Færslur: Rafskútur

Telja ósáttan hjólreiðamann að baki skemmdarverkum
Óprúttinn aðili hefur í tæpt ár stundað að binda fastar bremsur á Hopp rafskútum víðsvegar um höfuðborgina. Sæunn Ósk Unnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Hopp í Reykjavík, hefur fengið upplýsingar um hver standi að baki skemmdarverkunum og hefur boðið viðkomandi í heimsókn í höfuðstöðvar fyrirtækisins.
09.05.2022 - 22:34
Slasaðist við að hjóla á rafskútu sem þveraði hjólastíg
Maður var fluttur á með sjúkrabíl á slysadeild fyrir helgi, eftir að hjóla á rafskútu, eða rafmagnshlaupahjól, sem þveraði hjólastíg. Aðstoðaryfirlögregluþjónn umferðardeildar lögreglunnar segir afar fáar tilkynningar hafa borist um slys á hjólreiðafólki vegna rafmagnshlaupahjóla sem sé óvarlega lagt eftir notkun.
Ekkert eftirlit með breyttum rafmagnshlaupahjólum
Ekkert skipulagt eftirlit hefur verið með rafmagnshlaupahjólum sem komast yfir leyfilegan hámarkshraða á göngu- og hjólastígum. Guðbrandur Sigurðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í umferðardeild, segir brýnt að lögregla fái einföld úrræði til þess að bregðast við rafhjólum sem skapi hættu á göngustígum.
Rafskútur í París á gönguhraða
Borgaryfirvöld í París hafa samþykkt að lækka hámarkshraða rafskútna á flestum götum borgarinnar niður í 10 kílómetra á klukkustund í íbúðagötum. Þó má áfram aka á 20 kílómetra hraða á hjólreiðastígum og breiðstrætum, sem tengja borgina við úthverfi. Rafskútuleigum verður gert að uppfæra hubúnað í skútunum þannig að þær komist ekki hraðar en reglur segja til um hverju sinni.
25.11.2021 - 18:17
Lögregla þurfi að hraðamæla rafmagnshjól
Árni Davíðsson, formaður landssamtaka hjólreiðamanna, telur ekki þörf á því að gerðir séu sérstakir hjólastígar fyrir hraðari hjólaumferð. Þá bendir hann á að það sé í verkahring lögreglunnar að taka rafmagnshjól eða létt bifhjól úr umferð sem fari of hratt á göngu- eða hjólastígum.
Fá rafskútuslys miðað við fjölda ferða
Rafskútuslys eru ekki algeng miðað við þann fjölda ferða sem farnar eru á þessum fararskjótum. Komum á slysadeild fjölgar milli ára og er fjölgunin einkum rakin til fullorðinna.
Drukkinn barði rangt hús að utan og vildi komast inn
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sá um að koma drukknum manni heim til sín eftir að hann hafði farið húsavillt, ekki komist inn og því barið húsið allt að utan. Nokkuð var um ölvun á svæðinu auk þess sem kona hlaut brunasár af djústeikingarfeiti og unglingur datt og slasaðist.
Telja upptök brunans vera ofhitnun rafhlöðu í rafskútu
Bjarni Ingimarsson, aðstoðarvarðstjóri Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu, segir líklegt að upptök brunans í Bríetartúni fyrr í kvöld, megi rekja til rafskútu. Þá bendi aðstæður í húsinu til þess að sprenging hafi orðið, sem gæti hafa verið rafhlaða sem ofhitnaði.
Vilja banna útleigu rafskutla um nætur í Helsinki
Samgönguyfirvöld í Finnlandi vilja banna útleigu rafmagnshlaupahjóla að næturlagi um helgar. Nokkuð er um að ökumenn hjólanna séu undir áhrifum áfengis og slysum hefur fjölgað mikið. Höfuðáverkar eru algengastir. Læknar á háskólasjúkrahúsinu í Helsinki hafa kallað eftir slíku banni.
05.09.2021 - 09:14
Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur bíls og hjóls
Einn var fluttur á slysadeild eftir að bifreið var ekið á rafhlaupahjól á gatnamótum í miðborg Reykjavíkur skömmu fyrir miðnættið í gær. Stjórnendur beggja tækja eru taldir hafa verið undir áhrifum.
Segir ákvörðun færeysku Akstovunnar ekki halda vatni
Framkvæmdastjóri rafskútuleigunnar Hopps vonar að rafhlaupahjól fyrirtækisins verði komin aftur á göturnar í Þórshöfn í Færeyjum fyrir lok mánaðarins. Hopp flutti fimmtíu rafhlaupahjól til Þórshafnar á dögunum en færeyska lögreglan lagði hald á farartækin þar sem samgöngustofa Færeyja telur þau ólögleg.  
05.08.2021 - 12:08
Fjölga á næturvöktum slysadeildar út af rafskutluslysum
Stjórnendur háskólasjúkrahússins í Osló hafa fjölgað starfsfólki helgarnæturvöktum á slysadeild spítalans vegna fjölda slysa á svokölluðum rafskútum eða -skutlum. Einum lækni og einum hjúkrunarfræðingi hefur verið aukið við næturvaktina um helgar, beinlínis vegna fjölgunar slysa á þessum farartækjum á þessum tíma.
