Færslur: raftæki

Kartöflur skortir til að seðja gesti skyndibitastaða
Skyndibitakeðjan McDonalds hefur gripið til þess ráðs að skammta franskar kartöflur á fjölmörgum veitingastöðum sínum í Malasíu vegna þess að hráefni skortir. Hið sama er uppi á teningnum víða um Asíu.
ESB: Eitt hleðslutæki fyrir alla snjallsíma
Evrópusambandið hyggst tryggja að eitt hleðslutæki virki fyrir alla snjallsíma. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins tilkynnti í dag að þannig mætti lágmarka raftækjasóun.
23.09.2021 - 12:36
Vísbendingar um að Íslendingar gefi dýrar jólagjafir
Lausleg könnun Morgunblaðsins á vinsælum jólagjöfum þetta árið bendir til þess að Playstation 5-leikjatölva hafi notið einna mestra vinsælda. Hún er nú uppseld hér á landi eins og víðast hvar annars staðar.
Yfir 40% hleðslutækja hættuleg í Danmörku
Yfir 40% hleðslutækja fyrir síma voru hættuleg og þurfti að afturkalla þau í Danmörku. Þetta er niðurstaða Öryggisstofnunar í Danmörku sem hefur síðast liðin þrjú ár tekið stikkprufur og prófað 25 hleðslutæki árlega. Flest hleðslutækjanna eru með CE merkingu sem gefur til kynna að varan uppfylli lágmarkskröfur um öryggi samkvæmt Evróputilskipunum.
23.04.2019 - 10:24