laskað og þolir ekki annað fárviðri
Dreifikerfi rafmagns á Norðurlandi er enn laskað eftir illviðrið sem gekk yfir landið nú í desember og þolir ekki annað álíka. Óvissustigi almannavarna vegna óveðursins var loks aflétt í gær.
31.12.2019 - 12:47
RARIK boðar truflanir vegna viðgerða
Enn er mikið af bilunum í dreifikerfi RARIK sem taka mun nokkra daga að lagfæra og búast má við truflunum á afhendingu rafmagns á meðan. RARIK hefur boðað rafmagnsleysi og truflanir vegna viðgerða á raflínum í dag.
17.12.2019 - 14:17
Áframhaldandi myrkur í Fjallabyggð og á Dalvík
Engin leið er að vita hvenær rafmagn kemst á ný á Dalvík, Siglufjörð og Ólafsfjörð að nýju. Þetta segir upplýsingafulltrúi Landsnets. Viðgerð á Dalvíkurlínu er nú í algjörum forgangi, en ófært er á milli staða og mjög erfitt að komast þangað. Bæirnir hafa verið án rafmagns síðan aðfaranótt miðvikudags.
12.12.2019 - 12:56
Búast við mikilli ísingu á rafmagnslínur og straumrofi
Vinnuflokkar á vegum RARIK eru í viðbragðsstöðu á landsbyggðinni. Rósant Guðmundsson, kynningarstjóri RARIK, segir aðstæðurnar vera mjög slæmar fyrir rafmagnslínur í lofti. Hiti er við frostmark og vindáttin þannig að ísing hleðst á línurnar með þeim afleiðingum að þær slitna og staurar brota.
10.12.2019 - 11:09
Innlent · Veður · RARIK
Búið að finna rafbilun og unnið að viðgerð
Búið er að finna bilunina sem valdið hefur rafmagnsleysi í hluta af Mýrdal. Þar er þó enn straumlaust. Allir viðskiptavinir RARIK í Skaftártungu og Álftaveri eru komnir með rafmagn.
16.03.2019 - 19:00
Línur slitnuðu og staurar brotnuðu vegna íss
Rafmagnslaust hefur verið víða í Skaftártungu, Meðallandi og í Mýrdal í nótt og í dag. RARIK vinnur enn að viðgerðum og hefur ekki enn fundið allar bilarnir.
16.03.2019 - 16:06
  •