Færslur: Rangárþing eystra

Heitt vatn rennur eðlilega til Rangæinga
Betur gekk við að skipta út bilaðri dælu í heitavatnsholu Rangárveitna í Kaldárholti en áætlað var. Unnið var fram á nótt við að koma nýju dælunni af stað og strax að því loknu var byrjað að auka rennsli vatns inn á kerfið. Á vef Veitna segir að nú ættu allir íbúar að vera komnir með fullan þrýsting á heita vatninu.
03.01.2022 - 15:04
Myndskeið
Ljúfsárt að ljúka loks við 90 metra Njálurefilinn
Síðasta sporið var saumað í rúmlega níutíu metra langan Njálurefil á dögunum og saumakonurnar, sem hafa helgað sig verkefninu í tæp átta ár, þurfa nú að snúa sér að lopapeysunum.
25 milljónum veitt í að varðveita Njálurefilinn
Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í dag að veita 25 milljónum króna af ráðstöfunarfé sínu til þess að koma hinum svokallaða Njálurefli fyrir í varanlegu sýningarhúsnæði í Rangárþingi Eystra. Refillinn er 90 metra langur hördúkur og er Njálssaga saumuð í hann með refilsaumi.
28.08.2020 - 12:08
Brugðist við samdrætti í sex sveitarfélögum
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur falið Byggðastofnun að skoða stöðu mála í sex sveitarfélögum sem hafa orðið hart úti vegna niðursveiflu í ferðaiðnaði vegna kórónuveirufaraldursins.
Nógu djúpt í Landeyjahöfn
Nú er nægt dýpi í Landeyjahöfn til þess að Herjólfur komist þar inn, en óvíst er um siglingar vegna veðurs og ölduhæðar. Sanddæluskipið Dísa hefur dælt úr höfninni undanfarna daga. Eftir það var höfnin grynnst 6 metrar á fjöru. „Það er í sjálfu sér nógu djúpt þarna núna, en skipstjórinn hefur náttúrulega alltaf úrslitavald í þessu“, segir Guðmundur Helgason hjá Vegagerðinni.
17.12.2015 - 15:11
Umbætur við Seljalandsfoss í augsýn
Tillaga að nýju deiliskipulagi við Seljalandsfoss og Hamragarða undir Eyjafjöllum var kynnt á opnum íbúafundi á Hvolsvelli í vikunni. Þar er gert ráð fyrir miklum umbótum í aðkomu og bílastæðum, þjónustumiðstöð, auknum og bættum göngustígum og fleiru. Skipulagsnefnd og sveitarstjórn Rangárþings Eystra fjalla um tillöguna í næstu viku.
Vilja íbúafund með stjórnendum HSU
Sveitarstjórn Rangárþings eystra hefur óskað formlega eftir viðveru stjórnenda Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á íbúafundi á Hvolsvelli á fimmtudaginn kemur. Í tilkynningu á vef HSU í gær kemur fram að Heilsugæslustöðin á Hvolsvelli verði opnuð eftir framlengda sumarlokun á mánudag, en verði aðeins opin 3 daga í viku.
Jakob les Njálu frá upphafi til enda
Jakob S Jónsson leikstjóri hóf klukkan 11 í morgun að lesa upp Njálu í Sögusetrinu á Hvolsvelli. Hann ætlar að lesa bókina alla og ætlar sér um 20 klukkustundir til þess. Lesturinn er hluti af hátíðahöldum í Sögusetrinu í tilefni af 1000 ára afmæli Njáluloka.
07.11.2015 - 15:32
Heilsugæslustöðin opnuð 16. nóvember
Heilsugæslustöðin á Hvolsvelli verður opnuð á ný 16. nóvember. Stjórnendur Heilbrigðisstofnunar Suðurlands tilkynna þetta á vef HSU. Stöðin var ekki opnuð eftir hefðbundna sumarlokun 1. september.
Heilsugæslustöðin á Hvolsvelli enn lokuð
Íbúar í Rangárþingi eystra komu að læstum dyrum í Heilsugæslustöðinni á Hvolsvelli í byrjun september, þegar sumarlokun átti ljúka. Stöðin er lokuð enn, tæpum tveimur mánuðum síðar. Sveitarstjórn Rangárþings eystra skorar á stjórnendur Heilbrigðisstofnunar Suðurlands að opna stöðina sem fyrst.