Færslur: RARIK

Óvissustig og viðbúnaður vegna veðurspár
Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur lýst yfir óvissustigi vegna norðan hríðar sem spáð er að gangi yfir stóran hluta landsins í kvöld. Hjá Vegagerðinni og raforkufyrirtækjunum er fylgst grannt með þróun mála og sérstök vakt til taks ef á þarf að halda.
03.09.2020 - 12:53
Rafmagnið komið aftur á á Akureyri
Rafmagnið er komið aftur á á Akureyri og unnið ar að því að gera við Dalvíkurlínuna og restina af kerfinu. Ef allt gangi að óskum á rafmagnið að koma á alls staðar innan skamms.
05.08.2020 - 13:35
Einn slasaðist og Eyjafjörður án rafmagns
Skammhlaup varð í tengivirkinu á Rangárvöllum ofan Akureyrar í morgun. Einn var fluttur á sjúkrahús og allur Eyjafjörður er án rafmagns.
05.08.2020 - 11:41
Rafmagn með vind- og sólarorku í Grímsey
Ef hugmyndir starfshóps um orkuskipti í Grímsey ganga eftir verður allt rafmagn þar framleitt með vind- og sólarorku. Nú fá Grímseyingar rafmagn til lýsingar og húshitunar frá dísilrafstöð.
16.07.2020 - 13:25
Rafmagn í stað olíu á Kili
Nýlega lauk lagningu 67 kílómetra rafstrengs og ljósleiðara um Kjöl. Strengurinn leysir af hólmi díselvélar sem ferðaþjónustan hefur reitt sig á hingað til.
10.07.2020 - 18:12
Myndskeið
Endurnýja dreifikerfið fyrir 1,6 milljarða á árinu
RARIK ætlar að endurnýja dreifikerfi sitt fyrir 1,6 milljarða á árinu. Rúmlega 300 kílómetrar af raflínum verða lagðir í jörðu. Sex hundruð milljónir verða nýttar í verkefni sem hefur verið flýtt meðal annars vegna óveðursins í desember og brothættra byggða í Skaftárhreppi.
02.06.2020 - 12:01
Myndskeið
Hreinsa upp eftir aðventustorminn og leggja jarðstrengi
RARIK hreinsar nú upp brotna rafmagnsstaura og slitnar línur sem liggja enn á jörðu eftir óveðrið mikla í desember. 84 kílómetrar af jarðstrengjum verða lagðir á Norðurlandi í sumar í flýtiverkefnum vegna afleiðinga óveðursins.
100 milljónir í að flýta lagningu jarðstrengja í ár
Búið er að útfæra það hvernig 100 milljónum króna verður varið varðandi flýtingu á lagningu dreifikerfis raforku í jörð. Tæplega 600 milljónum verður varið í fjárfestingar vegna stjórnunar og samhæfingar innviða á árinu, samkvæmt fjárfestingarátaki ríkisstjórnarinnar.
Rafmagnslaust í hluta Ölfuss fram eftir degi
Rafmagnslaust er nú í Ölfusi, vestan við Kögunarhól, eftir að staur brotnaði í stæðu á svæðinu. Ekki er um víðtæka bilun að ræða, miðað við það sem þurft hefur að glíma við í vetur samkvæmt upplýsingum frá svæðisvakt RARIK á Suðurlandi.
06.04.2020 - 13:21
Hætta vegna snjósöfnunar á Austurlandi
Mikill snjór er nú í fjöllum á Austurlandi. Snjór hefur meðal annars hlaðist upp undir Borgarfjarðarlínu sem liggur frá Héraði til Borgarfjarðar eystri í Sandadal, í Sandaskörðum og yfir í Hólalandsdal.
24.03.2020 - 22:49
Keyra á varaafli vegna snjóþyngsla undir háspennulínum
Mikill snjór er nú á Þverárfjalli á Skaga. Snjór hefur meðal annars hlaðist upp undir háspennulínu RARIK á svæðinu frá bænum Þverá til Hvammshlíðar.
15.03.2020 - 19:48
Hætta vegna snjósöfnunar undir háspennulínum
Mikill snjór er nú á Þverárfjalli á Skaga. Snjór hefur hlaðist upp undir háspennulínur á svæðinu. Þar sem vírinn er lægstur er hann kominn niður fyrir tvo metra og RARIK biður fólk að gæta sín.
13.03.2020 - 13:40
Lagt til að RARIK greiði 310 milljóna arð til ríkisins
Hagnaður RARIK á árinu 2019 var um 2,7 milljarðar króna, samkvæmt ársreikningi sem birtur var í dag. Hagnaðurinn er svipaður og áætlanir gerðu ráð fyrir, en lækkaði um 2% frá árinu 2018. Stjórn RARIK leggur til við aðalfund að greiddar verði 310 milljónir króna í arð til ríkissjóðs. 
