Færslur: Rafvæðing samgangna

Sjónvarpsfrétt
Fyrsta rafknúna flutningaskip heims
Heimsins fyrsta gámaskip sem gengur fyrir rafmagni var tekið í notkun í Noregi í dag. Skipið heitir Yara Birkeland og var siglt frá Horten til Óslóar í gær.
19.11.2021 - 19:38
Spegillinn
Vetnisframleiðsla gæti orðið stór útflutningsgrein
Landsvirkjun telur að framleiðsla vetnis gæti orðið risastórt tækifæri til að byggja upp nýja útflutningsgrein. Stefnt er að því að bensín og olía heyri sögunni til fyrir árið 2050. Vetnisvæðing stórra bíla, skipa og flugvéla gæti leikið stórt hlutverk í orkuskiptunum. Því er spáð að eftirspurn eftir vetni eigi eftir aukast mikið á næstu árum og áratugum.
02.02.2021 - 10:00
Viðtal
Segir ekki þurfa að virkja til að rafvæða samgöngur
Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, segir að næstu tíu árin þurfi hvorki að virkja sérstaklega á Íslandi til að rafmagnsvæða samgöngur né þurfi að styrkja flutningskerfi Landsnets sérstaklega.
Hönnun Herjólfs verðlaunuð
Hönnun Herjólfs hins nýja hlaut á dögunum verðlaun skipatímaritsins Shippax fyrir hönnun minni ferja. Jóhannes Jóhannesson, skipahönnuður hjá JJohannesson ApS, hlýtur verðlaunin ásamt skipasmíðastöðinni CRIST S.A. í Póllandi og Vegagerðinni sem eiganda Herjólfs.
Segja orkuskipti í Akureyrarhöfn mikil gleðitíðindi
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, og Pétur Ólafsson hafnarstjóri á Akureyri, undirrituðu í morgun samning um styrkveitingu ríkisstjórnarinnar til rafvæðingar hafnarinnar að upphæð 43,8 milljóna króna, að viðstaddri Ásthildi Sturludóttur, bæjarstjóra á Akureyri.
11.06.2020 - 11:02
Hleðslustöðvar vítt og breitt um landið
Orkusjóður hefur úthlutað styrkjum til uppsetningar hleðslustöðva við gististaði á landinu. Þar með er bílaleigum gert auðveldara um vik að bjóða upp á rafbíla í sínum flota. Þær stöðvar sem hlutu styrk dreifast vítt og breitt um landið.
25.10.2019 - 16:14
Rafvæðing krefst orku á við Kárahnjúkavirkjun
Þörf fyrir raforku myndi aukast um sem samsvarar heilli Kárahnjúkavirkjun verði orkuskipti í samgöngum og iðnaði að veruleika, það er ef nær öllu jarðefnaeldsneytiskipt væri skipt út fyrir rafmagn. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem VSÓ ráðgjöf vann fyrir Landsnet. Gert er ráð fyrir að með slíkri rafvæðingu mætti minnka losun gróðurhúsalofttegunda um 1,4 milljónir tonna á ári.
10.01.2017 - 17:17