Færslur: Raforka

Myndskeið
Hreinsa upp eftir aðventustorminn og leggja jarðstrengi
RARIK hreinsar nú upp brotna rafmagnsstaura og slitnar línur sem liggja enn á jörðu eftir óveðrið mikla í desember. 84 kílómetrar af jarðstrengjum verða lagðir á Norðurlandi í sumar í flýtiverkefnum vegna afleiðinga óveðursins.
Slæmar horfur í vatnsbúskap Landsvirkjunar
Innrennsli í miðlanir við virkjanir Landsvirkjunar hefur verið mjög slakt í vetur og vatnsborð lóna lægra en á sama tíma í fyrra. Þó er ekki talið að grípa þurfi til sérstakra ráðstafana til að spara vatn.
07.04.2020 - 16:01
Myndskeið
Ramminn í þingið í mars
Orkustofnun hefur kynnt tólf nýjar virkjanahugmyndir fyrir fjórða áfanga rammaáætlunar. Umhverfisráðherra ætlar að mæla fyrir þingsályktunartillögu um þriðja áfanga áætlunarinnar á Alþingi á næstu vikum.
04.03.2020 - 19:30
Til í að endurskoða sölu upprunaábyrgða Landsvirkjunar
Iðnaðar- og viðskiptaráðherra segir að Landsvirkjun sé ekki skyldug til að selja upprunaábyrgðir raforku og skoða megi hvort fyrirtækið eigi að hætta því. Sala upprunaábyrgða sé umdeild og almenningur henni mótfallinn.
20.02.2020 - 14:52
Samsláttur á línum olli rafmagnsleysi nyrðra
Rafmagn fór af Húnavallalínu um klukkan hálf tíu í morgun og olli rafmagnsleysi á Húnavöllum og Svínadal að vestanverðu. Rafmagn komst aftur þegar klukkuna vantaði fimmtán mínútur í ellefu. 
14.01.2020 - 11:07
Undirbúa 60 MW vindorkuver á Hólaheiði
Fyrirtækið Quadran Development á Íslandi hefur fengið leyfi til að reisa veðurmastur á Hólaheiði í Norðurþingi til veðurathugana fyrir vindmyllugarð. Þar gæti risið orkuver á stærð við Kröfluvirkjun.
23.12.2019 - 14:41
Silfrið
„Við sáum alveg fyrir að það myndi ýmislegt gerast“
„Okkar ábyrgð er gríðarlega mikil og í lögum eigum við að tryggja öllum almenningi jafnt aðgengi að rafmagni. Vegna þess að við komumst ekki nógu hratt í framkvæmdir þá eigum við í vandræðum með að uppfylla okkar kröfur. Við verðum að komast í að framkvæma til þess að geta uppfyllt okkar skyldur,“ segir Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets.
15.12.2019 - 14:57
Silfrið
„Veruleiki og tilvera okkar má ekki byggjast á heppni“
„Ef að rétthentur maður handleggsbrýtur sig á vinstri, er hann heppinn? Kannski getum við sagt það út frá því að við erum með almannavarnarkerfi sem er undirfjármagnað og ekki nógu vel sinnt að mínu mati að þá kannski að því leyti vorum við heppin að ekki fór verr,“ segir, Þór Þorsteinsson, formaður Landsbjargar í Silfrinu, spurður um það hvort við vorum heppin að ekki fór verr í fárviðrinu í vikunni.
15.12.2019 - 12:44
Aukið álag í fárviðrinu en engar bilanir
Engar bilanir urðu hjá Landsvirkjun í fárviðrinu í vikunni. Í kjölfar óveðursins urðu þó ístruflanir við Laxárstöðvar. „Nokkurt álag var á starfsfólk vegna truflana sem urðu á flutningi raforku frá aflstöðvum okkar,“ segir í tilkynningu frá Landsvirkjun.
13.12.2019 - 20:33
Telur fleiri virkjanir en Hvalárvirkjun æskilegar
Fleiri virkjanaframkvæmdir en Hvalárvirkjun væru æskilegar til að mæta raforkuþörf Vestfirðinga, að mati Orkubús Vestfjarða.
04.12.2019 - 19:29
Íhugar flutning vegna hækkunar Veitna
Eigandi gróðrarstöðvarinnar Lambhaga segist ætla að færa starfsemina annað eða kynda stöðina með plasti og kolum vegna breytinga á gjaldskrá Veitna sem hefur í för með sér 97 prósenta hækkun fyrir stöðina.
Samantekt
Deilt um Suðurnesjalínu 2 í sex ár
Landsnet leggur til að Suðurnesjalína 2 verði að mestu í lofti en ekki lögð í jörð. Matsskýrsla þess efnis bíður samþykkis hjá Skipulagsstofnun. Framkvæmdir eigi að hefjast að nýju á næsta ári. Deilt hefur verið um lagningu línunnar frá því Landsnet fékk heimild fyrir henni árið 2013.
Þegar búið að semja við flesta landeigendur
Deilt hefur verið um lagningu Suðurnesjalínu 2 frá því Landsnet fékk heimild fyrir verkinu 2013. Til stendur að hefja framkvæmdir að nýju á næsta ári. Þegar er búið að semja við flesta landeigendur um loftlínu, segir Sverrir Jan Norðfjörð, framkvæmdastjóri þróunar- og tæknisviðs Landsnets. Ekki sé hægt að segja til um hvort reyni á eignarnám síðar meir, takist ekki samningar við þá sem eftir eru.
