Færslur: Ramadan

Hútar í Jemen íhuga framlengingu vopnahléssamnings
Uppreisnarmenn Húta í Jemen íhuga nú hvort þeir séu tilbúnir að framlengja vopnahléssamning þann sem Sameinuðu þjóðirnar komu á við stjórnvöld í landinu. Samningurinn tók gildi í byrjun apríl og var ætlað að gilda í tvo mánuði eða til 2. júní.
Hrina hryðjuverka skyggir á ramadan
Í Afganistan hefur röð mannskæðra sprengjuárása varpað skugga á seinni helming hins helga föstumánaðar ramadan, sem lýkur í dag. Íslamska ríkið hefur lýst nokkrum þeirra á hendur sér en öðrum ekki.
01.05.2022 - 06:47
Sjónvarpsfrétt
Hjá víkingamúslimum rekast menningarheimarnir ekki á
Ramadan, ein helgasta hátíð múslima, stendur nú sem hæst. Trúarleiðtogi þeirra á Íslandi telur fordóma í  garð múslima á Íslandi fara minnkandi og unga fólkið í söfnuðinum sé eins konar víkingamúslimar og þar rekist menningarheimarnir ekki á.
18.04.2022 - 08:10
Vopnahlé hafið milli stríðandi fylkinga í Jemen
Stríðandi fylkingar í Jemen lögðu niður vopn sín í dag í fyrsta skipti síðan árið 2016. Tveggja mánaða vopnahléð er að undirlagi Sameinuðu þjóðanna en vonir standa til að nú sjái fyrir endann á langvinnri og blóðugri borgarastyrjöld í landinu.
02.04.2022 - 23:31
Ramadan hefst í dag - ekki þó alls staðar
Ramadan - föstumánuður múslima hefst þessa dagana. Þjóðarleiðtogar eru ekki sammála um hvort hann hefst í dag eða á morgun. Stríðið í Úkraínu hefur áhrif á trúariðkunina, þó að þau séu ekki nærri jafn mikil og áhrif heimsfaraldursins hafa verið síðustu tvö árin.
02.04.2022 - 19:16
Tveggja mánaða vopnahlé boðað í Jemen
Stríðandi fylkingar borgarastyrjaldarinnar í Jemen hafa sæst á tveggja mánaða vopnahlé sem tekur gildi á morgun, laugardag. Vonir standa til að nú sjái fyrir endann á langvinnri og blóðugri borgarastyrjöld í landinu.
01.04.2022 - 17:25
Róstusamt á Vesturbakka Jórdan-ár
Bandarísk stjórnvöld hafa lýst yfir áhyggjum vegna vaxandi ofbeldis í Jerúsalem. Óróasamt hefur verið á Vesturbakkanum frá því að Ramadan, föstumánuður múslíma, hófst 13. apríl síðastliðinn.
24.04.2021 - 04:23
Skemmdir unnar á mosku í borginni Rennes í Frakklandi
Skemmdir voru unnar í gær á mosku og menningarsetur múslíma í borginni Rennes í vesturhluta Frakklands. Lögregluyfirvöldum í borginni var tilynnt um að skilaboð sem innihalda múslímahatur hefðu verið krotuð á veggi moskunnar en múslímar finna fyrir sífellt vaxandi andúð í Frakklandi.
11.04.2021 - 18:33