Færslur: ragnar þór ingólfsson

Viðtal
„Hann var ekki bara vinur, við erum fjölskylda“
„Við lentum í aðstæðum sem við hefðum aldrei getað ímyndað okkur að lenda í: að missa náinn fjölskyldumeðlim í höndunum á okkur,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR. Árleg veiðiferð félaganna árið 2007 breyttist í hrylling þegar afar kær vinur hans varð bráðkvaddur í ferðinni. Það er atburður sem á eftir að sitja ævilangt í honum og átti stóran þátt í að kveikja hjá honum brennandi áhuga á réttindabaráttu.
22.03.2021 - 12:04
Ragnar Þór býður sig fram í embætti varaforseta ASÍ
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, býður sig fram til embættis varaforseta ASÍ á þingi sambandins í næstu viku. Morgunblaðið greinir frá og hefur eftir Ragnari sjálfum. Til stendur að fjölga varaforsetum sambandsins úr tveimur í þrjá, samkvæmt tillögu miðstjórnar ASÍ sem lögð verður fram á þinginu. Samhliða því verður meðstjórnendum fækkað um einn, úr tólf í ellefu.
17.10.2020 - 04:38
VR dregur yfirlýsingu um málefni Icelandair til baka
Stjórn VR hefur samþykkt að draga yfirlýsingu vegna málefna Icelandair til baka. Í yfirlýsingunni voru stjórnarmenn sem VR skipar í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna hvattir til að sniðganga eða greiða atkvæði gegn þátttöku í væntanlegu hlutafjárútboði Icelandair. Yfirlýsingin kom í kjölfar fregna um að Icelandair hyggðist slíta kjaraviðræðum við Flugfreyjufélag Íslands.
24.07.2020 - 15:29
Lífeyrissjóðir skoði stofnun íbúðalánabanka
Formaður VR vill að lífeyrissjóðirnir skoði að koma á fót sérstökum íbúðalánabanka. Með því móti væri betur hægt að tryggja að lækkun stýrivaxta skili sér í lækkun vaxta á húsnæðislánum.