28.02.2020 - 07:30
Rafmagnslaust á Siglufirði og Ólafsfirði vegna bilunar
Rafmagnslaust er nú á Siglufirði og Ólafsfirði eftir að bilun kom upp í línu á milli Dalvíkur og Ólafsfjarðar. Vegna þess datt út tenging við Skeiðsárvirkjun í Fljótum sem olli rafmagnsleysinu.
21.02.2020 - 15:16
Myndskeið
Fyrirtækjum sagt að útvega sitt eigið varaafl
Atvinnulífið í Vestmannaeyjum er án varaafls. HS veitur hafa ráðlagt fyrirtækjum í bænum að tryggja það sjálf. Framkvæmdastjóri Löngu ehf. segir það óviðunandi. 
16.02.2020 - 19:16
Áfram búist við rafmagnstruflunum næstu daga og vikur
Viðgerðir vegna skemmda sem urðu á dreifikerfi rafmagns í óveðrinu síðustu daga munu standa yfir næstu daga og vikur. Á meðan má búst við rafmagnstruflunum, bæði vegna þess að kerfið er laskað eftir óveðrið og vegna þess að taka þarf rafmagn af í styttri eða lengri tíma vegna viðgerða.
16.02.2020 - 10:06
Rafmagn fór af vegna eldingar
Ekki er lengur þörf á að skammta rafmagn á Suðurlandi, en nokkuð víðtækar rafmagnstruflanir hafa verið eftir óveðrið í gær. Eldingu laust niður í leiðara í línu Landsnets.
15.02.2020 - 17:53
Enn skerðing á rafmagni til Vestmannaeyja
Samkvæmt upplýsingum frá Landsneti hefur ekki tekist að koma Hellulínu 1 í gagnið og frekari bilanaleit stendur yfir. Það gerir það að verkum að áfram verða takmarkaðir afhendingarmöguleikar raforku á austanverðu Suðurlandi og í Vestmannaeyjum.
15.02.2020 - 09:37
Víðtækt rafmagnsleysi og varaafl ræst í Vestmannaeyjum
Landsnet vinnur nú að því að ræsa varaafl í Vestmannaeyjum til öryggis og til að tryggja stöðugri rekstur. Víða eru rafmagnstruflanir á Suðurlandi.
14.02.2020 - 06:57
Rafmagnslaust á og við Melrakkasléttu
Rafmagnstruflanir eru nú á landskerfinu í Kelduhverfi, Öxarfirði, Kópaskeri, Sléttu, Raufarhöfn og Þórshöfn vegna bilunar í Kópaskerslínu, milli Þeistareykja og Laxárvirkjunar.
10.02.2020 - 08:32
Íbúar Dalvíkurbyggðar gera upp óveðrið í desember
Helsti lærdómur eftir óveðrið mikla í desember er mikilvægi þess að hafa góða og virka vettvangsstjórn á heimaslóðum, segir sveitarstjóri Dalvíkurbyggðar. Íbúar í Dalvíkurbyggð gerðu aðventustorminn upp á vel sóttum fundi í gærkvöld.
30.01.2020 - 11:44
Spegillinn
Þota væri yfir 10 tíma að fljúga eftir raflínum Rariks
Forstjóri Rariks segir að umfang rafmagnsleysisins í óveðrinu í desember hafi verið með því mesta sem orðið hefur hér á landi. Forstjóri Landsnets segir að ef hitastigið hefði verið örlítið hærra sé líklegt að ástandið hefði getað orðið enn verra og að heilu landshlutarnir hefðu orðið rafmagnslausir. Raflínukerfi Rariks nær samanlagt frá Íslandi til Japans.
24.01.2020 - 13:32
 · Innlent · Landsnet · RARIK · Óveður
Samsláttur á línum olli rafmagnsleysi nyrðra
Rafmagn fór af Húnavallalínu um klukkan hálf tíu í morgun og olli rafmagnsleysi á Húnavöllum og Svínadal að vestanverðu. Rafmagn komst aftur þegar klukkuna vantaði fimmtán mínútur í ellefu. 
14.01.2020 - 11:07
Selta veldur rafmagnstruflunum
Bilun kom upp í rafmagnsdreifingu Rarik í Reynishverfi í Mýrdal í hádeginu. Samkvæmt upplýsingum frá Rarik orsakaðist bilunin af seltu í stæðu og datt rafmagn út í nokkrar mínútur. Rafmagn var tekið af Mýrdalnum í nokkrar mínútur nú á fjórða tímanum til þess að hreinsa seltuna. Allir notendur eiga nú að vera komnir með rafmagn.
08.01.2020 - 17:05
Myndskeið
Dreifikerfið enn laskað og þolir ekki annað fárviðri
Dreifikerfi rafmagns á Norðurlandi er enn laskað eftir illviðrið sem gekk yfir landið nú í desember og þolir ekki annað álíka. Óvissustigi almannavarna vegna óveðursins var loks aflétt í gær.
31.12.2019 - 12:47