05.08.2021 - 06:20
Erlent · Evrópa · Noregur · Osló · Rafskútur · Rafskutlur
Sjónvarpsfrétt
50 rafskútur kyrrsettar í Þórshöfn
Færeyska lögreglan hefur lagt hald á 50 rafskútur frá íslenska fyrirtækinu Hopp. Ástæðan er að færeysk yfirvöld hafa skilgreint rafskúturnar sem breytt vélhjól sem ekki séu leyfð í Færeyjum.
04.08.2021 - 20:17
Rafskútur reynst vel á Akureyri
Rafskútuleigur eru starfandi víða um land, þar á meðal á Akureyri. Lögreglan á Akureyri segist ekki hafa þurft að hafa afskipti af málum tengdum rafskútum enn sem komið er.
01.08.2021 - 18:24
Fjórir fluttir á slysadeild eftir rafskútuslys
Fjórir voru fluttir á slysadeild síðasta sólarhringinn eftir að hafa slasast á rafskútum. Nokkur erill hefur þá verið hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu en það sinnti 122 sjúkraflutningum síðasta sólarhringinn. Þar af voru 32 forgangsútköll og rafskútuslysin fjögur teljast til þeirra.
Rafskutlur góður samgöngumáti en fylgja þarf reglum
Skipulags- og samgönguráð Reykjavíkur hefur fylgst með umgengni um rafskutlur í borginni og þeim slysum sem orðið hafa. Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í ráðinu segir að ekki hafi verið rætt formlega um harðari aðgerðir líkt og gripið hefur verið til Osló og fleiri borgum.
14.07.2021 - 11:33
Banna leigu á rafskútum frá 11 á kvöldin
Borgarráð Óslóar samþykkti í dag bann við útleigu á rafskútum frá ellefu að kvöldi til fimm að morgni alla daga vikunnar. Bannið gengur í gildi fyrsta september. Leiguskútum verður sömuleiðis fækkað til muna.
13.07.2021 - 12:23
Rafskutlum líklega fækkað um 70 prósent í Osló
Borgarstjórn Oslóar mun að öllum líkindum samþykkja að fækka skuli rafskutlum á götum borgarinnar um 68 prósent frá því sem nú er. Greidd verða atkvæði um tillögu þessa efnis á aukafundi borgarstjórnar, sem boðað var til sérstaklega af þessu tilefni. Könnun sem gerð var meðal Norðmanna leiddi í ljós að nær 70 prósent Oslóarbúa vilja banna rafskutlur - eða rafskútur - alfarið á götum og gangstéttum borgarinnar. Rétt rúmur helmingur allra Norðmanna, 52 prósent, er á sömu skoðun.
13.07.2021 - 06:29
„Gamaldags forsjárhyggja“ að þrengja að rafskútum
Það er gamaldags forsjárhyggja að ætla að takmarka notkun rafskútna um helgar á þeim forsendum að fólk noti þær stundum undir áhrifum áfengis. Þetta segir Sæunn Ósk Unnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Hopps.
23.06.2021 - 22:27
Opinn fyrir rafskútubanni um helgar
Hugmyndir um að leyfa ekki leigu á rafskútum á föstudags- og laugardagskvöldum er mjög áhugaverð segir aðstoðaryfirlögregluþjónn í Reykjavík. Þar með minnki líkur á ölvunarakstri.
22.06.2021 - 14:43
Flestir slasast á rafskútum við fyrstu notkun
Nærri helmingur þeirra sem slasast á rafskútum er undir 18 ára aldri. Flestir slasast þegar þeir nota tækið i fyrsta sinn. 40% slysa fullorðinna á rafskútum er vegna ölvunar.
Yfirlæknir furðar sig á rafskútunotkun barna
Maður slasaðist á höfði þegar hann datt af rafskútu í miðborg Reykjavíkur í gærkvöld. Slysum hefur fjölgað hratt undanfarin misseri en hátt í tveir á dag leituðu til bráðamóttöku í fyrrasumar vegna rafskútuslysa.
22.05.2021 - 17:45
Stóð í farþegasæti með höfuðið upp um topplúguna
Um kvöldmatarleytið í gær stöðvaði lögregla för bifreiðar í Breiðholti þar sem ellefu ára stúlka stóð í farþegasætinu með höfuðið upp úr topplúgu. Ökumaðurinn var þarna á ferð með yngri systur sinni.
Viðtal
Ástæða til að ræða aldurstakmörk á rafskútur
Full ástæða er til að taka umræðu um það hvort ástæða sé til að setja aldurstakmörk á notkun á rafskútum. Þetta sagði Eyþór Máni Steinarsson, rekstrarstjóri rafskútuleigunnar Hopp, í Morgunútvarpinu í morgun.
24.07.2020 - 10:00
52 þúsund hafa sótt Hopp-appið
52 þúsund manns hafa skráð sig inn í smáforrit rafhlaupahjólaleigunnar Hopp. Tæp níutíu prósent þeirra hafa skráð sig inn í forritið með íslensku símanúmeri. Hopp hóf rekstur í fyrrahaust og hefur notendum fjölgað jafnt og þétt. Hjólunum hefur verið ekið samtals hátt í 500 þúsund kílómetra. 
13.07.2020 - 07:00