Færslur: raftónlist

Íslenskt teknó, já takk!
Íslenska teknósenan er kyrfilega neðanjarðar og ratar ekki oft í útvarpið sem eðlilegt er allavega sé horft til klassíska fólksfjöldaviðmiðsins. Hún er engu að síður sprelllifandi og heyrist á klúbbum í Rotterdam, Hanoi, Rio De Janero og í Undiröldu kvöldsins sem fer heldur betur á dýpið að þessu sinni.
18.03.2021 - 15:30
Framtíðarpopp sem bjargar mannslífum
Í síðustu viku lést skoski músíkantinn og upptökustjórinn SOPHIE af slysförum aðeins 34 ára. Nafnið hefur kannski ekki verið á allra vitorði, en SOPHIE var trans-íkon og einstaklega frumlegur framúrstefnupoppari sem hafði áhrif langt út fyrir sína eigin raftónlistarsenu með nýstárlegum hljóðheimi sínum.
09.02.2021 - 10:28
Pistill
Rafmagnaðar raftónlistarkonur 20. aldar
Fjölmargar konur ruddu brautina í heimi raftónlistar á 20. öld. Þeirra hefur lítið verið getið en nú er að verða breyting þar á. Þórður Ingi Jónsson sökkvir sér ofan í sögu raftónlistar í Lestinni og kynnir sér kvenkyns frumkvöðla hennar. Að undanförnu hefur víða átt sér stað feminísk endurskoðun á tónlistarsögunni.
06.02.2021 - 11:23
19 milljónum veitt til fjölbreyttra tónlistarverkefna
Hljóðritasjóður veitir samtals 19 milljónum króna til 63 verkefna í seinni úthlutun hans á þessu ári. Hlutverk sjóðsins er að efla íslenska tónlist með fjárhagslegum stuðningi til hljóðritunar nýrrar, frumsamdrar tónlistar sem stuðla á að nýsköpun.
09.11.2020 - 12:49
Hægmeltandi og melódískt teknó frá Trptych
Raftónlistarmaðurinn TRPTYCH gaf út sína aðra breiðskífu, Anarchist's Adjustment, á dögunum. Daníel Þorsteinsson stendur að baki TRPTYCH og hefur svalað ísköldum teknóþorsta sínum undir þeim merkjum en býður nú upp á örlítið melódískari bræðing.
08.06.2019 - 16:04
Viðtal
„Þeir mega ekki vera of harðir við krakkana“
Raftónlistarmaðurinn Agnar Gunnar Agnarsson, Agzilla, tók þátt í að skapa íslensku reif-senuna snemma á tíunda áratugnum. Hann gaf nýlega út plötu hjá útgáfunni Metalheadz og Lestin ræddi við hann um nýju plötuna og upphaf raftónlistar á Íslandi, reif-tímabilið alræmda.
03.03.2019 - 15:05
Lærir um sjálfa sig og heiminn í tónlistinni
Framsækinn, óhlutbundin rafrænn hljóðstrúktúr og hljómblíðar sungnar melódíur takast á á nýjustu plötu Sigrúnar Jónsdóttur – sem kallar sig SiGRÚN. Onælan er sjö laga plata sem kom út á haustjafndægrum 22. september.
26.09.2018 - 08:49
Rómantískur hversdagsleiki á dansgólfinu
Allt í einu nefnist önnur breiðskífa raftónlistarmannsins Anda. Tónlistin er glaðleg og litrík hljóðgervladrifin raftónlist. Lögin eru melódísk og mörg hver grípandi og dansvæn, vísa á sama tíma í ítaló-diskó, hið framtíðarlega og rómantíska hljóðgervlapopp sem Ítalir gerðu að útflutningsvöru á níunda áratugnum, og svo séríslenskt dægurpopp. Það er einhvern veginn eins og andi þorparans hans Pálma svífi alltaf yfir vötnum, þannig líður manni eins og þessi tónlist sé á sama tíma gömul og glæný.
Hrært í grautnum
Þáttur kvenna í sköpun og framþróun raftónlistar á 20. öldinni hefur verið mikið til umræðu á seinustu árum og eru ýmsir brautryðjendur nú loksins að fá verðskuldaða athygli í þeim efnum þótt seint sé.
31.08.2017 - 17:26
Tónlist
Sársauki einkennir nýjustu plötu Arca
Venesúelski tónlistarmaðurinn Arca á að baki þéttan feril þrátt fyrir ungan aldur en hann vann að gerð Yeezus plötu Kanye West, plötum FKA Twigs, Kelelu og nýjustu plötu Bjarkar, Vulnicura. Meðfram því hefur hann sent frá sér nokkrar blandspólur og þrjár breiðskífur, nú síðast breiðskífuna Arca sem kom út 7. apríl.
03.05.2017 - 10:15