18.10.2019 - 16:59
Suðurnesjalína 2 verði loftlína að mestu
Landsnet leggur til að Suðurnesjalína 2 verði lögð að mestu í lofti en ekki jörð. Í niðurstöðum matsskýrslu vegna línunnar segir að það sé hagkvæmast og valdi minnstu jarðraski. Matsskýrslan bíður nú samþykkis hjá Skipulagsstofnun. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir við línuna hefjist að nýju á næsta ári. Með línunni verði raforkuöryggi á Suðurnesjum aukið.
18.10.2019 - 11:35
Lýsa yfir áhyggjum vegna Hólasandslínu
Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar, sameiginlegur vettvangur allra sveitarfélaga við Eyjafjörð lýsir yfir áhyggjum af þeirri miklu töf sem hefur orðið á því að Skipulagsstofnun skili áliti vegna Hólasandslínu 3. Stjórnarformaður félagsins telur að stofnunin hafi tafið verkið um að minnsta kosti ár.
18.09.2019 - 18:50
Spegillinn
Sæstrengur ekki lengur samkeppnishæfur?
Formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir að lagning sæstrengs milli Bretlands og Íslands sé ekki lengur arðbær. Vindorka sé orðin svo ódýr í Bretlandi að raforka héðan um sæstreng sé ekki samkeppnishæf.
22.08.2019 - 16:33
 · Innlent · Sæstrengur · Vindorka · Raforka · Evrópa
Viðtal
Samstarf um smávirkjanir sífellt að aukast
Verkefnisstjóri hjá Orkustofnun telur að auðvelda beri bændum að nýta sér þá kosti sem felist í að virkja bæjarlækinn. Þar ætti að horfa til Norðmanna sem hafi reist tvöþúsund smávirkjanir. Undanfarinn áratug hefur Orkustofnun gefið út tæplega 60 rannsóknar- eða virkjunarleyfi fyrir slíkar virkjanir.
15.08.2019 - 22:43
Viðtal
„Vindorkan ekki aðkallandi hér á landi“
Ketill Sigurjónsson, framkvæmdastjóri vindorkufyrirtækisins Zephyr Iceland segir að áhuginn á að virkja vindorku hér á landi stafi fyrst og fremst af því að kostnaður hafi lækkað mikið á síðustu árum. Auður Önnu Magnúsardóttir, framkvæmdastjóri Landverndar, segir að virkjun vindorku sé ekki eins aðkallandi hér eins og víða annars staðar. Rætt var við Ketil og Auði í Speglinum.
15.08.2019 - 10:04
Bitcoin tvöfalt stærri en krónan
Notendahagkerfi rafmyntarinnar bitcoin er tvöfalt stærri en íslensku krónunnar. Raunvelta á mörkuðum með bitcoin eru þrír milljarðar dollara, um 375 milljarðar króna. Rafmynt er stærsti óháði gjaldmiðillinn sem ekki er gefinn út af seðlabanka.
21.07.2019 - 15:24
Telur framleiðslu bitcoin sóun á raforku
Fyrrum viðskiptaráðherra og dósent í hagfræði við Háskóla Íslands segir að framleiðsla bitcoin sé sóun á orku og að það megi slá verulega varnagla við umhverfisáhrifunum sem henni fylgja því sóun orku sé eitt stærsta vandamálið sem jarðarbúar standa frammi fyrir.
17.07.2019 - 11:09
Framkvæmdir hafnar við Kröflulínu 3
Framkvæmdir eru hafnar við byggingu Kröfllínu 3, nýrrar háspennulínu milli Norður- og Austurlands. Línan liggur um 120 kílómetra leið og áætlaður kostnaður er tæpir átta milljarðar króna.
10.07.2019 - 22:22
Ísland gæti orðið Kúveit norðursins
Ísland gæti í framtíðinni flutt út vetni og og orðið eins konar Kúveit norðursins. Þetta segir Hafsteinn Helgason, verkefnisstjóri þróunarsviðs verkfræðistofunnar Eflu. Hann telur að með vindorku megi framleiða tvö til þrjú þúsund megavött sem hægt væri að nýta til að framleiða vetni
27.06.2019 - 16:30
 · Innlent · Raforka · Vindorka
Flóknar reglur og langt ferli við smávirkjanir
Bændur sem vilja virkja bæjarlækinn til að lækka raforkukostnað heima fyrir þurfa að uppfylla sömu skilyrði og um stórvirkjun væri að ræða. Raforkubóndi á Norðurlandi segir að ótrúlegur tími og kostnaður fylgi því að þræða sig í gegnum fjölda reglugerða sem þurfi að uppfylla til að byggja litla virkjun heima á bænum.
25.05.2019 - 23:06
Árétta sérstöðu Íslands í raforkumálum
Sérstaða Íslands hvað varðar þriðja orkupakkann er áréttuð í sameiginlegri yfirlýsingu Noregs, Liechtenstein og Íslands. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, kynnti yfirlýsinguna á ríkisstjórnarfundi í gær.
11.05.2019 - 08:59
Útvarpsfrétt
Segir yfirráð yfir raforku ekki tapast
Fjármálaráðherra segir þriðja orkupakkann ekki fela í sér framsal á valdi til Brüssel eða að yfirráð yfir íslenskum raforkumarkaði verði færð annað. Þetta kom fram í máli ráðherra á þingfundi sem nú stendur yfir. 
02.05.2019 - 12:20