Færslur: Rangárþing ytra

Sjónvarpsfrétt
Nokkur skref tekin að undirbúningi Hvammsvirkjunar
Nokkur mikilvæg skref voru tekin að undirbúningi Hvammsvirkjunar í Þjórsá í júní. Þá samþykktu tvær sveitarstjórnir deiliskipulag fyrir virkjunina og Landsvirkjun sótti um virkjunarleyfi. Oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps segir mörg skref eftir enn. Einn andstæðingur virkjunarinnar segir hana valda of miklu álagi á náttúruna, sveitina og landslagið. 
Ný hesthúsabyggð við Gaddstaðaflatir
Búið er að reisa fyrsta hesthúsið í nýju hesthúsahverfi við Gaddstaðaflatir, landsmótsstað Sunnlendinga við Hellu. Alllangt er síðan hverfið var skipulagt, en þar hefur ekki verið byggt fyrr en nú. Rísi fleiri hesthús á þar á næstu árum getur það breytt það miklu fyrir keppendur á svæðinu.
26.10.2015 - 15:59
Sjónræn áhrif Búrfellslundar yrðu verst
Neikvæðustu umhverfisáhrif 200 megavatta vindorkuvers við Búrfell yrðu sýnileiki þeirra, segir í frummatsskýrslu Landsvirkjunar um umhverfisáhrif. Samkvæmt henni yrðu áhrif á jarðmyndanir, gróður og fuglalíf hverfandi og áhrif á sveitarfélög á svæðinu jákvæð.
Vindmyllugarður á byrjunarreit
Sveitarstjóri Rangárþings ytra segir að undirbúningur að uppsetningu á tíu vindmyllum í Þykkvabæ sé á frumstigi. Íbúar í Þykkvabæ hafa lagt fram undirskriftir 50 íbúa og landeigenda, þar sem vindmyllum á svæðinu er mótmælt.
15.10.2015 - 15:56
„Þakklátir sérvitringunum“
„Við erum þakklátir sérvitringunum sem varðveittu fjölbreytta liti íslenska fjárstofnsins“, segir Guðlaugur H. Kristmundsson formaður Fjárræktarfélagsins Litar. „Félagið er 11 ára. Tilgangur þess er að viðhalda fjölbreyttum litum í íslensku fé um leið og unnið er að öðrum ræktunarmarkmiðum“.
Nær sjötug rafmagnslína tekin niður
Gamla rafmagnslínan á milli Hellu og Hvolsvallar er nú að hverfa. Nýr jarðstrengur tók við hlutverki línunnar fyrir mánuði. Það kostar rúmar 500 milljónir króna að leggja jarðstrenginn og taka niður gömlu línuna, segja talsmenn Landsnets, sem stendur að verkinu.
08.10.2015 - 18:32