Færslur: Rannsóknir

Uppvöxtur í sveit talinn efla ratvísi og rýmisgreind
Fólk sem elst upp í sveit virðist hafa meiri rýmisgreind og rati betur en borgarbúar. Þetta er meðal niðurstaðna viðamikillar rannsóknar sem teygir sig víða um lönd.
Örplast finnst í fyrsta sinn í mannsblóði
Vísindamenn greindu á dögunum í fyrsta sinn örplast í mannsblóði. Rannsakendur við Vrije-háskólann í Amsterdam stóðu að rannsókninni og þeir segja niðurstöðurnar áhyggjuefni.
25.03.2022 - 02:24
Fréttaskýring
Tannlæknar í áfalli yfir bágri tannheilsu aldraðra
Rannsókn bendir til þess að meginþorri aldraðra á hjúkrunarheimilum þjáist vegna ómeðhöndlaðra tannvandamála. Aðgengi að tannlæknaþjónustu er slæmt þrátt fyrir fulla greiðsluþátttöku hins opinbera og starfsfólk heimilanna skortir þekkingu til að sinna tannhirðu. Vandamálið á að óbreyttu bara eftir að stækka. Forstjóri Hrafnistu segir hjúkrunarheimili nauðsynlega þurfa stuðning sérfræðinga. Heimilin eru flest meðvituð um vandann og lausnir eru til, en þær kosta.
Fréttaskýring
Flúortregða og næturdrykkja ógna tannheilsu barna
Tortryggni foreldra gagnvart flúortannkremi er meðal þess sem sérfræðingar í barnatannlækningum telja ógna tannheilsu smábarna í dag. Brjóstagjöf á næturnar virðist líka hafa áhrif. Dæmi eru um að svæfa þurfi eins til tveggja ára gömul börn og gera við hverja einustu tönn. Lítið er hægt að fullyrða um tannheilsu barna og unglinga almennt því síðast var gerð stór rannsókn á henni árið 2005.
Kvikasilfursmengun á Norðurslóðum að aukast
Fuglar sem eru á svæði suður af Grænlandi eru mengaðir af mun meira kvikasilfri en annars staðar í Norður-Atlantshafi. Þetta hefur  komið fram  í rannsóknum á sjófuglum. Kvikasilfurmengun á Norðurslóðum er að aukast. 
Hafsvæði fimm milljóna sjófugla fundið
Rúmar fimm milljónir sjófugla dvelja hluta vetrar í miðju Atlantshafi. Hafsvæði á stærð við Frakkland þar sem sjófuglinn hefur vetursetu að hluta, hefur fundist. Svæðið er verndað með alþjóðlegum sáttmála. Íslenskir vísindamenn taka þátt í verkefninu SEATRACK þar sem grannt er fylgst með ferðum fuglanna.
22.10.2021 - 08:13
Fjórir af hverjum fimm krökkum hreyfa sig ekki nóg
Fjórir af hverjum fimm nemendum í 6., 8. og 10. bekk uppfylla ekki viðmið um ráðlagða daglega hreyfingu.  Þetta sýnir ný rannsókn. Strákar hreyfa sig meira en stelpur og skólaíþróttir skipta sköpum fyrir börn sem ekki eru í skipulagðri hreyfingu.
Vona að greining á erfðamengi Dana bæti meðferð
Íslensk erfðagreining vinnur nú með hópi danskra vísindamanna að því að greina hátt í 500 þúsund erfðasýni úr dönsku þjóðinni. Prófessor við ríkisspítalann í Kaupmannahöfn vonast til þess að rannsóknin auðveldi vísindamönnum að laga meðferð við ýmsum alvarlegum sjúkdómum betur að þörfum einstaklinga. 
15.10.2021 - 12:14
Holur lundans flestar plastmengaðar
Plast finnst í tveimur af hverjum þremur lundaholum, þetta sýnir ný rannsókn Háskóla í Inverness í Skotlandi.
07.08.2021 - 15:35
 · Innlent · Umhverfismál · Plastmengun · Lundi · Erlent · Rannsóknir · Fuglar · Sjófuglar
Konur ánægðari í sveitinni en karlar
Áttatíu prósent fólks sem býr í sveitum landsins er ánægt með búsetu sína. Karlar eru þó ekki eins sáttir og konur.
Þrír milljarðar í nýsköpun – styrkhlutfall aldrei lægra
Samtök sprotafyrirtækja kalla eftir auknum fjármunum í framtaksverkefni vegna nýsköpunar í atvinnulífinu. Hlutfall sprota sem fá styrk frá Tækniþróunarsjóði hefur aldrei verið lægra, eða 6,5%.
28.08.2020 - 17:30
Morgunvaktin
Færri treysta sóttvörnum annarra
Trú Íslendinga á sóttvarnaaðgerðir yfirvalda hefur minnkað síðan í fyrsta faraldri COVID-19 og þeim hefur fækkað sem treysta því að aðrir viðhafi sóttvarnir. Mikill meirihluti fer eftir tilmælum um sóttvarnir og fjarlægðarmörk.Þetta er meðal niðurstaðna rannsóknar Sigrúnar Ólafsdóttur og Jóns Gunnars Bernburg, prófessora í félagsfræði við HÍ, á viðhorfum Íslendinga til COVID-19 faraldursins. 
