Færslur: ragnar þór ingólfsson

Sjónvarpsfrétt
Stéttarfélögin úti í kuldanum
Hörð átök blasa við á vinnumarkaði í haust þegar mörg hundruð samningar launþega eru lausir og stjórnvöld horfa aðgerðarlaus á, segir Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR. Hann segir að Seðlabankinn, stjórnvöld og greiningardeildir bankanna hafi vanmetið stöðuna, sem nú sé að raungerast og feli í sér minni kaupmátt og vaxandi verðbólgu.
Viðtal
Formaður VR segir hópuppsögn Eflingar ömurlega
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir hópuppsögn Eflingar vera ömurlega. Boðað hefur verið til aukafundar í stjórn VR á morgun til að ræða málið. Um tíu starfsmenn á skrifstofu Eflingar eru félagar í VR. „Það hafa náttúrulega verið gríðarleg átök í kringum félagið sem endaði með risastóru uppgjöri í síðustu kosningum til formanns og stjórnar. Maður bjóst alveg við því að það yrðu breytingar og eitthvað í kjölfarið sem myndi gerast, en ég átti ekki alveg von á þessu,“ segir Ragnar Þór.
15.04.2022 - 16:06
Gagnrýnir tillitsleysi við starfsfólk verslana
„Sýnum framlínufólki í verslun þá virðingu sem það á skilið. Þökkum því fyrir að standa vaktina og gegna þessu mikilvæga og ómissandi hlutverki í okkar samfélagi,“ skrifar Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, í tilefni af frídegi verslunarmanna í dag.
Ragnar Þór - Pink Floyd og Neil Young
Gestur þáttarins að þessu sinni er Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR. Hann mætir með uppáhalds Rokkplötuna klukkan 21.00. Vinur þáttarins sendir pistil og lag og óskalagasíminn opnar kl. 20.00 - 5687123.
Viðtal
„Hann var ekki bara vinur, við erum fjölskylda“
„Við lentum í aðstæðum sem við hefðum aldrei getað ímyndað okkur að lenda í: að missa náinn fjölskyldumeðlim í höndunum á okkur,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR. Árleg veiðiferð félaganna árið 2007 breyttist í hrylling þegar afar kær vinur hans varð bráðkvaddur í ferðinni. Það er atburður sem á eftir að sitja ævilangt í honum og átti stóran þátt í að kveikja hjá honum brennandi áhuga á réttindabaráttu.
22.03.2021 - 12:04
Ragnar Þór býður sig fram í embætti varaforseta ASÍ
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, býður sig fram til embættis varaforseta ASÍ á þingi sambandins í næstu viku. Morgunblaðið greinir frá og hefur eftir Ragnari sjálfum. Til stendur að fjölga varaforsetum sambandsins úr tveimur í þrjá, samkvæmt tillögu miðstjórnar ASÍ sem lögð verður fram á þinginu. Samhliða því verður meðstjórnendum fækkað um einn, úr tólf í ellefu.
17.10.2020 - 04:38
VR dregur yfirlýsingu um málefni Icelandair til baka
Stjórn VR hefur samþykkt að draga yfirlýsingu vegna málefna Icelandair til baka. Í yfirlýsingunni voru stjórnarmenn sem VR skipar í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna hvattir til að sniðganga eða greiða atkvæði gegn þátttöku í væntanlegu hlutafjárútboði Icelandair. Yfirlýsingin kom í kjölfar fregna um að Icelandair hyggðist slíta kjaraviðræðum við Flugfreyjufélag Íslands.
24.07.2020 - 15:29
Lífeyrissjóðir skoði stofnun íbúðalánabanka
Formaður VR vill að lífeyrissjóðirnir skoði að koma á fót sérstökum íbúðalánabanka. Með því móti væri betur hægt að tryggja að lækkun stýrivaxta skili sér í lækkun vaxta á húsnæðislánum.