Færslur: RARIK

Tvær af þremur rafstöðvum á Þórshöfn fóru ekki í gang
Sveitarstjórinn í Langanesbyggð segir nauðsynlegt að tryggja betur orkuöflun fyrir sveitarfélagið. Tvær af þremur varaaflstöðvum RARIK á Þórshöfn fóru ekki í gang þegar rafmagn var tekið af í morgun. Rafmagn er nú aftur komið á alls staðar í sveitarfélaginu.
10.11.2022 - 15:31
Rafmagnslaust á Bakkafirði, Þórshöfn og í Þistilfirði
Rafmagnslaust er á hluta Þórshafnar á Langanesi, á Bakkafirði og í Þistilfirði. Unnið er að viðgerð en óljóst hvenær rafmagn verður komið á að nýju.
10.11.2022 - 11:28
Magnús Þór nýr forstjóri RARIK
Magnús Þór Ásmundsson hefur verið ráðinn í starf forstjóra RARIK ohf. Hann tekur við starfinu 1. maí næstkomandi. Magnús tekur við starfinu af  Tryggva Þór Haraldssyni sem lætur af störfum þann 31. apríl. 
24.03.2022 - 10:16
Rafmagnslaust í Kórahverfi og hvörfum
Rafmagnslaust er í Kórahverfi og hvörfum í Kópavogi og unnið að staðsetningu bilunar að því er fram kemur á vef Veitna.
15.03.2022 - 01:55
Á þriðja tug umsækjenda um starf forstjóra RARIK
27 sóttu um starf forstjóra RARIK áður en frestur til þess rann út þann 9. febrúar síðastliðinn. Fjórar konur eru meðal umsækjenda og 23 karlar.
15.02.2022 - 12:56
RARIK tryggir heitt vatn fyrir baðlón á Skagaströnd
Sveitarfélagið Skagaströnd og RARIK hafa undirritað samning um afhendingu á vatni vegna uppbyggingar baðlóna á Skagaströnd. Til stendur að reisa baðstað á Hólanesi, byggja þar á sjávarbakkanum baðlaugar og heita potta ásamt þjónustuhúsi.
Rafmagnslaust á Fellsströnd, Skarðsströnd og Saurbæ
Rafmagnslaust er í Saurbæ og Dölum, Fellsströnd og Skarðsströnd. Þetta kemur fram á vefsíðu Rarik. Þar segir að rafmagnsbilun hafi orðið um þrjúleytið í nótt og að leit standi yfir að biluninni sem veldur. Karl Matthías Helgason er á bilanavaktinni hjá Rarik og segir flokk manna farinn af stað til að kanna málið, þrátt fyrir leiðindaveður, enda láti mannskapurinn slíkt ekki stoppa sig.
06.01.2022 - 03:49
Enn rafmagnslaust að hluta í Bláskógabyggð
Enn er rafmagnslaust í hluta Brekkuskógar í Bláskógabyggð þar sem er sumarbústaðabyggð. Verið er að skipta um spenna sem lostnir voru eldingum í dag.
31.07.2021 - 01:28
Rafmagnslaust í Eyjafjarðarsveit og Fnjóskadal
RARIK tilkynnti um rafmagnsbilun í Eyjafjarðarsveit og Fnjóskadal. Bilunin varð klukkan 11:20 þegar rofnaði. Unnið er að því að finna orsök bilunarinnar og er fólk beðið um að hafa samband við svæðisvakt RARIK á Norðurlandi í síma 528-9690 ef það hefur einhverjar upplýsingar eða hefur orðið vart við eitthvað sem kynni að skýra bilunina.
02.07.2021 - 12:45
Rafmagn komið á í Kelduhverfi
Rafmagn er nú komið komið aftur á alls staðar á Norðausturlandi, nú síðast með varaafli í Kelduhverfi á áttunda tímanum. Rafmagni sló út í Kelduhverfi, Öxarfirði, Kópaskeri, Raufarhöfn, Þistilfirði, Þórshöfn og Bakkafirðium klukkan ellefu í gærkvöld þegar aflspennir í aðveitustöðinni í Lindarbrekku eyðilagðist.
09.06.2021 - 07:59
Rafmagnsbilun á Norðurlandi
Rafmagn fór af á allstóru svæði á Tröllaskaga og í austanverðum Eyjafirði um hádegisbil. Ástæðan var bilun í spenni á Dalvík.
12.03.2021 - 13:52
Rafmagnslaust á tíu sveitabæjum og ekki hægt að mjólka
Rafmagnslaust er á um sveitabæjum í Fitjárdal í Húnaþingi vestra. Bændur geta ekki mjólkað og það getur skaðað skepnurnar. Bóndinn í Ytri-Valdarási segist verða að geta mjólkað fyrir hádegi svo að kýrnar fái ekki júgurbólgu.
15.02.2021 - 09:11
Þjóðvegur 1 lokaður vegna háspennulínu sem þverar veg
Hringvegur eitt milli Miðfjarðar og Víðidals er lokaður austan við Línakradal vegna háspennulínu sem þverar veginn. Þetta kemur fram á vef Vegagerðarinnar. Hjáleið er um Síðuveg og Vatnsnesveg sem ekki er ætluð farartækjum með meiri ásþunga en 3,5 tonn. .