Myndskeið
Áskorun að aðlagast íslensku samfélagi
Sýrlensk kona sem flutti hingað til lands árið 2016 ásamt fjölskyldu sinni segir það margþætta áskorun að setjast að á Íslandi, ekki síst í dreifðari byggðum. Styðja þurfi betur við bakið á flóttafólki og auka fræðslu meðal barna og fullorðinna um mismunandi menningarheima.
Bandarískt líftæknifyrirtæki prófar bóluefni
Bandaríska líftæknifyrirtækið Moderna kveðst vera tilbúið að hefja lokastig tilrauna á mönnum með bóluefni gegn Covid-19.
Fíkniefni seld á dulkóðuðum samskiptasíðum
Sífellt stærri hluti fíkniefnasölu fer fram á samfélagsmiðlum. Fyrir nokkrum árum var Facebook algengasta forritið í slíkum viðskiptum, en nú fara þau að mestu leyti fram í gegnum forritið Telegram, þar sem hægt er að koma fram undir nafnleynd. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem Sara Mjöll Vatnar Skjaldardóttir gerði í MA-námi sínu í félagsfræði í Háskóla Íslands. 
COVID-bóluefnispróf á músum lofar góðu
Vísindamenn við Kaupmannahafnarháskóla tilkynntu í dag að bóluefni, sem þeir hafa unnið að og gagnast á gegn COVID-19, lofi góðu. Tilraunir á músum sýni góða virkni bóluefnisins. Vísindamennirnir vonast til að geta hafið klínískar rannsóknir innan árs.
09.06.2020 - 23:03
Tíu prósent 10. bekkinga segjast aldrei sofa nóg
Íslensk ungmenni sofa ekki nóg og rétt um helmingi þeirra finnst þau ekki fá nægan svefn. Um 10% nemenda í 10. bekk leggja sig í meira en klukkutíma á dag og eftir því sem þau sofa meira meta þau andlega og líkamlega heilsu sína betri. Unglingar sem drekka orkudrykki eru líklegri til að sofa of lítið. Tíu prósent 10. bekkinga segjast aldrei sofa nóg
28.05.2020 - 14:26
Fréttaskýring
„Það hellast yfir mann margar tilfinningar“
Lögreglan varðveitir bein úr tveimur mönnum. Með hjálp DNA-greiningar hefur tekist að bera kennsl á hluta úr höfuðkúpu sem fannst við ósa Ölfusár árið 1994. Hún tilheyrði Jóni Ólafssyni sem talinn er hafa fallið í Sogið á aðfangadag 1987. Ekki hefur tekist að upplýsa hver hinn maðurinn sem lögregla varðveitir bein úr var. Birgittu Jónsdóttur, dóttur Jóns Ólafssonar, er létt. „Maður fær aldrei alvöru frið fyrr en að maður fær algjöra staðfestingu, alveg sama hvað tíminn líður,“ segir hún.
24.01.2020 - 19:44
Spegillinn
Tilfinningin sem situr eftir er aðalatriðið
Í setustofu á deild L4, lokaðri endurhæfingardeildar Landakotsspítala fyrir sjúklinga með heilabilun, situr fólk í hring og syngur undir stjórn Jónu Þórsdóttur, músíkþerapista. Á deildinni eru fimmtán sjúklingar sem þurfa mikla aðstoð. Öll glíma þau við atferlisraskanir af völdum heilabilunarsjúkdóma eða heilablæðingar; má þar nefna verkstol, málstol, ranghugmyndir og ofskynjanir. Sjúklingahópurinn er breiður, þarna er eldra fólk en líka fólk um fimmtugt.
Viðtal
Geri ekki kröfu um málkunnáttu fyrri kynslóða
Við getum ekki ætlast til þess að börnin tali enn eins og þegar handritin voru skrifuð eða hafi sömu málkunnáttu og fólk sem liggur í Hólavallagarði hafði,“ þetta segir Sigríður Sigurjónsdóttir, prófessor í íslenskri málfræði. Hún og Eiríkur Rognvaldsson, prófessor emerítus í sama fagi, kynntu á Skólamálaþingi Kí í dag niðurstöður nýrrar rannsóknar á stöðu íslenskunnar í stafrænum heimi þar sem enskan er allt um lykjandi. Forsetinn lýsti sig andvígan málfarsfasisma á þinginu.
Viðtal
Skrifuðu áhrifavaldar fortíðar matreiðslurit?
„Konur höfðu kannski sterkari stöðu en við höfum haldið," þetta segir Sigurbjörg Elín Hólmarsdóttir, sjálfstætt starfandi fræðimaður sem rannsakað hefur hvernig gestgjafahlutverk húsmæðra birtist í íslenskum matreiðslubókum sem gefnar voru út á árunum 1800 til 1975. Hún telur að líta megi á yfirstéttarkonur sem skrifuðu bækurnar sem einhvers konar áhrifavalda fortíðar, ekki ólíka þrifasnöppurum nútímans. Grein um rannsóknina er að finna í nýjasta hefti Sögu, tímarits Sögufélagsins. 
09.06.2018 - 09:00