Færslur: Rán Flygenring

Lestarklefinn
Hlaut áverka í andköfum yfir Gösta
Gösta, eftir Lukas Moodyson, eru átakanlega fyndnir gamanþættir um sænskt góðmenni sem má ekkert aumt sjá. „Hann Gösta er svo hræðilega góður, svo mikill „dumsnäll“. Það er svo hressandi að horfa á þátt um mann sem setur engin mörk,“ segir Rán Flygenring teiknari og barnabókahöfundur.
Gagnrýni
„Það er unun að lesa þessa bók“
Gagnrýnendur Kiljunnar eru afar ánægðir með hestabók Hjörleifs Hjartarsonar og Ránar Flygenring. Þeim þykir hún „ofboðslega lífsglöð og leikandi skemmtileg bók.“
Menningin
Vigdís er svo mikill peppari
Á sýningunni Heimsókn til Vigdísar í Gerðubergi er hægt að ganga inn í bókheim Ránar Flygenring, sem gerði bók um Vigdísi Finnbogadóttur í fyrra.
Morgunútvarpið
Opna lundabúðina Nýlundu í miðju lundavarpi
Teiknararnir Rán Flygenring og Elín Elísabet Einarsdóttir opna á morgun óvenjulega „lundabúð“ sem þær nefna Nýlundu og verður hún starfrækt í fuglaskoðunarhúsinu á Borgarfirði Eystri.
06.08.2020 - 14:44
Margrét, Rán og Þórarinn fá barnabókaverðlaun
Margrét Tryggvadóttir, Rán Flygenring og Þórarinn Eldjárn hljóta Barnabókaveðlaun Reykjavíkurborgar 2020 fyrir bækurnar Kjarval: málarinn sem fór sínar eigin leiðir, Vigdís: bókin um fyrsta konuforsetann og Hver vill hugga krílið? eftir Tove Jansson.
Menningin
Klósett verður japanskt kaffihús, fræðibók að skemmtun
„Það er þekkt hvað það er brjálæðislega erfitt að teikna hross en með þessari bók langar mig að reyna að ná þessum íslenska karakter, þá held að ég að ég sé vel sett,“ segir Rán Fylengring listamaður sem vinnur nú fyrir opnum tjöldum í Ámsundarsal að næstu bók sinni og Hjörleifs Hjartarsonar sem fjallar um íslenska hestinn.
12.05.2020 - 14:40
Morgunkaffið
Brýndi sverð með kampavíni til að verja vísindin
„Þetta er nú bara með skemmtilegustu bókum sem ég hef lesið eða skoðað,“ segir frú Vigdís Finnbogadóttur um Vigdís: Bókin um fyrsta konuforsetann, eftir teiknarann Rán Flygenring. Bókin hlaut verðlaun bóksala í flokki barnabóka í síðustu viku.
Krakka-Kiljan: Brjálína Hansen
Í Krakka-kiljunni segja fulltrúar bókaormaráðs KrakkaRÚV frá nýjustu barnabókunum. Hér fjallar Sólveig Sif Jónsdóttir frá bókinni Brjálína Hansen eftir Finn-Ole Heinrich með myndum eftir Rán Flygenring.
Allir fuglar úr eggi skríða
Eitt verkefnanna á nýafstöðnum HönnunarMars var sýningin Allir fuglar úr eggi skríða. Þar er fuglateikningum Ránar Flygenring og Benedikts Gröndal stefnt saman en fleiri hliðar eru á verkefninu, eins og öfugsnúin páskaegg og keramik-eggjabikarar Bjarna Sigurðssonar.
20.03.2018 - 15:20
Menningarvitinn: Rán Flygenring
Rán Flygenring er einn þekktasti myndskreytir landsins. Bókin Fuglar, samstarfsverkefni hennar og Hjörleifs Hjartarsonar, fékk nýverið tilnefningu til Íslensku bókmenntaverðlaunanna í flokki barna- og ungmennabóka. Rán mælir með eftirlætis lista- og menningarfyrirbærum sínum.
09.12.2017 - 15:02