Færslur: Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir

Hvetur 60 ára og eldri til að þiggja bólusetningar
Bólusetningarátaki í Laugardalshöll lýkur á morgun. Framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir átakið hafa gengið vel, en vill sjá enn fleiri. 
Örvunarbólusetningar viðbragðsaðila komnar vel á veg
Stefnt er að því að ljúka bólusetningum viðbragðsaðila með þriðja skammti bóluefnis gegn COVID-19 í næstu viku. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir að bólusetningarnar gangi vel. Von bráðar verði lögreglumenn, slökkvilið, heilbrigðisstarfsfólk og allir landsmenn yfir sjötugt búnir að fá boð í þriðja skammt bóluefnis.
Laugardalshöll aftur nýtt til bólusetninga
Liður í aðgerðum sem stjórnvöld kynntu á föstudaginn er að ráðist verði í bólusetningarátak.
AstraZeneca og Pfizer er hættulaus kokkteill
Bóluefni AstraZeneca er uppurið í Laugardalshöll en það kláraðist nú á öðrum tímanum. Framkvæmdastjóri hjúkrunar Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir fólk almennt hafa tekið því vel að vera boðið bóluefni Pfizer í staðinn.
AstraZeneca uppurið og boðið upp í Pfizer í staðinn
Bóluefni AstraZeneca er uppurið í Laugardalshöll en það kláraðist nú á öðrum tímanum.
Myndskeið
Stjórnvöld hugi að bólusetningum barna eftir rannsóknir
Ekki er ástæða til að bólusetja börn á aldrinum 12 til 15 ára gegn Covid-19 á meðan smittíðni á Íslandi er lág segir prófessor í ónæmisfræði. Hins vegar eru börn óvarin fyrir delta-afbrigði veirunnar og því ættu stjórnvöld að íhuga bólusetningar þegar frekari niðurstöður úr rannsóknum liggja fyrir.
Bólusetningum lokið í dag – skammtar til Suðurnesja
Allir tólf þúsund skammtarnir af bóluefni Pfizer sem Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins var með til umráða í dag gengu út og er bólusetningum lokið í dag.
Dregið um röð allra árganga á morgun
Dregið verður í fyrramálið um röð þeirra árganga á höfuðborgarsvæðinu, sem ekki hefur þegar verið boðið í bólusetningu.
Fleiri komu en vænst var og bóluefni kláraðist
Um fimmtíu manns á níræðisaldri þurfti að hverfa frá Laugardalshöll þegar bóluefni kláraðist í gær. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir fólk hafa tekið þessu almennt mjög vel. 
Aðgátar þörf í tilslökunum til að komast hjá bakslagi
Sóttvarnalæknir fagnar góðum árangri í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn og segir að mögulegt sé að slaka örlítið á. Hann vill þó ekki upplýsa í hverju þær tilslakanir felast. Enginn greindist innanlands með COVID-19 í gær, en 11 á landamærunum.

Mest lesið