15.02.2021 - 07:03
Rafmagnslaust á Vopnafirði í nótt - Nota varaafl
Bilun í Vopnafjarðarlínu sló út rafmagni í öllum Vopnafirði um hálffjögurleytið í nótt. Klukkutíma síðar voru allir íbúar komnir með rafmagn framleitt með varaafli sem enn er notast við. Samkvæmt upplýsingum frá Rarik má búast við að varaafl verði keyrt fram eftir degi, þar til Landsnet hefur fundið orsök bilunarinnar og gert við línuna.
14.02.2021 - 12:55
Myndskeið
Bilunin olli truflunum hjá meira en 15 þúsund notendum
Slitskemmdir í tengivirki ollu rafmagnstruflunum hjá meira en fimmtán þúsund manns á Vesturlandi og í Húnaþingi í gærkvöld. Um fjóra tíma tók að laga bilunina.
04.01.2021 - 23:38
Viðtal í heild
Fylgst reglulega með slitskemmdum í tengivirkjum
Rafmagnslaust varð á Vesturlandi og í Húnaþingi í gærkvöld. Straumlaust var lengst í um fjóra tíma en bilunin varð vegna slitskemmda í tengivirki. Upplýsingafulltrúi Landsnets segir að fylgst sé reglulega með búnaðinum og að nú verði tilvikið skoðað.
04.01.2021 - 13:01
Viðgerð lokið og rafmagn komið á
Viðgerð er lokið vegna bilunar sem olli rafmagnsleysi um nánast allt Vesturland og norður í Húnaþing vestra. Rafmagn er alls staðar komið á að nýju.
03.01.2021 - 23:52
Rafmagnslaust á vestanverðu landinu
Rafmagnslaust er á öllu vestanverðu landinu. Rafmagn er komið á að nýju í Húnaþingi vestra samkvæmt upplýsingum frá Rarik. Háspenna er á landskerfinu, en um leið og dregur úr álagi ætti rafmagn að komast á að nýju.
03.01.2021 - 21:58
Rafmagnslaust á Hvolsvelli og nágrenni í rúma tvo tíma
Frá klukkan 05:45 til 08:00 í morgun var rafmagnslaust á Hvolsvelli, sums staðar á Rangárvöllum, og í hluta Fljótshlíðar og Landeyjar. Samkvæmt upplýsingum frá svæðisvakt RARIK á Suðurlandi varð rafmagnsbilun í spennustöð á Hvolsvelli rétt fyrir klukkan sex í morgun sem tókst að laga um áttaleytið.
12.12.2020 - 08:38
Mesta framkvæmdaár RARIK senn á enda
Stærstur hluti þeirra þeirra lína sem biluðu þegar um 140 staurar brotnuðu í illviðrinu eru komnir í jörð. Viðgerðir á dreifikerfi RARIK eftir ofviðrið 10. desember í fyrra stóðu langt fram eftir þessu ári. Veðrið olli jafnframt meiri truflunum á dreifingu orku en næstu þrjú ár á undan samanlagt.
11.12.2020 - 13:14
Myndskeið
RARIK uppfærir kerfið og kemur 250 km af línum í jörð
RARIK reiknar með að koma um 250 kílómetrum af raflínum í jörð áður en vetur gengur í garð. Þar af eru rúmlega hundrað kílómetrar á Norðurlandi. Stór hluti verkefna er til kominn vegna óveðursins sem reið yfir landið í desember í fyrra.
04.10.2020 - 20:25
Ljósleiðari yfir hálendið mun auka fjarskiptaöryggi
Framkvæmdastjóri Mílu segir nýjan ljósleiðara yfir hálendið skipta miklu máli fyrir fjarskiptaöryggi í landinu. Í lok október ætti Suðurland og Norðurland að vera tengt með ljósleiðara yfir hálendið en ekki einungis í kringum landið eins og nú.
29.09.2020 - 12:30
Óvissustig og viðbúnaður vegna veðurspár
Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur lýst yfir óvissustigi vegna norðan hríðar sem spáð er að gangi yfir stóran hluta landsins í kvöld. Hjá Vegagerðinni og raforkufyrirtækjunum er fylgst grannt með þróun mála og sérstök vakt til taks ef á þarf að halda.
03.09.2020 - 12:53
Rafmagnið komið aftur á á Akureyri
Rafmagnið er komið aftur á á Akureyri og unnið ar að því að gera við Dalvíkurlínuna og restina af kerfinu. Ef allt gangi að óskum á rafmagnið að koma á alls staðar innan skamms.
05.08.2020 - 13:35
Einn slasaðist og Eyjafjörður án rafmagns
Skammhlaup varð í tengivirkinu á Rangárvöllum ofan Akureyrar í morgun. Einn var fluttur á sjúkrahús og allur Eyjafjörður er án rafmagns.
05.08.2020 - 11:41

Mest lesið